Réttur - 01.06.1946, Side 61
RÉTTTJR
141
dyr einhversstaðar nálægt. Kassner heyroi strax bánlcið' úr fang-
elsinu, en henni hafði orðið meira um en honum.
„Ég hélt að það værir þú að koma“.
Dyr opnuðust og raddir heyrðust, — venjulegar dyr, manns-
raddir.
„Nú vildi ég fara að skrifa aftur," sagði hann.... 1 klefanum
reyndi ég að nota tónlist til — til að verja mig. Klukkustundum
saman. Hún færði mér auðvitað minningar, endalausan straum
minninga, — og af tilviljun setning|i, eina setningu, ávarp úlfalda-
rekanna": „Og ef þessi nótt skyldi vera örlaganótt. .. .“
Hún tók hönd hans, bar hana að enni sér, þrýsti handarbakinu
að andlitinu og sagði lágt:
.....veri hún blessuð þar til dagur rís....“
Hún hafði litið undan, út i nóttina, vangasvipur hennar sást
óijóst vegna handarinnar, sem hún hélt að enni sér. Það hafði rignt
og bíll þaut eftir blautri göturini með hljóði, sem minnti á lauf-
ski jáf í vindi. Andlit Önnu var eins og innrammað af glugganum,
hún virtist einblína á mót tveggja auðra gatna. Kassner fann að
hann myndi alla ævi geyma mynd hornhússins lifandi í huga sér.
Anna sagði lágri röddu:
„Líka það, að þú farir bráðum burt aftur — ég er undir það
búin.... betur on þú heldur....“
Hún hafði ætlað að segja: ég hof sætt mig við það. Húsið vaa-
með sex glugga, þrjá á hvorri hlið og tvo kvistglugga, skugga bar
á þá alla, en þó skáru þeir sig frá umhverfinu vegna einhvers
glampa, sem regnvott glerið náði í, og nóttin var öll farin að hvíl-
ast eins og handleggur Önnu hafði látið undan og hvílzt rétt áðan.
Ein þeirra stunda, er mönnum finnst að einhver guð hljóti að vera
nýfæddur, ríkti í húsinu. Drengur kom út úr því, en hvarf strax í
skuggann. Kassner virtist sem upp af blóðstokkinni jörðu væri
að koma í ljós hinn sanni tilgangur tilverunnar, og hin torráðnu
örlög jarðarinnar væru í þann veg að ráðast. Hann lokaði augun-
um. Snertingin náði lengra en öll hin skynvitin, lengra en hugsun-
in sjálf, aðeins snerting gagnauga Önnu við fingur hans var í
samræmi við frið jarðarinnar. Hann sá sig enn hlaupa um klefann,
einn, tveir, þrír, fjórir — til að finna hvort hún væri á lífi. Hann
opnaði strax augun og fannst að hann hefði náð tökum á eilífð