Réttur - 01.10.1933, Síða 6
hann heimtar í rauninni samskonar þakklæti „lánbeið-
enda“ til bankanna eins og Mogginn vildi að „vinnu-
þiggjendur" væri atvinnurekendanum þakklátir.
(Hvort bankarnir eru í rauninni eignalausir kemur
málinu ekki við.
Þó bankarnir væru ,,bláfátækir“ geta þeir auðvitað
eins kúgað, alveg eins og Kveldúlfur kúgar verkalýð
og sjómenn, þó hann ef til vill eigi ekki fyrirskuldum).
Það er engin tilviljun að báðir skuli nota sömu að-
ferð, því eins og Mgbl. var einn aðalmálsvari einka-
auðmagnsins, eins er J. J. tvímælalaust einn aðalmál-
svari bankaauðvaldsins og velur þessa hlálegu leið til
að verja það. Og nú skulum við rannsaka þá kúgun
þess, sem J. J. ekki sér.
Gagnvart verkamönnum og sjómönnum kemur kúg-
un bankaauðvaldsins sérstaklega fram þannig að
bankarnir eru bakhjarl útgerðarmanna í árásum á
verkalýðinn. Eitt greinilegt dæmi þess var í Vest-
mannaeyja-kaupdeilunni 1932. Þá neitaði Útvegs-
bankinn að lána útvegsmönnum, nema þeir réðu ein-
göngu upp á hlut. Hlutaráðningin þýddi stórkostlega
kauplækkun fyrir sjómenn og varð til þess að fjöldi
þeirra urðu ekki matvinnungar. En Útvegsbankinn
stjórnaði þessari herferð gegn sjómönnunum, sem var
í rauninni hungurárás bankaauðvaldsins á verkalýð-
inn. Hlutaráðningin er einmitt aðferðin til að lækka
kaupið og velta byrðum kreppunnar af auðvaldinu yf-
ir á verkalýðinn. Og þess vegna er það heldur engin
tilviljun að J. J. skuli hæla hlutaráðningunni á hvert
reipi í bækling sínum og kratabroddarnir berjast fyr-
ir henni í reyndinni með oddi og egg. — En J. J. og
kratabroddarnir, sem sitja á hálaunum >hjá auðvaldi
íslands, finst það auðvitað engin kúgun, þó fátækur
sjómaður þræli baki brotnu og hætti lífi sínu í Vest-
mannaeyjasjónum og beri ekki einu sinni nóg úr být-
um til að fæða sig yfir vertíðina.
Gagnvart smáútvegsmönnum kemur kúgun banka-
198