Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 18
sem Iforusta allra vinnandi stétta, taki ríkisvaldið í sínar hendur, komi á alræði öreigalýðsins, svifti auð- mannastéttina eignarréttinum á atvinnutækjunum og- fái þau verkalýðnum í hendur, stryki út iskuldir fá- tækra bænda o'g fiskimanna, og leggi þar með grund- völlinn að þjóðfélagi, þar sem yfirstétt og undirstétt séu ekki lengur til, heldur aðeins vinnandi mannkyn,. sem sameiginlega eigi náttúrugæðin og atvinnutækin og njóta ávaxta starfs síns og jarðargróðans. Leiðin til sosialismans, til afnáms auðvaldsskipu- lagsins, það er okkar leið út úr kreppunni — og sú leið verður eingöngu farin með vægðarlausri dægur- baráttu verkalýðsins, vörn gegn hungurárásum auð- valdsins, sókn fyrir bættum lífskjörum. Og takmark þeirrar sóknar er verklýðsbyltingin, sem leggur grund- völlinn að þjóðfélagi sosialismans. En leið Jónasar frá Hriflu og hans skoðanabræðra, ,,lýðræðissinna“ sem fasista, það er festing auðvalds- ins, aukin völd yfirstéttarinnar með auknu arðráni á verkalýðnum og vaxandi eymd allrar alþýðu. Hin „friðsamlega þróun“, sem J. J. hælir svo mjög, er ein- mitt leiðin, sem auðvaldið er að reyna að brjótast út úr kreppunni. Ríkisstjórn Jónasar frá Hriflu var held- ur ekkert annað en nefnd auðmannastéttarinnar til að framkvæma hungurárásir hennar á verkalýðinn. Hvað var við'hald hlutráðningarinnar í vaxandi verð- lækkun? Hvað voru sultarlaun vegavinnumanna þá, sem J. J. og kratabroddarnir nú þykjast bera svo mikla umönnun fyrir? Hvað var árásin á verkakvenna- taxtann í Garnastöðinni í Reykjavík? Hungurárásir auðvaldsins, studdar af lögregluliði „lýðræðisstjórnar- innar“, þegar á þurfti að halda. Hver lét fangelsa for- ingja atvinnuleysingjanna í Reykjavík 1930? Hver hótaði að stöðva ríkisverksmiðjuna á Siglufirði ár- langt ef verkalýðurinn þar heimtaði bætt kjör? Hver hlífði hinsvegar fasistisku ofbeldismönnunum frá Keflavík — og fjárglæframönnum bui'geisastéttarinn- 210

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.