Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 22
arnir daglega í Alþýðublaðinu — býður sig til að framkvæma, — sú barátta, sem þeir herrar bjóða sig til að heyja, er því einmitt það að vinna hlutverk fas- ismans: uppræta kommúnismann — sem sé „forðast“ fasismann með því að framkvæma hann sjálfir! Skýrara gat J. J. ekki lýst hlutverki sínu í íislenzk- um stjórnmálum, — og það er gömul regla, að J. J. segir það, sem kratarnir hugsa. J. J. og „lýðræðisflokkarnir“ játa sig með þessu vera það, sem þeir sýna sig í reynslunni: keppinauta hinna fasistisku flokkanna um 'hvor þeirra fái að reyna að vinna þarfasta verkið fyi'ir auðvaldsskipulagið, — en ekki isem andstæðingar þeirra í öðru en þessari samkeppni. Það sannast hér greinilega, sem Stalin seg- ir í „Leninismanum“ að sosialdemokratarnir og fasist- arnir séu tvíburar, að kratarnir séu nokkurskonar vinstri ai’mur fasismanis. ,,Bai'átta“ J. J. og „lýðræðisflokkanna“ við „íhald- ið“, þ. e. barátta þeii'ra um að fá að nota „sínar eigin“ ofbeldisaðferðir við að reyna að „uppræta komrnún- ismann“ og einmitt í beitingu þesi3ara aðferða sýna þeir bezt hvernig þeir nálgast fasismann meir og meir og ryðja honum brautina. Tilraunir J. J. til að uppræta kommúnismann hafa gefist illa. Hann í'ak 2 efnilega fátæka unglinga úr Menntaskóla Noi’ðurlands til að uppræta kommún- ismann í skólanum, en skólarnir hafa aldrei vei'ið í'auðari en núna. Hann sendi lögreglu á vei'kalýð Reykjavíkur í ,,gai'naslagnum“, — en verkalýðurinn sýndi þjónum hans mátt sinn 9. nóv. Honum hefir því þótt visisara að leita sér liðsinnis hjá íhaldinu til að koma ríkislögreglu á o’g láta vopna hana, til að ,,upp- ræta kommúnismann“. „Verndun lýðræðisins" er hjá J. J. fólgin í því að uppræta það smátt og smátt, og ryðja þannig brautina fyrir algert afnám þess. Það er sama brautin og ,,lýðræðisflokkarnir“ gengu í Þýzkalandi. Hér hafa þeir af því ekkert lært — og 214

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.