Réttur


Réttur - 01.01.1985, Side 64

Réttur - 01.01.1985, Side 64
éVé. NEISTAR Það borgar sig Vígbúnaöarfyrirtækin í Banda- ríkjunum gæta þess vel aö koma sem flestum af „sínum mönnum" í æöstu löggjafarstofnanir landsins. Fyrir kosningarnar í nóvember 1984 lögðu þau fram í kosninga- baráttu þeirra manna, sem reynst höfðu „nothæfir" í öldungaráðiö, samkvæmt opinberum gögnum, allt aö einni milljón dollara. Þrír fjórðu hluta þessarar upphæðar fóru til frambjóöenda Republik- anaflokksins, alveg sérstaklega til þeirra, sem sæti áttu í hermála- nefnd öldungaráðsins. Gjöfulastir á framlög voru auðhringarnir Boe- ing, General Electric, Grumman, Lockhead, Honeywell og Hughes Aircraft. Þeir skera ekki við neglur sér framlögin „kaupmenn dauðans". Sósíalisminn — framtíðarvonin Þorsteinn Erlingsson heilsar fyrsta Alþýðublaðinu 1906 „Ég þykist sjá af þessu fyrsta númeri Alþýðublaðsins, að þið hafið töluvert hugboð um, hvert þið munið stefna og að hverju þið ætlið að vinna, en fulíkomlega Ijóst verður þetta auðvitað fyrst með tim- anum, þegar reynslan er búin að kenna hverjir vegir séu hagkvæm- astir af þeim, sem fært er að fóta sig á; en það þykist ég sjá í hendi minni, að verkmannasamtökum og verkmannablaði eða alþýðumanna getur því aðeins orðið lífs auðið og framgangs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heilshugar að þeirri stefnu, sem heimurinn kallar Sósíalismus og nú er aðal- athvarf verkmanna og lítilmagna hins svokallaða mentaða heims. Mér er sú menningarstefna kærust af þeim, sem ég þekki, og hefur leingi verið, ekki síst af því, að það er sá eini þjóðmálaflokkur, sem helst sýnist hafa eitthvert land fyrir stafni, þar sem mönnum með nokkurri tilfinningu eða rétt- lætis — og mannúðar-meðvitund er byggilegt." Þorsteinn Erlingsson. í greininni: „Verkefnin“ í 2. tölublaði 1. árgangs „Alþýðublaðsins" 31. janúar 1906. Herstöðvar og sjálfstæði „En hverju máli skiftir þetta um tilmælin um herstöðvar? Getum við ekki haldið óskertu frelsi voru og fullveldi, þjóðerni og menningu, þótt slík ítök séu veitt? Mér virðist að ekki þurfi lengi að velta vöngum yfir því, að her- stöðvar erlends ríkis á landi ann- arar þjóðar höggvi stórt skarð í umráðarétt hennar yfir landi sínu. Vil ég leyfa mér að vitna því til stuðnings fyrst og fremst í her- verndarsamninginn frá 1941. Þar segir: „að strax og núverandi hættuástandi í milliríkjaviðskiftum er lokið, skuli allur her og sjóher látinn hverfa á brott þaðan, svo að íslenska þjóðin og ríkis- stjórn hennar ráði algerlega yfir sínu eigin landi.“ Með þessum orðum er ótvírætt lýst yfir þeim skilningi, að til fulls geti þjóðin ekki ráðið yfir landi sínu, meðan er- lendur her er í landinu..." — „Eins og málin liggja fyrir ber því hiklaust að velja þriðja kostinn: Engar erlendar herstöðvar. Óskoruð yfirráð íslendinga yfir öllu íslensku landi“... „En frelsi voru viljum vér ekki farga. Landsréttindum viljum við ekki afsala“. Gunnar Thoroddsen: í ræðu sinni 1. desember 1945 á fullveldisdaginn. „Gods own country“ ( Bandaríkjunum búa 34 milljón- ir manna eða 15% íbúanna við lífskjör sem eru undir fátæktar- markinu þar. í hinum 10 löndum Efnahagsbandalagsins draga 40 milljónir manna fram lífið við sam- svarandi kjör. i Bandaríkjunum kann þriðji hver fullorðinn maður hvorki að lesa né skrifa. Svo kalla sumir Bandaríkja- menn land sitt: „Guðs eigið land“. En auðvald Bandaríkjanna hef- ur vopn til að útrýma öllu mann- kyni. Og svo þykjast þessi ríki sjálf- sögð til að vera forusturíki heims. 64

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.