Réttur


Réttur - 01.10.1933, Side 2

Réttur - 01.10.1933, Side 2
I. „Friðsamleg þróun“ auðvaldsins á íslandi. Bankaauðvald. Fjármálavald. „Hvað á E. O. við með bankaauðvald hér á landi? Og í hverju kemur kúgun þess fram?“. (J. J. í „Þróun og bylting“, bls. 11). Þjóðfélagsskoðun J. J. er í stuttu máli eftirfarandi: Á íslandi hefir verið kaupmannaauðvald. „Þegar kaupmannastefnan siglir verzlun og atvinnu í kaup- stöðum og kauptúnum í strand, þá er samvinnustefn- an jafnan bjargarúrræði fólksins“ (bls. 2). „Á 50 ár- um hefir bændastéttin kastað af sér hlekkjum inn- lendrar og erlendrar kúgunar“ (bls. 4). „Þegar skipu- lag auðvaldsins strandar hér á landi, þá er gripið til samvinnuúrræðanna“. Því það eru „samvinnumenn og þeir einir, sem byggja upp á brunarústum íslenzka auðvaldsins“ (bls. 9). Með samvinnufélögum, hluta- ráðningu og rekstri verksmiðja „með samvinnusniði“ er verið að skapa skipulag samvinnunnar og styðja „fátækari stéttirnar til að verða eigendur atvinnu- tækjanna með friðsamlegri þróun“ (bls. 16). Banka- auðvald er ekki til og því síður nokkuð sem kalla mætti ,,fjármálaauðvald“. ,,Hér er stórt land með miklum náttúrugæðum, sem standa þjóðinni opin til notkunar“.-----Allir fullorðnir menn hafa „rétt til hvaða atvinnu sem er“ (bls. 23). Bændastéttarinnar bíða „glæsileg þróunarskilyrði“ „með því að halda á- fram að byggja á sinni fyrri reynslu“. Kreppu minnist J. J. ekki á í ritgerð sinni, — en við skulum fyrirgefa bændaforingjanum það, því þó kreppi að bændum, þá mun hann ekki hafa fundið til þess ennþá. En við skulum nú taka þessa þjóðfélagsskoðun fyr- ir og lýsa um leið þeirri þróun, sem átt hefir sér stað á íslandi síðasta áratuginn. Samkeppnisstefnan eða „frjálsa samkeppnin“ er einkennandi fyrir það iskeið auðvaldsþróunarinnar, 194

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.