Réttur


Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 18

Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 18
einstaklingnum. Hann hefir verið talinn byggja á fullkominni einstaklingshyggju. Ekkert getur verið fjær réttu... (Á þjóð- veldistímanum) skapaði félagshyggja ís- lendinga ný félagsleg sambönd, og leiddu þau sum til þess þroska, að slíkum hafa þau eigi náð hjá öðrum þjóðum fyrr en á síðustu öldum. Merkast í því efni er skipulag, sem að vissu leyti er hliðstætt félagsmálalöggjöf nútímans... Um allt skipulag þessara mála voru íslendingar langt á undan sínum tíma, og hversu líf- vænlegar þessar nýjungar þeirra voru sést af því, að þrátt fyrir allar þær breytingar, sem orðið hafa á þjóðarhögum á íslandi síðan á lýðveldistímanum þá helst hreppa- skiptingin enn óbreytt. Og hreppurinn hefir enn sitt gamla hlutverk, fátækra- framfærsluna, með höndum jafnframt því, sem honum hafa bætst mörg ný hlutverk...“ Þetta voru orð Ólafs Lárussonar. Síðan rekur Ólafur skipulag fram- færslumála til forna og hvernig hrepparn- ir voru að lögum gagnkvæm tryggingar- félög gegn bruna og falli búpenings. Nú veit ég að mörg ykkar hugsið sem svo: Ætlar maðurinn virkilega að hverfa aftur til þjóðveldisins og leiða hjá sér að svara áðurgreindum spurningum refja- laust? Ónei. Á hinn bóginn vildi ég með þess- um tilvitnunum í hinn mæta mann varpa því ljósi á spurningarnar, að þið mættuð fá sýn til þess raunveruleika, að eftir að íslendingar öðluðust í vaxandi mæli eigin umráð í landi sínu á síðustu áratugum, hefur þeim auðnast að feta í fótspor þeirra er vísuðu veginn á þjóðveldistím- anum í samfélagslegum efnum. Enda þótt margt standi til bóta, hefur okkur tekist býsna vel að byggja hér samfélag frjálsra manna á siðrænum grundvelli samhjálpar og félagshyggju á margan hátt til fyrir- myndar. Nú eru hins vegar veðrabrigði í lofti að þessu leytinu, og svo virðist sem á fertugs- afmæli lýðveldisins muni öldur auðhyggju og markaðshyggju rísa svo hátt, að full- komin hætta er á, að hér verði snúið við blaði. Ég veit ekki hvað pendúllinn ætlar langt í bakslaginu, en hrópað er fullum rómi: Seljum ríkisfyrirtækin, báknið burt, minnkum félagslega þjónustu, seljum, seljum... og þessi ágæta ráðstefna Stjórnunarfélagsins er haldin í miðjum stormbelj andanum. II. Víkjum þá sögunni til Adams Smith. Hann er höfundur þeirrar kenningar hinnar klassísku hagfræði að frjáls markaðs- verðmyndun tryggi við allar framleiðslu- aðstæður besta efnahagsafkomu þjóðfé- lagsins, jafnt fyrir fyrirtæki sem fyrir þegnana. Þegar próf. Ólafur Björnsson var að útskýra þessa kenningu fyrir mér í Háskólanum á sínum tíma, talaði hann um, að konan með innkaupatöskuna ætti að ráða allri efnahagsframvindunni og að ríkið ætti aðeins að fara með nokkurs konar næturvarðarhlutverk. Samkvæmt þessari kenningu á hið opin- bera eingöngu að annast löggæslu, dómsmál og landvarnir en hinn frjálsi markaður á að sjá um allt hitt. Hið opin- bera á þó að setja leikreglurnar á hinum frjálsa markaði og sjá um að eftir þeim sé farið, en ríkið á ekki að trufla markaðs- hagkerfið með eigin þjónustustofnunum eða fyrirtækjum. Það er heldur ólystugt eyrnakonfekt að heyra menntaða menn nú til dags lofsyngja þessa næturvarðarkenningu, hvort sem þeir gera það með tilbrigðum Miltons 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.