Réttur - 01.01.1985, Side 26
ísland —
„farsældar Frón“ eða
amerísk árásarherstöð og
nýlenda á ný?
Auðugasta yfírstétt, sem Islandi hefur
nokkru sinni ráðið, er í samráði við
erlenda auðdrottna að tortíma
sjálfstæði landsins, gera fátæktina
aftur að hlutskipti alþýðu — stofna
lífí allra landsmanna í voða.
Sú valdastétt, sem nú ræður íslandi, er ekki aðeins sú auðugasta, sem hér hef-
ur ríkjum ráðið, heldur og sú hættulegasta. íslendingar verða að gera sér fulla
grein fyrir samsetningu hennar og alþjóðlegum samböndum og skuldbindingum.
Sá hluti yfirstéttar þessarar, sem hefur hin raunverulegu völd og auð, er
tvískiptur.
Annarsvegar eru hermangararnir:
Sterkastir í hópi þeira eru „Aðalverktak-
ar hf.“, sem um áratugi hafa setið við
kjötkalta Kanans og safnað auð, sem
vafalítið má telja að fari langt fram úr
milljarði króna (1000.000.000 kr.) í þessu
félagi eru gróðamenn íhalds og Fram-
sóknar tengdir hinum gullnu þrælabönd-
um við bandaríska hervaldið.
Hinsvegar eru spilltustu heild- og um-
boðssalarnir, þeir, sem eru fulltrúar er-
lendra einokunarhringa gegn íslending-
um og semja við þessa herra sína um að
leggja aukagróða sér til handa á vörur til
íslands og geyma þann gróða erlendis,
skattfrjálsan og síhækkandi í dollurum.
Ef til vill er það táknrænt fyrir þessa hluta
valdastéttarinnar að sami maður skuli
vera forstjóri stærsta erlenda auðfélags á
íslandi, Alusuisse, og formaður Verslun-
arráðs íslands. — Til allrar hamingju eru
hinsvegar til í þessari stétt heiðarlegir að-
ilar, en valdið er ekki hjá þeim.
En svo eru tvær aðrar yfirstéttir á ís-
landi, sem að vísu eiga ríka menn innan
sinna vébanda, en þessar stéttir ráða
26