Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
18. mars 2009 — 67. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Jón Baldur Þorbjörnsson er nýkom-inn heim úr fyrstu Iceland Trophy Winter-ferðinni þar sem ekið var um Suðurland og inn á hálendið á sérútbúnum Land Rover-jeppum. Segja má að ferðin sé smækkuð útgáfa af Camel Trophy-keppn-inni, sem haldin var víða um heim á árunum 1980 til 2000, að því leyti að ferðamenn aka sjálfir um ævintýralegar slóði á
mikil upplifun fyrir þátttakend-ur sem voru frá Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi,“ segir Jón Baldur, sem rekur ferðaskrif-stofuna Ísafold Travel sem hafði umsjón með ferðinni. „Þetta er skemmtileg nýj-ung í ferðaþjónustu á Íslandi enferðamenn hafa hin ð
leggja upp í svona ferð og þurfa þátttakendur að kunna eitthvað fyrir sér. Við leggjum þó mikið upp úr öllum öryggisatriðum og
erum bæði með mann með öflug-an bíl sem fer fyrir hópnum og eftir reku.“
Jep
Á Land Rover um landið
Jón Baldur Þorbjörnsson hefur margra ára reynslu af leiðsögumannastörfum og hefur ferðast um landið
þvert og endilangt. Hann er nýkominn heim úr ánægjulegri en krefjandi jeppaferð um suðurhálendið.
Jón Baldur Þorbjörnsson (til hægri), leiðsögumaður og eftirreka í ferðinni, ásamt bróður sínum, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni, sem
var fararstjóri og fór fyrir bílalestinni.
MYND/ÚR EINKASAFNI
SKÓHILLA sem hægt er að sitja á er mjög góður kostur í forstofuna. Mörgum finnst erfitt að standa þegar þeir fara í skóna og þá þarf ekki að eyða plássi í stóla.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
12V 3,6A
12V 0,8A
Tilboð í mars10% afsláttur af þessum tveimur tækjum
ER RAFGEYMIRINN TÓMUR?
HLEÐSLUTÆKI
VEÐRIÐ Í DAG
JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON
Hefur 25 ára reynslu af
leiðsögumannastörfum
• ferðir • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Súrmjólk
á tilboði!
Ávaxta- og karamellu-
súrmjólk á tilboði í mars.
0
9
-0
3
5
4
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Fáklæddir á skautum
Íshokkíleikmenn Skautafé-
lags Reykja-
víkur fækka
fötum í nýju
dagatali.
FÓLK 20
Fjölmenningar-
legir viðburðir
Evrópuvika gegn
kynþáttamisrétti
stendur nú yfir.
TÍMAMÓT 14
VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
Klippir næstu mynd
Thomasar Vinterberg
Endurnýjar kynnin við leikstjóra Veislunnar
FÓLK 26
FÓLK Jóhanna Guðrún, fulltrúi
Íslands í Eurovision, fer á nám-
skeið um íslenska efnahagshrun-
ið. Þar verður hún frædd um allt
sem snýr að
efnahagshrun-
inu og und-
irbúin undir
erfiðar spurn-
ingar frá evr-
ópskum blaða-
mönnum. Að
sögn umboðs-
manns hennar
og talsmanns
Euro visionhópsins, Maríu Bjark-
ar Sverrisdóttur, verður nám-
skeiðið ekki skoðanamyndandi
heldur á það að gera henni kleift
að koma vel fram fyrir hönd
þjóðarinnar. „Íslendingar eru
ekki vinsælasta þjóð í heimi um
þessar mundir og Jóhanna mun
eflaust þurfa að svara erfið-
um spurningum á blaðamanna-
fundum í Moskvu,“ segir María
Björk.
María segir hins vegar ekki
ákveðið hver muni sjá um nám-
skeiðið fyrir Jóhönnu en það
ætti að liggja fyrir á næstunni.
- fgg/sjá síðu 26
Jóhanna Guðrún:
Á námskeið um
bankahrunið
JÓN GUNNAR GEIRDAL
Unnið að komu
Stieg Larsson
Karlar sem hata konur til Íslands
FÓLK 26
Bóla, krass, bóla, krass
Lífið er bóla, las Einar Már Jóns-
son haft eftir skáldmæltum miðl-
ara. Nú eru menn þegar farnir
að undirbúa næstu fjármálabólu
– og næsta hrun.
Í DAG 12
HLÝTT Í dag verður víðast hæg
suðlæg átt. Rigning eða skúrir
sunnan og vestan til fyrir hádegi
en víðast úrkomulítið eftir hádegi.
Bjart með köflum norðaustan og
austan til. Hiti 5-10 stig.
VEÐUR 4
6
8
8
68
VIÐSKIPTI „Ég sé engin rök fyrir því að halda vöxtum
háum. Miðað við allan þann samdrátt sem væntan-
legur er í kerfinu þarf að lækka stýrivexti strax,“
segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greining-
ardeildar Nýja Kaupþings. Stýrivaxtalækkun sé
forsenda þess að hægt sé að ráðast í aðgerðir til
aðstoðar heimilum og fyrirtækjum í fjárhagsvand-
ræðum.
