Réttur - 01.06.1946, Síða 62
142
RÉTTUR
þeirra, eilífð, sem mynduð var af fangafélögum hans, af trúnaði
barnshökunnar í iófa hans, af mannfjöldanum, sem hélt fast við
málstað hinna pynduðu félaga, af andliti flugmannsins í ofviðrinu,
af manninum, sem hafði látið lífið fyrir hann, jafnvel af vœntan-
legri för hans til Þýzkalands, — eilífb' lifenda en ekki eilífð dá-
inna; hún þeytti öllu með sér, samlagaðist í æðasliigum hans þeim
eina eiginleika mannsins, sem er manninum me'.i, — mennskunni,
og dunaði i götunum, sem enn voru auðar, en farið að hvessa.
Minningin ur.i athafnir hans yrði lík minningur.ni um blóð félaga
hans, og á dauðadegi í Þýzkalandi mundi þessi stund deyja með
honum. Hann fann snöggiega að hann þoldi ekki við hreyfingar-
laus.
„Mig langar til að ganga, til að fara út með þér — hvert sem er!“
,,Ég næ í einhvern til að líta eftir barninu."
Hún fór út. Hann slökkti ljósið, lét jarðarnóttina inn i herbergið,
leit enn til eyðilegra gatnanna. Köttur skauzt fyrir hornið, hröðum,
mjúlcum fótum.
Nú færu þau að tala saman, riíja upp minningar, segja hvort
öðru frá því sem gerzt hafði. .. . Allt yrði þetta hluti af hversdags-
lífi, stigi sem þau gengju niður hlið við hlið, út á götuna, undir
himni, sem horfir ævinlega niður á ósigra og sigra mannviljans.
ENDIR