Réttur


Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 5
kvennaársins voru jafnrétti — framþróun — friður. Á ráðstefnu S.þ. í Kaupmanna- höfn árið 1980 sem athuga skyldi málefni kvenna á miðjum kvennaáratugi var bætt við áhersluatriðunum vinna — heilbrigði — menntun. 1983 báðu S.þ. ríkisstjórnir aðildar- ríkja um skýrslu til Efnahags- og félags- málaráðsins um hlut kvenna í þróun. Skýrsla um ástand á íslandi var samin af Jafnréttisráði og send á s.l. ári. 1984 ræddi svo allsherjarþingið stöðu kvenna undir lok kvennaáratugar og samþykkt voru drög að undirbúningi ráðstefnu í Nairobi í júlí á þessu ári. Sú ráðstefna á að meta stöðuna og gera tillögur um forgangsatriði og leiðir fram til ársins 2000. Við matið skal litið á stöðu kvenna í landbúnaði, iðnaði, versluna, vísindum, tækni og orku. íslenskar konur hafa tekið virkan þátt á ýmsum sviðum í þessu átaki S.þ. Konur hér á landi voru tilbúnar til þessarar þátt- töku einkum vegna þess að allt frá árinu 1970 hafði verið endurvakin og öflug um- ræða hér á landi um stöðu kvenna og hlut þeirra á við karla. Þar bar stofnun Rauð- sokkahreyfingarinnar árið 1970 hæst og öflugt starf hennar fram að og fram yfir kvennaárið. Stefnubreyting í umræðu og starfi Kvenréttindafélags íslands kom þar einnig til. Rauðsokkahreyfingin átti frumkvæðið að kvennafrídeginum á degi S.þ. 24. okt. 1975 eða réttum fimm árum eftir stofnun hreyfingarinnar. Þennan dag lögðu tugir þúsunda kvenna niður vinnu til þess að leggja áherslu á mikilvægi starfa sinna og yfir 20 þús. konur söfnuðust saman á Lækjartorgi í Reykjavík. Atburður þessi varð heimsfrétt. Kröfur þessa dags eiga flestar við enn í dag. Sjálfsagt er að íslenskar konur noti sér þessa alþjóðlegu samstöðu sem S.þ. hafa átt frumkvæðið að með því að þrýsta á um úrbætur hér á landi og kynna sem best þær kannanir sem gerðar hafa verið um stöðu kvenna hér. Við þurfum líka að fylgjast grannt með því sem nágranna- lönd okkar eru að gera í þessum efnum. Að frumkvæði Jafnréttisráðs var stofnuð hér svonefnd 85-nefnd. Hún hefur stofn- að til nokkurra starfshópa kvenna: Iista- hóps, gönguhóps, fræðslu- og mennta- hóps, launa- og atvinnuhóps og alþjóða- hóps. Auk þess mun nefndin standa fyrir tölfræðilegri úttekt á núverandi stöðu kvenna á íslandi. Barátta á mörgum vígstöðvum Konur eru undirokaður hópur í öllum þjóðfélögum, líka í okkar vestrænu vel- ferðarþjóðfélögum. Par eru þær meðal annarra minnihlutahópa og oftast einnig hluti af þeim, einum eða fleirum. Þannig getur t.d. svört kona í Bandaríkjunum verið kúguð sem kona bæði á heimili sínu og utan þess, sem blökkumaður í hópi hvítra (bæði kvenna og karla), sem arð- rændasta eða ódýrasta vinnuaflið á vinnu- markaðnum eða sem atvinnuleysingi. Á sama hátt getur kona á íslandi verið undirokuð sem kona heima og heiman, verið hluti af undirokaðri verkalýðsstétt í atvinnulífinu og þar með þurft að selja vinnuafl sitt fyrir lægstu laun sem þekkjast. Þar deilir hún kjörum með körlum (einkum þeim yngstu og elstu á vinnumarkaðnum). Hún getur einnig ver- ið búsett á landsbyggðinni og þar með verið í minnihluta gagnvart Reykjavíkur- svæðinu ásamt körlum sem lifa við sömu aðstæður. Til viðbótar má nefna þá skoð- anakúgun sem stórir hópar mega þola fyr- ir sakir andstöðu við skoðanir ríkjandi valdastétta. Svona mætti lengi telja. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.