Réttur - 01.01.1985, Side 20
opinbera þjónustu og eftirláta hana
einkarekstrinum og hinum frjálsa mark-
aði. Ekkert er fjær lagi, ef menn vilja
halda uppi því velmegunarstigi, sem við
höfum náð.
Þótt ekki henti alltaf að fara með tölur
í svona erindi, má ég til með að bregða
upp nokkrum tölum úr hagskýrslum
OECD, sem eru upplýsandi fyrir þessa
umræðu.
Þegar samneyslutölur þjóða í helstu
iðnríkjum heims eru bornar saman, kem-
ur í ljós, að samneyslan er mest í Svíþjóð,
29%, og minnst í Japan, 10%, hvort
tveggja miðað við verga þjóðarfram-
leiðslu.
Sem hópur í Evrópu eru Norðurlöndin
efst með meðaltalssamneyslu um 23% og
ísland þeirra neðst með tæp 19% og ligg-
ur því í meðaltali Evrópuríkjanna. Allt
eru þetta hundraðshlutföll af vergri þjóð-
arframleiðslu 1981.
Vegna langvinnrar umræðu hérlendis
um „fjárlagagatið“ svonefnda, eru þær
tölur forvitnilegar í hagskýrslum OECD,
sem lúta að rekstrarútgjöldum hins opin-
bera.
Rekstrarútgjöld hins opinbera á íslandi
1981 námu 29% af vergri þjóðarfram-
leiðslu. Á hinum Norðurlöndunum námu
ríkisútgjöldin að meðaltali á sama ári
49% af vergri þjóðarframleiðslu. Við
erum í rekstrarútgjöldum hins opinbera
langt fyrir neðan Bandaríkin, Þýskaland,
Frakkland, Bretland, Ítalíu, samkvæmt
sömu viðmiðun. Meðaltalstala Efnahags-
bandalagsríkjanna í rekstrarútgjöldum
hins opinbera 1981 nam 46% af vergri
þjóðarframleiðslu á meðan okkar hlut-
fallstala var 29%.
En mesta athygli vekja samanburðar-
tölur úr þessum hagskýrslum, er lúta að
opinbera geiranum í heild, þ.e. heildarút-
gjöld ríkis og sveitarfélaga, rekstrarút-
gjöld í þrengri merkingu, fjárfesting öll
og allar fjármagnstilfærslur úr opinbera
geiranum til einstaklinga.
Slík heildarútgjöld á íslandi 1981 námu
36,6% af vergri þjóðarframleiðslu og er
það ekki nema % af meðaltalshlutfalli
hinna Norðurlandanna, sem var 53%.
Sambærilegt hlutfall Efnahagsbandalags-
ríkjanna var 50% að meðaltali eða rúm-
lega þriðjungi meira en hér.
Ég er að rekja þessar tölur af þeirri
ástæðu einni, að þessar samanburðarstað-
reyndir vilja gleymast í umræðunni, þar
sem því er mjög einhliða haldið að fólki,
að í samneyslu og umsvifum hins opin-
bera séum við íslendingar komnir út yfir
öll skynsamleg mörk.
IV.
Ég sagði í upphafi, að okkur hefði tek-
ist býsna vel að byggja hér upp þjóðfélag
á grundvelli samhjálpar og félagshyggju,
þótt ýmislegt stæði enn til bóta.
Svar mitt við fyrri spurningunni:
Hverju þjónar sala ríkisfyrirtækja verður
því á þá leið, að með hliðsjón af því sem
ég hefi hér að framan rakið, þjónar sala
ríkisfyrirtækja ekki framþróunartilgangi
þjóðfélagsins og er því spor aftur á bak á
íslandi. Nú er að vísu ekki hægt að setja
öll ríkisfyrirtæki á sömu hilluna og gildir
svarið því ekki um hvert einstakt þeirra,
heldur þýðir svarið, að almennt vil ég
ekki draga úr umsvifum ríkis og sveitarfé-
laga og fá þjónustuhlutverk þessara aðila
í hendur einkarekstrinum á frjálsmarkaðs-
grundvelli. Þetta þarfnast frekari útskýr-
inga.
Til einföldunar er rétt að skipta fyrir-
tækjum hins opinbera í tvo megin flokka,
þar sem annar flokkurinn sinnir félags-
20