Réttur - 01.01.1985, Side 59
í greinarlokum er kaflafyrirsögnin:
>,Audvaldið stórhættulegt þjóðunum
Þar segir m.a.:
„Varla verður sagt að þetta yfirlit styrki
þá kenningu, að auðvald sé nauðsynlegt
til þjóðþrifa, því að bæði í sögu okkar og
viöskiftum þjóða nú á dögum, er það or-
sök mestu rangindanna og ósiðlætisins:
herbúnaðar, styrjalda og ágangs á veikar
þjóðir. Stórauður er þvert á móti hættu-
legur, eða gerir mennina hættulega.
Hann veitir óheyrilega mikið, nær
ábyrgðarlaust vald. Hann venur menn á
að fórna öllu á altari Mammons. Vegna
spilltra auðmanna misstu íslendingar,
Búar o.fl. þjóðir sjálfstæðið. Vegna
þeirra stynur heimurinn, undir oki hins
vopnaða friðar, og vegna þeirra má á
hverri stundu búast við að morðvélarnar
leggi hálfan heiminn í eyði.“
[Megnið af þessum tiivitnunum í grein J.J. í mars
1914 er einnig að finna í grein E.O. „Baráttan um
tilveru íslendinga" í Rétti 1943, bls. 77-98 — að
vísu í sambandi við ádeilu á stefnu J.J. á þeim árum.
Grein E.O. er og prentuð í „Vort land er í dögun“,
bls. 73-95.
t>að er mörgum hollt að minnast þess nú á aldaraf-
mæli Jónasar frá Hriflu, eins af stofnendum Réttar,
hvernig hann aðvaraði þjóð sína þá hann var þrí-
tugur.
Hvernig sósíalistar litu á hann raunsæjustum aug-
um, þá hitann í bardaganum hafði lægt, má lesa í af-
mælisgreinum Sverris Kristjánssonar um hann sjö-
tugan og áttræðan, hina fyrri má lesa í 2. bindi Rit-
safna Sverris, líka í „Ræður og riss“ og hina síðari
aftan við ævisögu Jónasar frá Hriflu, bls. 131-2. Þá
skal og minnst á ritgerð mína „Valdakerfið á ís-
landi" 1927-39, er Jónas sjálfur ráðlagði Samvinnu-
skólapilti að lesa, sem bað hann um að benda sér á
grein, þar sem hann gæti lesið um hlutverk J.J. sjálfs
í íslenskum stjórnmálum.
Rétt er að minna hér sérstaklega á umsögn Sverris
um grein J.J.: „Eru fátæklingarnir réttlausir?“ í
Skinfaxa 1911. Um hana segir Sverrir: „Þessari
grein má tvímælalaust skipa í meistaraflokk hins
pólitíska áróðurs, bitur. markvís, meinfyndin. log-
andi af réttlátri reiði og heilagri vandlætingu."
Hinn ungi Jónas Jónsson hefur enn talsvert að
kenna íslenskum sósíalistum.]
E.O.
59