Réttur


Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 59

Réttur - 01.01.1985, Qupperneq 59
í greinarlokum er kaflafyrirsögnin: >,Audvaldið stórhættulegt þjóðunum Þar segir m.a.: „Varla verður sagt að þetta yfirlit styrki þá kenningu, að auðvald sé nauðsynlegt til þjóðþrifa, því að bæði í sögu okkar og viöskiftum þjóða nú á dögum, er það or- sök mestu rangindanna og ósiðlætisins: herbúnaðar, styrjalda og ágangs á veikar þjóðir. Stórauður er þvert á móti hættu- legur, eða gerir mennina hættulega. Hann veitir óheyrilega mikið, nær ábyrgðarlaust vald. Hann venur menn á að fórna öllu á altari Mammons. Vegna spilltra auðmanna misstu íslendingar, Búar o.fl. þjóðir sjálfstæðið. Vegna þeirra stynur heimurinn, undir oki hins vopnaða friðar, og vegna þeirra má á hverri stundu búast við að morðvélarnar leggi hálfan heiminn í eyði.“ [Megnið af þessum tiivitnunum í grein J.J. í mars 1914 er einnig að finna í grein E.O. „Baráttan um tilveru íslendinga" í Rétti 1943, bls. 77-98 — að vísu í sambandi við ádeilu á stefnu J.J. á þeim árum. Grein E.O. er og prentuð í „Vort land er í dögun“, bls. 73-95. t>að er mörgum hollt að minnast þess nú á aldaraf- mæli Jónasar frá Hriflu, eins af stofnendum Réttar, hvernig hann aðvaraði þjóð sína þá hann var þrí- tugur. Hvernig sósíalistar litu á hann raunsæjustum aug- um, þá hitann í bardaganum hafði lægt, má lesa í af- mælisgreinum Sverris Kristjánssonar um hann sjö- tugan og áttræðan, hina fyrri má lesa í 2. bindi Rit- safna Sverris, líka í „Ræður og riss“ og hina síðari aftan við ævisögu Jónasar frá Hriflu, bls. 131-2. Þá skal og minnst á ritgerð mína „Valdakerfið á ís- landi" 1927-39, er Jónas sjálfur ráðlagði Samvinnu- skólapilti að lesa, sem bað hann um að benda sér á grein, þar sem hann gæti lesið um hlutverk J.J. sjálfs í íslenskum stjórnmálum. Rétt er að minna hér sérstaklega á umsögn Sverris um grein J.J.: „Eru fátæklingarnir réttlausir?“ í Skinfaxa 1911. Um hana segir Sverrir: „Þessari grein má tvímælalaust skipa í meistaraflokk hins pólitíska áróðurs, bitur. markvís, meinfyndin. log- andi af réttlátri reiði og heilagri vandlætingu." Hinn ungi Jónas Jónsson hefur enn talsvert að kenna íslenskum sósíalistum.] E.O. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.