Réttur - 01.10.1933, Qupperneq 20
byltingu, og Kommúnistaflokkurinn vill byltingu, af
því hann vill sosialismann og veit að honum verður
ekki komið á öðruvísi — eins og reynslan í Rússlandi
og Þýzkalandi bezt hefir sannað. Og hvaða heilvita
manni getur líka dottið annað í hug, ef hann ‘hefir op-
in augu fyrir þróun auðvaldsins á isíðustu árum?
Þegar það þurfti að slá niður alla lögregluna í
Reykjavík, til að hindra launalækkun í atvinnubóta-
vinnunni, — þegar það þurfti að salfna mörg hundruð
verkamanna varnarliði á Akureyri til að hindra kaup-
lækkun við tunnugerðina, — hvað mun þá þurfa til að
margfalda laun verkalýðsins og afnema að lokum
launaþrældóminn, til að gefa verkalýðnum ,,villur“
burgeisanna, afnema atvinnuleyisið, margfalda iðnað-
inn og útgerðina á grundvelli sósíalismans og upp-
ræta síðustu leyfar af stétt Magnúsar Guðmundsson-
ar, Eggerts Claessens og Héðins Valdemarssonar?
Þegar burgeiisastéttin nú þegar vopnar lið í landinu
með aðstoð Jónasar frá Hriflu og Héðins Vald., til
þess að framfylgja hungurárásum sínum, — og otar
blóðþyrstum hvítliðum, ásamt Ifasistiskum götuskríl
yfirstéttarinnar gegn verkalýðnum við hvert tækifæri,
— þá verður verkalýðurinn einnig að búa sig til vopn-
aðrar uppreisnar, ef hann á að sigra. Að prédika yfir
honum friðsamlega breytingu auðvaldjsskipulagsins,
það er hlutverk þeirra manna, sem vilja teyma hann
eins og lamb undir fallöxi fasismans. Það er stundum
verkaskifting hinna opinberu og dulklæddu fasista að
annar reiði blóðöxi fasismans til höggs, en hinn bindi
fyrir augu ,,fórnardýrsins“ á meðan með friðarblæju
lýðræðisins. Jónas frá Hriflu og krataforingjarnir leika
tíðum hið síðara Ihlutverkið — en það er undir verka-
lýð Og vinnandi stéttum íslands komið hvort þeim
tekst að framkvæma það. En þess vegna beinir Komm-
únistaflokkurinn aðalárás sinni að þessum mönnum í
höfuðorustunni við auðvaldið, að fyrst verður hann að
rífa blekkingarblæju lýðræðisins og hinnar friðsam-
212