Réttur


Réttur - 01.01.1985, Síða 46

Réttur - 01.01.1985, Síða 46
einbeittar til vopna en gert var. Þrátt fyrir deildar meiningar óx ólgan. í október 1905 voru mynduð verka- mannaráð (sovét) í Pétursborg og háð allsherjarverkfall. Ríkisstjórnin var það hrædd að hún setti 17. okt. lög um eins- konar þing (Dúmu) og nokkurt pólitískt frelsi, sem síðar var dregið úr, en til „dúmunnar“ fór fram kosning. En þótt ýmislegt fengist fram, þá skorti það á í byltingarhreyfingunni að skipulagning var ónóg og of lítil þátttaka hjá bænda- stéttinni, sem var 90% íbúanna, þótt ein- stakir hópar bænda rækju gósseigendur burt af stórjörðum sínum. 3. júní, 1907 beitir forsætisráðherrann harðstjórn gegn þingmönnum sósíalista og „duman“ er leyst upp og byltingin á enda. Einhver sögulegasti viðburðurinn í rás byltingarinnar var uppreisn hermannanna á herskipinu „Potemkin" 14. júní 1905 og hefur ein frægasta kvikmynd Eisensteins verið gerð um þann atburð. Stephan G. spáir því í kvæði sínu, að þótt síðar verði muni byltingaröflin frá 9. janúar sigra. Lenin sagði eftir byltinguna 1917 að uppreisnin og byltingarbaráttan 1905 hefði verið einskonar „lokaæfing“ („gen- eralprufa“) fyrir verkalýðsbyltinguna 1917 og sigur alþýðunnar 1917 væri óhugsandi án baráttunnar miklu og fórnfúsu 1905. Þeir virðast hafa verið nokkuð sam- mála um þetta Stephan G. og Lenin. ast gegn henni. Haustið 1917 veiktist hann alvar- lega, var fluttur á hæli í Finnlandi og dó þar vor- ið 1918. Jarðaður í Leningrad. Plechanov var einn afkastamesti rithöfundur og hugsuður tnarxismans í Rússlandi. Meðal kunn- ustu fræðilegra rita hans er „Grundprobleme des Marxismus“, en einnig reit hann mikið um bók- menntir. 2 Sen Katajame (1859-1933). Hóf starfsemina í japönsku verkalýðsfélögunum fyrir aldamótin, eftir að hafa verið í Ameríku um nokkurt skeið. Var hvað eftir annað fangelsaður fyrir verkalýðs- starfsemi sína. Barðist hart gegn stríðinu 1904-5. Var kosinn varaforseti 2. Alþjóðasambandsins á þingi þess 1905. 1914-21 starfaði hann meðal japanskra útflytjenda í Bandaríkjunum og Mexico. Árið 1921 fór hann til Moskvu. Var kosinn í framkvæmdanefnd Alþjóðasambands kommún- ista. 3 Sendinefnd Sósíalistaflokksins, er boðin var á 50 ára afmæli byltingarinnar 1967, færði Komrnún- istaflokki Sovétríkjanna rismynd Ríkarðs Jóns- sonar af Stephani G. og öll rit hans (Andvökur og bréf) að gjöf. SKÝRINGAR: 1 Plechanov (1856-1918) var ein af stofnendum hins marxistíska verkamannaflokks í Rússlandi, vann oft með Lenin en snerist mestmegnis á hægri sveif með sósíaldemókrötum. Hinsvegar tók hann í stríðsbyrjun 1914 afstöðu með stríð- inu gegn bolshevikkunum. En verkalýðsbylting- una 9. nóv. viðurkenndi hann og neitaði að berj- 46

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.