Réttur - 01.01.1985, Page 30
III.
Er hugsjónin um „farsældar Frón“ og „frjálsa þjóð“ týnd
og auð-tröllum gefin?
1942 hafði íslenskur verkalýður brotið gerðardómslög afturhaldsins á bak aftur með
„skæruhernaðinum“, stórhækkað kaupgjald sitt svo gerbylting varð á lífskjörum hans,
kveðið aldalanga áþján fátæktarinnar í kútinn og sýnt sig jafnsterkan auðmannastétt
landsins í baráttunni. Hinn pólitíski sigur verkaiýðsins var svo festur í sessi um skeið með
efnahagslegum ráðstöfunum 1944-47: nýsköpun íslensks atvinnulífs.
En 1947 tók bandaríska auðvaldið til
sín valdið í íslensku efnahagslífi með
Marshalláætluninni og áratuga barátta
við íslenska alþýðu var hafin. Yfirlýst
takmark hins erlenda auðvalds var að
svifta verkalýðinn mestöllu því, sem hann
hafði áunnið sér síðan 1942. Jafnframt að
koma á atvinnuleysi með banninu á hús-
byggingum nema með leyfi hinna erlendu
yfirboðara. Og með lögum, fyrirskipuð-
um af amerísku yfirboðurunum, var doll-
arinn, er verið hafði rúmar 6 kr. 1945,
hækkaður í rúmar 16 kr. 1950. Ennfrem-
ur var í 2. gr. frumvarps þess eins og það
var lagt fyrir Alþingi, ákveðið að ef kaup
verkalýðsins hækkaði skyldi dollarinn
hækkaður að sama skapi.6 Þessa grein
þorðu hinir nýju valdsmenn ekki að láta
standa. Það átti bara að framfylgja henni
og var gert dyggilega: dollarinn var úr 6
kr. 1945 kominn upp fyrir 600 kr. um
1980! — En eilíf barátta var háð um þessa
amerísku fyrirskipun.7 Það var ekki fyrr
en núverandi ríkisstjórn kom til valda og
kom með bráðabirgðalögum á launakúg-
un, fátækt, réttindasviftingum alþýðu og
vægðarlausri gengislækkun, ef svarað var,
— að níðingsskapurinn gagnvart fátækara
launafólki var lög-festur á ný.
Og nú á með endalausum hótunum að
reyna að gera vinnandi íslendinga þá
„minni menn“ að þeir þori ekki að skapa
farsæld á Fróni á ný: drepa skal draum-
inn, kæfa hugsjónina. — Svo hugsar rík-
asta yfirstétt, sem á íslandi hefur lifað, —
og ætlar sér að láta alþýðu borga erlendu
skuldirnar, sem drottnarar hennar hafa
steypt landinu í.
Jóhannes úr Kötlum spurði eitt sinn í
ljóðinu „Frelsi“, er hann hafði lýst fegurð
landsins:
„Og samt á hér að búa þýlynd þjóð
og þræla, greiða auðsins drottni skatt,
og bera enn á klakann list og ljóð
og láta slokkna hjartans innstu glóð?
— Vér spyrjum þá, sem braska með
vort blóð:
Var borguð með því skuldin? Er það
satt?“
En það er ekki aðeins farsæld alþýðu,
sem drepa skal.
Draumurinn um frelsi lands og þjóðar
skal fara sömu leið.
Uppljóstun Archins um djúpsprengj-
urnar 49 sýnir hvernig hervald Bandaríkj-
anna tekur sínar ákvarðanir um ísland —
og mun framkvæma þær, hvað sem nú-
verandi skósveinar þess valds þykjast ætla
að segja. Þeir hafa fyrr beygt sig fyrir 24
tíma úrslitakostum Kanans — og það
meiri menn en Geir og Steingrímur.
Það er ekkert ráð í þessum efnum,
nema gera strax það, sem gera á: Reka
herinn burt og segja ísland úr Nató — allt
30