Réttur - 01.01.1985, Page 14
ELÍSABET PORGEIRSDÓTTIR:
Innan eða utan kerfis
Smásaga
Ég sá honum bregða fyrir frammi á
gangi, eins og hann væri að leita verk-
stjórans. Ég stóð við borðið mitt, hinu
megin við glerdyrnar, með hníf í hönd og
grálúðu að beita skapi mínu á.
Hann hvarf strax aftur, birtist rétt eins
og skot í kvikmynd, eitt augnablik.
Kannski talaði hann við verkstjórann.
Líklega náði hann ekki sambandi við
þann mann frekar en vinkona mín, sem
skar sig í dag og var svo auðmjúk að
spyrja það háa yfirvald hvort hún mætti
skreppa yfir á sjúkrahús, því kannski
þyrfti að sauma. Eftir skotin sem hún
fékk frá þeim hæsta, gekk hún rauðeygð
framhjá okkur, heim og grét í tvo tíma
áður en hún fékk sig til að fara og láta
binda um. Hann sagði nefnilega að ef hún
endilega vildi fá læknisvottorð og frí í
viku, mætti hún fara annars væri það
óþarfi.
Verkstjórinn var að útskýra nýjung fyr-
ir mönnum að sunnan, vél sem er í
hönnun í húsinu og kemur til með að
vinna helming starfs okkar, sjálfvirk
pökkunarvél með samvalsvog. Skorinn
fingur skiptir þá engu máli og því síður
hann, sem ég sá bregða fyrir eitt augna-
blik á ganginum.
Hann hafði unnið hjá fyrirtækinu að
minnsta kosti í tíu ár, reyndar ekki hvern
dag, en þegar hann mætti vann hann vel
og var harður. Þegar hann mætti ekki,
fékk hann einfaldlega ekki kaup, því
hann vissi ekki að hann ætti rétt á læknis-
vottorðum eins og aðrir.
Hann bjó í litlu herbergi upp í risi á
eldgömlu húsi. Einu sinni bauð hann mér
heim til sín, eftir að ég hafði farið fyrir
hann í Ríkið og keypt hálfa Martini, til
hátíðabrigða frá bökunardropunum. Á
meðan beið hann við húshorn, hundrað
metrum fjær. En hann vildi endilega
gjalda mér viðvikið. - Nu kommer vi
14