Réttur - 01.01.1985, Síða 5
kvennaársins voru jafnrétti — framþróun
— friður. Á ráðstefnu S.þ. í Kaupmanna-
höfn árið 1980 sem athuga skyldi málefni
kvenna á miðjum kvennaáratugi var bætt
við áhersluatriðunum vinna — heilbrigði
— menntun.
1983 báðu S.þ. ríkisstjórnir aðildar-
ríkja um skýrslu til Efnahags- og félags-
málaráðsins um hlut kvenna í þróun.
Skýrsla um ástand á íslandi var samin af
Jafnréttisráði og send á s.l. ári. 1984 ræddi
svo allsherjarþingið stöðu kvenna undir
lok kvennaáratugar og samþykkt voru
drög að undirbúningi ráðstefnu í Nairobi
í júlí á þessu ári. Sú ráðstefna á að meta
stöðuna og gera tillögur um forgangsatriði
og leiðir fram til ársins 2000. Við matið
skal litið á stöðu kvenna í landbúnaði,
iðnaði, versluna, vísindum, tækni og orku.
íslenskar konur hafa tekið virkan þátt
á ýmsum sviðum í þessu átaki S.þ. Konur
hér á landi voru tilbúnar til þessarar þátt-
töku einkum vegna þess að allt frá árinu
1970 hafði verið endurvakin og öflug um-
ræða hér á landi um stöðu kvenna og hlut
þeirra á við karla. Þar bar stofnun Rauð-
sokkahreyfingarinnar árið 1970 hæst og
öflugt starf hennar fram að og fram yfir
kvennaárið. Stefnubreyting í umræðu og
starfi Kvenréttindafélags íslands kom þar
einnig til.
Rauðsokkahreyfingin átti frumkvæðið
að kvennafrídeginum á degi S.þ. 24. okt.
1975 eða réttum fimm árum eftir stofnun
hreyfingarinnar. Þennan dag lögðu tugir
þúsunda kvenna niður vinnu til þess að
leggja áherslu á mikilvægi starfa sinna og
yfir 20 þús. konur söfnuðust saman á
Lækjartorgi í Reykjavík. Atburður þessi
varð heimsfrétt. Kröfur þessa dags eiga
flestar við enn í dag.
Sjálfsagt er að íslenskar konur noti sér
þessa alþjóðlegu samstöðu sem S.þ. hafa
átt frumkvæðið að með því að þrýsta á
um úrbætur hér á landi og kynna sem best
þær kannanir sem gerðar hafa verið um
stöðu kvenna hér. Við þurfum líka að
fylgjast grannt með því sem nágranna-
lönd okkar eru að gera í þessum efnum.
Að frumkvæði Jafnréttisráðs var stofnuð
hér svonefnd 85-nefnd. Hún hefur stofn-
að til nokkurra starfshópa kvenna: Iista-
hóps, gönguhóps, fræðslu- og mennta-
hóps, launa- og atvinnuhóps og alþjóða-
hóps. Auk þess mun nefndin standa fyrir
tölfræðilegri úttekt á núverandi stöðu
kvenna á íslandi.
Barátta á mörgum vígstöðvum
Konur eru undirokaður hópur í öllum
þjóðfélögum, líka í okkar vestrænu vel-
ferðarþjóðfélögum. Par eru þær meðal
annarra minnihlutahópa og oftast einnig
hluti af þeim, einum eða fleirum. Þannig
getur t.d. svört kona í Bandaríkjunum
verið kúguð sem kona bæði á heimili sínu
og utan þess, sem blökkumaður í hópi
hvítra (bæði kvenna og karla), sem arð-
rændasta eða ódýrasta vinnuaflið á vinnu-
markaðnum eða sem atvinnuleysingi.
Á sama hátt getur kona á íslandi verið
undirokuð sem kona heima og heiman,
verið hluti af undirokaðri verkalýðsstétt í
atvinnulífinu og þar með þurft að selja
vinnuafl sitt fyrir lægstu laun sem
þekkjast. Þar deilir hún kjörum með
körlum (einkum þeim yngstu og elstu á
vinnumarkaðnum). Hún getur einnig ver-
ið búsett á landsbyggðinni og þar með
verið í minnihluta gagnvart Reykjavíkur-
svæðinu ásamt körlum sem lifa við sömu
aðstæður. Til viðbótar má nefna þá skoð-
anakúgun sem stórir hópar mega þola fyr-
ir sakir andstöðu við skoðanir ríkjandi
valdastétta. Svona mætti lengi telja.
5