Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 14
allra þeirra, sem barist hafa fyrir frelsi undirokaðra
þjóða og stétta allt frá Bandaríkjunum til Búalands
og frá Sidney til Manchester, — að þetta hervald
skuli sent til að kæfa frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu
í blóði undir grímu þess að vernda lýðræðið! En þessi
hræsni verður skiljanlegri, þegar menn íhuga að sami
maður kemur líka með það heillaráð í innanlandspóli-
tík sinni að „vernda lýðræðið“ með því að framkvæma
fasismann!
Og svo móðgast J. J. stórlega yfir að vera talinn
einn aðalfulltrúi erlenda bankaauðvaldsins á íslandi.
Það hefir þó minnsta kosti enginn talað skýrar fyrir
þess munn á sama tíma sem helmingur allra borgara-
legra ríkja í Evrópu hættir greiðslu vaxta og afborg-
ana af ríkisskuldum sínum.
Þannig er þá ástandið í íslenzka þjóðfélaginu. Fá-
menn klíka Reykjavíkurauðvaldsins — nátengd út-
lendu auðmagni — drottnar ýmist yfir öllum auð-
lindum landsins eða öllum tækjum til að nota
þær, isem kemur út á eitt. — Hún á fulltrúa sína í
bankaráðum og bankastjórnum allra bankanna, í
stjórn íiskhringsins, í innflutnings- og gjaldeyris-
nefnd, í stærstu togarafélögunum, í heildsöluhringn-
um og S. í. S. Hjá bankaauðvaldinu koma allir þræð-
irnir saman. Þar er miðstöð auðvaldsins í landinu.
Til þess að útvegaReykjavíkurauðvaldinugróðasinn
og gæðingum þess 10.00—60.000 kr. árstekjur verða
tugir þúsunda verkamanna að sætta sig við árstekjur
allt niður í 400 kr., verður fjöldi þeirra að ganga at-
vinnulaus, verða þúsundir bænda að búa við árstekjur
upp á 200—600 kr., verða hundruð „samvinnu“-sjó-
manna og smáútvegsmanna að þræla baki brotnu fyrir
lítið — máske ekkert, verða mörg hundruð hlutaráðn-
ingarsjómenn að þræla í verstu vinnu, sem til er á Is-
landi, og vera ekki matvinnungar.
Aðeins arðurinn, sem píndur er út úr alþýðunni, í.
206