Réttur


Réttur - 01.10.1933, Qupperneq 8

Réttur - 01.10.1933, Qupperneq 8
anstokksmunum eða húskofa, sem þeir höfðu komið sér upp með löngu striti. Gott dæmi þess er hvernig nú á að ganga að sjómönnunum úr „Samvinnufélaginu Haförninni“ í Hafnarfirði. Annað dæmi er nú um „samvinnufélagið Víking“ í Hafnarfirði. Þar eru sjó- mennirnir búnir að þræla 3 ár fyrir einungis 6—700 kr. á ári og nú er verið að ganga að skipinu og bjóða það upp. Tapa þá sjómennirnir því litla, sem þeir höfðu ,eignast‘ í því með þriggja ára striti — og mögu- legt að þeir tapi sínum litlu „eignu,m“ og innan- stokksmunum líka. — Þar og víðar sýnir sam- vinnufélagaaðferðin sig sem hina slungnustu aðferð bankaauðvaldsins til að féfletta sjómennina, svifta þá kaupi og eignum. En J. J. finnst þetta auðvitað eitt dæmið um blessun ,,samvinnuskipulagsins“, og Stefán Jóhann hirðir málaflutningslaunin fyrir hina gjald- þrota sjómenn. Þá er að athuga hin dæmin, sem J. J. og krata- broddarnir eru hrifnastir af, samvinnuútgerð ísafjarð- ar og bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Hefir samvinnan t. d. á ísafirði útrýmt auðvaldinu? Eru samvinnusjómennirnir þar frjálsir af kúgun auð- valdsins? Því fer fjarri. 1 stað eigenda skipanna, sem áður sátu á ísafirði, eru nú komnir aðrir raunverulegir eigendur: bankar Reykjavíkur, xúkið, sænskir fésýslu- menn. Áður græddi auðvaldið á sjómönnum ísafjarð- ar með beinni kaupkúgun, nú græðir það á þeim og heimtar gróðann í mynd vaxta og afborgana. Og þetta bankaauðvald, sem nú á bátana og hirðir gróðann af þeim, telur sjómönnunum trú um, að þeir fái allan af- rakstur vinnu sinnar og séu eigendur bátanna, því auð- vitað verði að standa í skilum með vexti og afborganir. Og það eru einmitt kumpánarnir J. J. og krataforingj- arnir, sem túlka þennan boðskap bankaauðvaldsins til sjómannanna á samvinnufélagsbátunum. Og tilgang- urinn er að fá samvinnufélagssjómennina til að líta á sjálfa sig sem eigendur framleiðslutækja og andstæða 200

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.