Réttur


Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 57

Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 57
manna og Sýrlands. Bandalag PLO, þjóðlegu aflanna í Líbanon og Sýrlands er ákaflega mikilvægt. Ágreiningur sá, sem við og við stingur upp kollinum innan þessa bandalags, verður ávalt að víkja fyrir því sem er mikilvægast, baráttunni gegn síonismanum og heimsvaldastefn- unni. Frelsisbarátta Palestínu — baráttan gegn afturhaldinu í Líbanon — baráttan í Mið-Ameríku, Suður-Ameríku, í Suður-Afríku — barátta allra kúgaðra þjóða fyrir frelsi og sjálfstæði mun bera árangur að lokum. Bandaríska heims- valdastefnan skal ekki komast upp með að kúga okkur að eilífu. Við berjumst við hlið ykkar, kommúnískra verka- manna og framsækins fólks um allan heim, , gegn sama fjandmanni: Afturhaldinu — Heimsvaldastefnunni. NIÐUR MEÐ HEIMSVALDA- STEFNUNA!!! LIFI PALESTÍNA!!! Frá þýðanda Ræðan hér að framan var haldin sl. sumar og til stóð að hún birtist í 3. hefti Réttar í haust en vegna plássleysis hefur hún orðið að bíða birtingar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á því rúma hálfa ári sem liðið er síðan ræðan var haldin er hér verður látið nægja að fjalla örfáum orðum um þróun þeirra deilna innan PLO sem Samir minnist á í ræðu sinni. Eins og þar kemur fram hefur makk Arafats við Jórdaníukonung og uppgjafarstefna hans, sem gengur þvert á ákvarðanir Þjóðþings Palestínu og leið- ir beint í fangið á Bandaríkjunum, mælst illa fyrir hjá Palestínumönnum. Vinstri- armur PLO ásamt hluta A1 Fatah krafðist þess að Arafat yrði gerður ábyrgur gerða sinna. Vinstriarminum var umhugað um að bjarga einingunni innan PLO og vildi ekki kveðja til þings fyrr en öll samtök sem þar eiga sæti hefðu komist að sam- komulagi. Nú gerist það í nóvember að Arafat tekur sér það bessaleyfi að efna til þings í andstöðu við forseta þess Khaloum sem skv. lögum á að kveðja það saman. Arafat lét heldur ekki á sig fá að Khaloum hafði í fórum sínum undirskriftalista með nöfnun 177 þjóðþingsfulltrúa sem kváð- ust ekki ætla að koma til þings en á þingi eiga sæti 384 fulltrúar og verða % þeirra að vera viðstaddir til að þingið sé ákvarð- anahæft. Ping Arafats var þannig á allan hátt ólöglegt. Til þess mættu jáSræður hans úr A1 Fatah ásamt Arabísku Frelsisfylking- unni sem nýtur stuðnings íraks. Kusu þeir sem kpmu til þings nýja menn í skörðin. Ekki er að furða að vestrænir fjölmiðlar gætu flutt þá frétt að þessi samkunda stæði einhuga að baki Arafati. Andstæðingar Arafats í A1 Fatah ætl- uðu að efna til eigin „þjóðþings“ en vinstri- öflunum innan PLO tókst að telja þá af því. Samkvæmt Abu Khalil, alþjóðafull- trúa PLFP, er ekki öll nótt úti enn: „Arafatsamkundan kaus nýja fram- kvæmdanefnd, nokkurs konar daglega forustu PLO. En aðeins ellefu þeirra fjórtán fulltrúa sem þar eiga sæti voru kosnir. Þrjú sæti voru skilin eftir auð og þess farið á leit að þar tækju sæti fulltrúar frá PFLP, DFLP og A1 Saiqa. Til er arabískur málsháttur sem segir að svo lengi sem glufa sé á glugga hátt á vegg sé ekki öll von úti. Við reynum að halda þessari glufu opinni, leitumst við að finna lausn á deilunum, koma á einingu innan PLO og bjarga byltingunni.“ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.