Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 60
140
RÉTTUR
umlukti líkama hennar, var hœgt qg hægt að taka hann til sín.
„Líklega er ég að hugsa um hvað ég eigi að segja við þig, af því
ég á bágt með að hugsa um nokkuð annað, sagði hún, „en það er
ekki þess vegna að ég finn ekki það rétta. Ég qr ekki alltaf ham-
ingjusöm kona, ég á erfiða ævi.... Og samt er ekkert í heiminum
dásamlegra — ekkert — en að vita af drengnum. Og ég skuli eiga
hann. Ég hugsa til þess að hér i borginni eru fimm þúsund — tíu
þúsund börn. Og þúsundir kvenna, sem eftir stutta stund taka
léttasóttina, (hún byrjar næstum alltaf milli eitt og tvö á nótt-
unni), og bíða. Með angist, að vísu, en líka í öðrum hug. Öðrum
hug, sem orðið gleði nær hvergi nærri til. Og ekkert annað orð.
Og frá upphafi vega hafa allar nætur verið slikar."
Af rödd hennar réð hann, að feimni, eða ef til vill falinn og hjá-
trúarkenndur kviði, kæmi henni til að láta gleði sína einungis í
ljós i myndum þeim, sem alltaf höfðu lifað með henni óvissutim-
ann. Það heyrðist til drengsins. En hann grét ekki; masaði við
sjálfan sig.
„Þú varst í Þýzkalandi þegar hann fæddist. Ég vaknaði og leit
á hann, svo örlitinn í vöggunni, og hugsaði að lif hans ætti eftir að
verða það sem allt líf er, og ég sárgrét yfir honum og yfir sjálfri
mér.... Ég var svo máttfarin, að tárin streymdu án afláts, en
samt vissi ég að frá þeirri stundu átti ég það sem var sterkara
en sorg....“
„Karlmenn fæða ekki börn“.
Hann varð að einblina á andlit konunnar, sem harin hafði haldið
látna.
„En samt, í fangaklefunum er þeim lífsnauðsyn að eiga eitthvað
raunverulegt, eitthvað lifandi, eins djúptækt og sársauka.... Gleð-
in á ekkert mál.“
„Fyrir mér var gleðin tónar".
„Ég hef orðið andstyggð á tónum."
Hún ætlaði að spyrja um ástæðuna, en lét það vera. Hann fann
að hún hlustaði eftir honum fremur með líkamanum en huganum,
eins og móðir, og skildi miklu meira en hann sagði. Sú hugsun var
að veltast fyrir honum, að maðurinn hefði,orðið maður þrátt fyrir
fangaklefa, þrátt fyrir grimmd; og virðingin fyrir manninum, og
ekkert annað, gæti orðið sársauka yfirsterkari. .. . En honum fannst
nóg að horfa á Önnu, hann þurfti ekki að hugsa. Það var barið á