Réttur - 01.10.1933, Side 7
auðvaldsins áþreifanlegast fram í okurrentum þeirra.
Þegar útlánsvextir erlendis eru víðasthvar 3—6% og
ekki hægt að koma fyrir í atvinnurekstrinum nærri
því eins miklu auðmagni og fram býst, sökum krepp-
unnar, þá heimta bankarnir hjer 7—814 % vexti, og
gleypa þar með í rauninni allan hugsanlegan gróða af
smærri og úreltari fyrirtækjum, þó hinsvegar stórfyr-
irtæki og einkum einokunarhringar geti ávaxtað
svo dýrt lánsfé, enda fá þau gjarnan ,,eftirgjöf“,
ef illa gengur, þegar gengið er að þeim smáu. —
Smáútvegsmenn í Vestmannaeyjum hafa áþreif-
anlega fengið að kenna á þessari kúgun bankavalds-
ins. En hvað gerir Jónasi og kratabroddunum það, þó
skuldugur smáútvegsmaður, sem fengið hefir fé að
láni hjá bönkunum, þegar peningarnir voru þrefalt
minna virði en nú móts við vörurnar, verði gerður
gjaldþrota og sviftur húsi og bát, fyrst hann getur
ekki borgað andvirði bátsins þrefalt?
Þá er afstaða bankaauðvaldsins til samvinnufélaga
í útgerð. Er það einn megin þáttur í kenningum J. J.,
— sem og kenningum kratanna, — að með þeim hafi
tekist að yfirstíga auðvaldið og með þeim sé verið að
byggja upp á brunarústum þess.
Það er aðallega um tvennskonar tilfelli að ræða:
1) Þegar einkaaatvinnurekendur víða á landinu
hafa farið á hausinn og skilið eftir skuldirnar og fram-
leiðslutækin hjá bönkunum, liinum eiginlegu drottn-
endum þeirra, hafa bankarnir auðvitað verið knúðir
til að reka þau á einhvern hátt, sem þeim tækist að
græða á þeim. Þeir hafa þá látið mynda samvinnufé-
lag um rekstur línuveiðarans, eða hvað sem fram-
leiðslutækið hét, og gert þannig sjómennina á skipun-
um samábyrga um að greiða bankaauðvaldinu arð
þess: vextina og afborganir. Meira að segja hafa sjó-
menn orðið að ábyrgjast upp í 3000 kr. hver einstak-
lingur. Þegar svo gekk illa, þá töpuðu sjómennirnir
■ekki aðeins öllu kaupi sínu, heldur og því litla af inn-
199