Réttur


Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 22
síðast að vera hlutverk einkaframtaksins, með aðstoð innlends og erlends fjár- magns að hafa forustu um þessa mikil- vægu framleiðslugrein framtíðarinnar“. Kveikjan að þessu Reykjavíkurbréfi var hins vegar þingsályktunartillaga fyrir nokkrum árum, þar sem ríkisstjórninni var falið að hafa forustu um að komið verði á fót öflugum lífefnaiðnaði. Síðan kemur þessi setning í bréfinu: „Einka- rekstrarmenn tóku ekki við sér“. Nú vil ég engu spá um framvindu þess- ara mála varðandi lífefnaiðnaðinn, en þetta minnti mig á annað dæmi, sem nú liggur fyrir sem óumdeilanleg saga: Á Alþingi 1935 fluttu tveir þingmenn, Bergur Jónsson og Bjarni Ásgeirsson, þingsályktun um innlenda sementsgerð. Meðal annars komu fram þau rök fyrir málinu að bæta þyrfti úr því neyðarástandi, sem þá ríkti varðandi mannvirkjagerð í landinu og atvinnuöryggi, en af efnahags- ástæðum varð árið 1935 að skera niður innflutning á sementi og allar horfur á að auka þyrfti þann niðurskurð enn meira á næsta ári. Hvar var einkaframtakið? Nú liðu árin eitt af öðru og byggingar- framkvæmdir jukust í landinu og nokkrir heildsalar fluttu inn sement. Prettán árum seinna 1948, er samþykkt stjórnar- frumvarp um stofnun Sementsverksmiðju ríkisins, flutt af Bjarna Ásgeirssyni, þá ráðherra. Síðari framvindu mála þekkið þið. 1956 var hafist handa um byggingu verksmiðjunnar og starfsemi hófst 1958 og hún hélt upp á 25 ára afmæli sitt 1983. Ef einkareksturinn kæmi nú og segði: „Nú get ég, seljið mér Sementverksmiðj- una“, þá myndi ég segja: „Nei, snúðu þér að einhverju öðru.“ í þessu svari mínu felst afstaða mín til sölu atvinnufyrirtækja, sem hið opinbera hefur stofnað til undir þeim formerkjum, sem ég gat um áðan. Vegna þeirra orða, sem hér áðan féllu um hlutverk sveitarfélaganna í þessum efnum, vil ég taka annað dæmi. Með atvinnuleysi fjórða áratugarins ljóslega fyrir sjónum, ákvað sú ríkis- stjórn, sem kölluð var nýsköpunarstjórn- in, að nota uppsafnaðan gjaldeyrisvara- sjóð til kaupa á atvinnutækjum til landsins, m.a. 30 togara, sem frægt er orðið. Ríkisstjórnin bauð þessa togara þeim, sem treystu sér til að kaupa þá og reka. Síðan gerðist lærdómsrík saga. Undir styrkri forustu Bjama Benedikts- sonar samþykkti bæjarráð Reykjavíkur 21. sept. 1945 að óska eftir því, að til Reykjavíkur yrði úthlutað 20 af þessum 30 togurum, enda hafði hlutfall höfuð- borgarinnar í togaraeign landsmanna hrapað úr 62,8% 1921 niður í 32%. Bjarni ætlaðist til þess að „einkaframtak- ið tæki nú við sér“. En einkaframtakið í Reykjavík stakk höndunum í vasann. Þeir sem fyrir voru í þessari atvinnugrein höfðu allt á hornum sér og töldu sumir þeirra, að við ættum að halda okkur við kolakyntu togarana. Þetta sinnuleysi einkaframtaksins hér í höfuðborginni varð til þess, að hugmynd Steinþórs Gunnarssonar um Bæjarútgerð Reykjavíkur varð að veruleika. Bæjarút- gerðin og umsvif hennar hefur í áratugi verið burðarás í atvinnulífi borgarinnar. Þetta gerðist öðruvísi á Akureyri. í*ar tók einkaframtakið fegins hendi við, nær 700 hluthafar stofnuðu Útgerðarfélag Akureyrar h.f., sem keypti 2 togara. Þetta hlutafélag stóð síðan fyrir myndarlegum rekstri. Þegar hins vegar illa gekk vegna ytri aðstæðna, kom bæjarsjóður Akureyr- ar til aðstoðar af atvinnuöryggisástæðum, I og þegar enn syrti í álinn breytti Akureyr- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.