Réttur


Réttur - 01.10.1933, Page 25

Réttur - 01.10.1933, Page 25
í hærra ,,upplagi“ en áður. Sovétbyltingin er á dag- skrá í Þýzkalandi. Og spádómar hinna auðtrúu ,,lýðræðis“-pOi3tula reynast álíka sannir á öðrum sviðum. J. J. telur að í Frakklandi sé byltingarstefnan skoð- uð sem fjarstæða, — en einmitt þar er baráttan milli fasisma og sosialiisma orðin svo skörp, að allslherjar- verkfall er háð í landinu 12. febr. gegn fasismanum og 4 miljónir verkamanna fylkja liði á götum úti mestmegnis undir forystu kommúnistaflokksins oig undir kjörorðum sovétbyltingarinnar. Og „L’Human- ité“ eykur upplag sitt upp í 600.000, meðan J. J. segir að það hafi veslaist upp. J. J. hefir viðtal við „Nýja dagblaðið“ eftir að hann kom frá Spáni og segir ,,lýðræðisstjórnina“ fasta í sessi og að kommunista gæti varla. En nú logar landið í verkföllum undirforystu kommúnista, framrás fasismanis hefir verið stöðvuð, þótt hann nyti góðrar aðstoðar ,,lýðræðisstjórnarinnar“ og barátta verka- lýðsins mun tvímælalaust halda áfram að aukast unz bylting hans sigrar. Það eru ekki aðeins spádómar og skýjaborgir J. J., sem hrynja þannig í rústir. Það eru allar blekkingar „friðar“- og ,,lýðræðis“-glamraranna um víða veröld, sem gufa upp fyrir þróun veruleikans. Kjörorð auð- valdsins er ekki „friður og lýðræði“, nema rétt á ein- staka stað á blá-yfirborðinu. Pólitík auðvaldsins nú er: stríð út á við, harðstjórn heima fyrir — og gegn þeirri pólitík hervæðist verkalýðurinn um víða veröld. Hinum byltingarsinnaða verkalýð er ljóst, það sem 12. og 13. aðalfundur framkvæmdanefndar Alþjóða- ,samb. kommúnista sannaði, að hið nýja tímabil styrj- alda og byltinga væri fast fyrir dyrum, og — eins og styrjaldirnar milli Japan og Kína, Bolivíu ogParaguay, eru forboðar hinna voldugu styrjalda á því tímabili, eins eru uppreisnirnar í Austurríki og Kúba, allsherj- arverkföllin á Frakklandi og Spáni og sigursæl sókn 217

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.