Hér þarf á næstu vikum að lækka stýrivexti um
allt að 400 punkta, eða 4,0 prósentustig, að mati
skuggabankastjórnar Markaðarins. Í henni á Ásgeir
sæti ásamt Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðingi í
Nýja Landsbankanum, Þórði Friðjónssyni, forstjóra
Kauphallarinnar, og Ólafi Ísleifssyni, lektor við við-
skiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Seðlabanki Íslands kynnir ákvörðun sína um
stýrivexti á morgun, fimmtudag. Er það fyrsta stýri-
vaxtaákvörðun bankans eftir að ný lög um hann tóku
gildi og breytingar voru gerðar á yfirstjórn hans og
vinnulagi við vaxtaákvörðunina. - óká / sjá Markaðinn
Lækkun vaxta sögð forsenda aðgerða til aðstoðar heimilum í greiðsluvanda:
Stýrivextir lækki í 14 prósent
EFNAHAGSMÁL Tuttugu prósenta
afskrift af skuldum heimila og
fyrirtækja myndi kosta um 800
milljarða samkvæmt útreikning-
um Fréttablaðsins. Gera má ráð
fyrir að húsnæðisskuldir rúm-
lega 78 þúsund heimila nemi um
1.300 milljörðum og er þá miðað
við upplýsingar um dreifingu
húsnæðisskulda, sem Seðlabank-
inn hefur birt. Þar af er innan
við helmingur, eða um 600 millj-
arðar vegna húsnæðislána heim-
ila í þröngri eiginfjárstöðu, það
er heimila sem eiga lítið eða nei-
kvætt eigið fé í heimilum sínum.
Eiginfjárstaðan segir þó ekkert
til um greiðslugetu heimilanna.
Auk þessa eru sjóðslán lífeyris-
sjóðanna 165 milljarðar. 20 prósent
afskriftir af húsnæðisskuldum ein-
vörðungu myndu því kosta um 300
milljarða króna.
Skuldir fyrirtækja í nýju bönk-
unum eru um 2.500 milljarðar og
sama afskrift þeirra skulda myndi
kosta um 500 milljarða. Um 3.000
milljarðar af fyrirtækjaskuldum
urðu eftir í gömlu bönkunum.
Einungis hluti húsnæðisskulda
liggur hjá bönkunum þremur. Auk
165 milljarða hjá lífeyrissjóðum eru
útlán Íbúðalánasjóðs að minnsta
kosti um 550 milljarðar. Niðurfell-
ing lána hjá Íbúðalánasjóði og líf-
eyrissjóðunum myndi því kosta um
140 milljarða. Þá á eftir að taka til-
lit til lána sparisjóðanna. Hlutur
bankanna þriggja í fasteignalánum
er innan við helmingur húsnæðis-
lána og færi því meirihluti niður-
greiðslunnar í að greiða niður lán
annars staðar en hjá bönkunum.
Tryggvi Þór Herbertsson og
Framsóknarflokkurinn sem hafa
kynnt hugmyndir um 20 prósenta
niðurfellingu skulda heimila og
fyrirtækja, hafa haldið því fram
að nýju bankarnir hafi keypt lána-
safn gömlu bankanna með 50 pró-
senta afslætti og því sé rúm til að
lækka skuldir. Samkvæmt upp-
lýsingum frá bönkunum er ekki
búið að selja lánasöfnin heldur
er verið að meta virði þeirra. Um
allar afskriftir þarf að semja við
kröfuhafa og ekki er talið líklegt
að kröfuhafar samþykki afskrift-
ir á lánum sem annars myndu inn-
heimtast. Kostnaðurinn myndi því
líklega falla á ríkissjóð.
Allmargir hagfræðingar sem
Fréttablaðið ræddi við í gær, fyrir
utan Tryggva Þór, sögðu hugmynd-
ina slæma, þar sem hún yrði rík-
issjóði dýr án þess að aðstoða þá
sem mest þyrftu á hjálp að halda.
- ss
Afskriftir kosta 800 milljarða
Miðað við greiningu Seðlabankans á skuldastöðu heimila myndi kosta um 300 milljarða að lækka húsnæðis-
skuldir um tuttugu prósent. Þar af kostar niðurfelling lána Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða 140 milljarða.
MÓTMÆLASKJAL AFHENT Indefence-hópurinn afhenti mótmælaskjal við breska þinghúsið í gær sem innihélt 83.300 nöfn
Íslendinga sem mótmæla því að hafa verið skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Á myndinni má meðal annars sjá Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Orra Pál Dýrason, trommara Sigur Rósar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
JÓHANNA GUÐRÚN
Keflavík og KR áfram
Keflavík og KR
tryggðu sér í gær
sæti í undanúr-
slitum úrslita-
keppninnar í
körfuboltanum.
ÍÞRÓTTIR 22