Réttur


Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 33

Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 33
átti von á fréttum? Þannig hugsaði Lúkas og veitti því ekki athygli að hann var kominn innfyrir girð- inguna hjá’ Don Federico Luna fyrr en hófar hestsins skullu á trébrúnni. Gamli Don Federico Luna! Einu sinni hafði hann sagt við Lúkas, °8 brá fyrir illkvittni í brosi hans, að Lúk- as talaði of mikið um son sinn. Það var yegna þess að Lúkasi varð stundum á að Segja eitthvað á þessa Ieið: — Sjáið þið til; þegar ég þarf að pauf- ast í myrkri sér Fernando um að ég villist ekki, því augu hans eru byrjuð að sjá fyrir °kkur báða það sem augu mín eru hætt að greina. Og það sama gerist þegar handleggirnir bregðast mér, ójá. Áður felldi ég ungt kjarr í tveimur höggum. h!ú felli ég það í einu og hálfu höggi. Hvernig þá? Ha! Það er vegna þess að á eftir mínu höggi kemur högg Fernandos, °8 hann lýkur verkinu í hálfu höggi, drengurinn. Og sæi hann bregða fyrir brosi á and- htum kunningjanna, einsog á andliti Luna, bætti hann við einsog til að breiða yfir aðdáun sína á stráknum: Ekki svo að skilja, að ég vilji hafa hann bara fyrir mig °8 sé að ýkja kosti hans, nei, nei. Ég segi ykkur satt, strákurinn er gersemi, en ég Se8i ykkur líka að synir manns eru einsog f^æ sem önnur lönd og aðrir menn eiga *'ka að njóta góðs af. En nú var Fernando hans kominn óra- 'ar>gt að heiman, hugsaði hann þegar hesturinn steig af brúnni og lagði af stað eftir stígnum heim að stöðinni. Óralangt, svo langt að hann vissi ekki hvert hann Var kominn. Því einn daginn hafði lið- þjálfinn komið með lautinantinn og tvo obreytta og þeir höfðu sett upp nefnd eða eitthvað í þeim dúr heima hjá Lúkasi sjálfum og ungu mennirnir í þorpinu höfðu komið að láta innrita sig. Svo leið tíminn og einn daginn kom skipun um að Fernando ætti að fara til höfuðborgarinnar. Fátt var sagt. Gamla konan hékk um hálsinn á syni sínum dá- góða stund og síðan hafði hún ekki farið út úr húsi alla þessa tuttugu mánuði. Hann hafði hinsvegar fylgt stráknum út að girðingu, þangað sem hesturinn stóð, og strákurinn hafði — annaðhvort af því að honum lá ekkert annað á hjarta eða til að þagga niður í huganum — hann hafði bent á plóginn og sagt með einskonar bros á vör: — Þú mátt ekki nota nýja skaftið fyrr en ég kem aftur, gamli. Mig langar til að vígja það sjálfur! Þarinig hafði þetta gengið í fyrstu. En svo fór að heyrast orðrómur: — Það er sagt að heimurinn sé að farast. — Meira að segja náttúran sjálf, vinur. Aldrei áður hefur þurrkatíminn varað svo lengi. — Þetta er ótrúlegur andskoti! Það er sagt að jörðin bullsjóði og ekkert fræ nái að skjóta rótum eftir að þeir hafa farið þar yfir, og gildir einu hvorir eru þar á ferðinni. Allt bar þetta að sama brunni, en Lúk- as gamli hafði jafnan svar á reiðum höndum: — Takið ekkert mark á þessu. Því fleiri sem segja það, því vitlausara verður það. Undir niðri fannst honum að með þessu svari væri hann að snúa baki við öllu því sem gerðist handan við fjöllin blá. En til hvers ætti hann svosem aö hata áhyggjur? Fernando hafði aldrei brugðist honum, og úr því að hann sagðist mundu koma aftur að vígja plógskaftið, þá mundi hann áreiðanlega gera það, ein- hverntíma. Þegar hér var komið hugsunum hans fann hann að hesturinn seig niður að aft- an og sá að hann var að fara upp brekk- una við stöðina. Hann leit á dyrapallinn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.