Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 19

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 19
ar — (það var svo sem ekki verið að fangelsa þá um- svifalaust) ? Það gerði ,,lýðræðisráðherrann“ Jónasfrá Hriflu. Allar þessar árásir auðvaldsins á lífskjör og samtakarétt verkalýðsins voru svo enn auknar með þyngdum tollum, eftirgjöfum á tekju- og eignaskött- um við auðmennina og sérstaklega með sívaxandi at- vinnuleysi, sem á engan hátt var reynt að bæta úr, þvert á móti neitað um atvinnuleysisstyíki og — tryggingar. Öll pólitík ,,lýðræðisflokkanna“ 1928—31 var til- raun auðvaldsins til að fara sína leið út úr kreppunni — leið hungurárásanna á verkalýðinn — og til þess að reyna að komast þá leið beitir auðvaldið sífellt fasistiskari aðferðum. En hungurárásirnar eru aðal- atriðið — tilgangurinn — takmarkið með fasisma auðvaldsins. Hið fasistiska ofbeldi er ráðið, sem það notar í vaxandi mæli til að framkvæma þær. Og þess vegna er það að framkvæmendur hungurárásanna eru um leið brautryðjendur fasismans, — en Kommún- istaflokkurinn, sem berst gegn þeim í fylkingarbrjósti verkalýðsins, eini virkilegi andstöðuflokkur fasismans. Það þarf ekki nema minna enn einu sinni á 7. júlí, 9. nóv. 1932, Keflavíkui’- og Bolungavíkurofbeldið, morðtilraunina við Isleif Högnason, íkveikjuna í fund- arhúsi kommúnista á Siglufirði, Novuverkfallið, 9. nóv. 1933 — til þess að þróun og efling fasismans á fslandi standa ljóslifandi fyrir sjónum manna. Og alla þessa þróun fasismans -hefir Framsókn og Alþýðuflokkurinn stutt ýmist leynt eða ljóist, beint eða óbeint og vitandi vits rutt brautina fyrir fasismanum með klofningu sinni á verklýðssamtökunum, einbeitingu baráttu sinn- ar gegn kommúnismanum, viðhaldi hins borgaralega lýðræðis og auðvaldsins í baráttunni gegn sosialism- anum undir kjörorðinu ,,hið skárra af tvennu illu“. Og alla sína, „fræðikenningu“ byggja þessir flokkar á því að þeir vilja „hægfara þróun“ en ekki byltingu. Allar árásir sínar á K. F. f. byggja þeir á því, að hann vilji 211

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.