Réttur


Réttur - 01.10.1933, Side 1

Réttur - 01.10.1933, Side 1
Sósialismi eða fasismi. Svar til Jónasar frá Hriflu. Eftir Einar Olgeirsson. Jónas frá Hriflu hefir svarað ritgerð minni um ,,Efling kommúnismans og andóf Jónasar frá Hriflu“ með bækling, er nefnist „Þróun og bylting“ og er 52 síður að stærð. Það er eftirtektarvert tímanna tákn, að sá maður, sem áður hefir eyðilagt einstaka íhaldsmenn pólitískt með nokkrum kjallaragreinum í „Tímanum" og álitinn er einn aðalfjandi íhaldsins í landinu, skuli nú verða að verjaaðalrúmi,,Samvinnunnar“ogaðalrit- snild sinni til að berjast gegn kommúnismanum — og það árangurslaust. Það sýnir að verjendur hins borg- aralega þjóðfélags á fslandi álíta kommúnismann hér vera orðinn hættuna, sem þeir verða að snúa öllum sínum kröftum gegn, og láta því heldur niður falla innbyrðis kritinn á meðan. Jónas byrjar með að kvarta yfir því, að eg rakti í síðasta bækling lið fyrir lið slúðursögur hans og blekkingar um kommúnismann, og skorar á mig að taka nú rækilega fyrir aðalatriðin: „Samanburðinn á hagnýtu gildi hinnar friðsamlegu þróunar og bylting- arstefnu kommúnista". Skal þetta nú gert ýtarlega, því engum er kærara en okkur kommúnistum að taka einmitt þessi aðalatriði rækilega, og verjum við frekar tíma og rúmi til þess en til smáletursrógsins, isem J. J. reynir að slá sér upp á af gömlum vana. 193

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.