Réttur


Réttur - 01.10.1933, Page 9

Réttur - 01.10.1933, Page 9
verkalýðnum í landi. Með þessu mótiá að kljúfa verka- lýðinn á sjó og landi í tvennt og æsa annan hlutann upp gegn hinum, enda verður þess greinilega vart jafnt í þessum bækling J. J. sem og öllum gerðum kratanna. Með þessu móti er fjármálaauðvaldið að skapa sér þjóðfélagslegan grundvöll í verklýðsstéttinni fyrir stefnu sína, fasismann í einni eða annari mynd. (Ath. síldarbr.-deildina í sumar). Og einmitt J. J. og krata- broddarnir ryðja með þessum aðferðum (klofningi) og kenningum fasismanum braut og framkvæma hann að nokkru sjálfir. Þá er bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Með henni skapa broddarnir sér nokkrar vellaunaðar stöður. 8000 kr. „princip“ J. J. er svo sem ekki framkvæmt þar. En gagnvart verkalýðnum er bæjarútgerðin notuð sem sönnun þess að ekki megi hækka kaupið í landi. Og á því að halda tímakaupinu 16 aurum lægra en í Reykjavík, græðir bæjarútgerðin í Hafnarfirði bara á landverkalýðnum um 13000 kr. á ári. — En á sama tíma, sem verkalýður Hafnarfjarðar er þannig arð- rændur af bæjarútgerðinni fram yfir það, sem Kveld- úlfur o. fl. ræna af verkalýð Reykjavíkur, — er gróð- inn til f jármálaauðvaldsins greiddur mótmælalaust og hvergi möglað. Samvinnufélögin og bæjarútgerðin, — fyrirkomu- lagið, sem J. J. og kratabroddarnir dásama svo mjög, — verður því beinlínis verkfæri í hendi hins drottn- andi auðvalds í landinu, til að féfletta verkalýð og sjómenn, kljúfa verkalýðsstéttina í baráttunni eða halda henni frá baráttu, ef áhrif broddanna verða nógu sterk. Bankaauðvaldið — og J. J. — hafa því alla ástæðu til að verða ánægð með „hagnýta frið- samlega þróun“ þessara fyrirtækja. Þá komum við loks að afstöðu bankaauðvaldsins til bænda. Allur bæklingur J. J. er lofgerð um blessun „samvinnunnar” fyrir bændur. Og staðhæfingin, sem 201

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.