Réttur - 01.10.1933, Síða 15
rentum til útlenda auðvaldsins (af 80 milj. kr. skuld-
um sem jafngilda um helming ,,þjóðarauðsins“) nem-
ur 250 kr. á meðal verkamannafjölskyldu árlega. —
Skatturinn til ríkisins gegnum tollaránið nemur um
500 kr. á þá sömu. og þó er aðalatriðið eftir:
Arðurinn af vinnu verkalýðsins, sem auðmannastétt-
in rænir, — rentur af veðsettu jörðunum, sem bank-
arnir og aðrir lánardrottnar taka, — það arðrán, sem
eg ekki hefi tölur yfir.
Og svo kveina þessir valdhafar og kvarta um tap af
útgerðinni, tap á skuldum o. s. frv. En meðan sjó-
mennirnir farast á fúnandi togurunum og engin ,,efni“
eru til að fá nýja í staðinn, — byggja togaraeigend-
ur sér voldugustu skrauthýsin. O'g þúsundir verka-
manna ganga atvinnulausar, óskandi einskiis frekar
en að fá að nota' vinnuafl sitt, fá að þræla fyrir brauði
sínu, — en Jónas Ifrá Hriflu hrópar til þeirra: ,,Hér
er stórt land með miklum náttúrugæðum, sem standa
þjóðinni opin til notkunar.“ — „Á íslandi hafa allir
fullorðnir menn kosningarétt og rétt til hvaða atvinnu
sem er.“ (Bls. 23).
Og ef einhverjum kynni að finnast þetta full napurt
háð, og þykja það „þunnar trakteringar“ að hafa
„rétt“ til að vera t. d. togaraskipstjóri, en fá ekki einu
sinni mótorbátispláss, — þá tilkynnir sami Jónas að
lokum, að samvinnumönnum hafi loks tekist að stíga
á einu sviði „hið fyrsta spor í rétta átt“, „með því að
skapa öfluga lögreglu í bæjunum, til að geta haldið
uppi friði og reglu, eins og samboðið er siðaðri þjóð.“
„Siðuð þjóð“ getur verið full þekkt fyrir að svelta
atvinnuleysingja sína, hæðast að þeim með því að vísa
þeim á „opin náttúrugæði" til að róta upp með hönd-
unum og isegja þeim að þeir ha|fi rétt til að verða sam-
vinnuskólastjórar eða dómsmálaráðherrar, — en að
veita þeim atvinnuleysisstyrk til að lifa af — það
getur hún ekki verið þekkt fyrir! Og ef þeir krefj-
ast hans, þá er lögreglan til taks að svara, — og ef
207