Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 6
6 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR FERSKT EINFALT & ÞÆGILEGT PANTAÐU SÓMA VEISLUBAKKA *F rí h ei m se nd in g gi ld ir a ðe in s ef p an ta ði r er u 4 eð a fle ir i b ak ka r. Pantaðu í síma 565 6000eða á www.somi.isFrí heimsending* SAMGÖNGUMÁL Einar K. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, gagnrýnir samgönguyfirvöld harðlega fyrir að hafa aðeins boðið út fjögur verk það sem af er ári. Samgönguráðherra minnir á að aldrei hafi verið eins miklir pen- ingar í umferð í vegagerð. Vega- málastjóri áætlar að alls verði um tuttugu verk boðin út árið 2009. Einar segir að það ætti að hraða útboðum í ljósi þess að atvinnu- ástandið er alvarlegt. „Það er líka ljóst af þeim tilboðum sem eru að berast Vegagerðinni þessa dag- ana að það er gríðarleg eftirspurn eftir verkefnum hjá verktökum. Tilboðin eru í kringum 60 prósent af kostnaðaráætlunum Vegagerð- arinnar.“ Einar segir að þess utan þurfi vart að minna á þá „him- inhrópandi þörf“ sem er á sam- göngubótum um allt land. Féð sé til og ekki eftir neinu að bíða. Einar tók málið upp í óundirbún- um fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag. Kom fram í máli Kristjáns L. Möller samgönguráð- herra að nú séu í gangi verksamn- ingar fyrir um 15 milljarða króna og sex milljarðar séu ætlaðir til nýrra útboða á þessu ári. „Á árinu verða verk í gangi fyrir 21 milljarð og tvö síðustu ár eru mestu fram- kvæmdaár í vegagerð í Íslandssög- unni.“ Kristján segir mörg útboð á næstunni; þar á meðal stór og mannaflsfrek verk. „Þetta er allt að spilast fram. Við erum ekki að bjóða þetta allt út í einum pakka, enda er það ekki skynsamlegt af fjölmörgum ástæðum.“ Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri áætlar að um tuttugu verk verði boðin út á árinu, bæði stór og smá. Fjöldi útboða sé hins vegar nokkurri óvissu háð. „Þetta ræðst af því hvaða tilboð við fáum í útboðsverkunum, og á efnahags- þróuninni, þar eð öll lengri og stærri verk eru verðbætt. Lítil verðbólga gefur rými fyrir fleiri verk.“ Hreinn segir ekki mögulegt að bjóða út verk af meiri krafti en nú er gert. „Það strandar í raun fyrst og fremst á undirbúningi og frá- gangi af okkar hálfu, en oft koma upp vandamál varðandi skipu- lagsmál, landeigendur á síðustu stundu, sem getur tafið það að hægt sé að senda útboðin út. Frá- gangur hönnunar og gerð útboðs- gagna tekur auk þess alltaf tölu- verðan tíma, og ekki eru margir mánuðir frá því að við fengum að vita hvaða fjármagn yrði til ráð- stöfunar á árinu.“ Hreinn segir að flest af stærri verkunum sem Vegagerðin ráð- gerir á þessu ári verði boðin út á næstu tveimur mánuðum eins og ætlunin var. Það er til að ná besta framkvæmdatímanum að sumr- inu.“ svavar@frettabladid.is Fjögur verk í útboð en tuttugu á áætlun Einar K. Guðfinnsson alþingismaður vill að vegaframkvæmdir séu boðnar út án tafar og gagnrýnir samgönguyfirvöld fyrir seinagang. Samgönguráðherra og vegamálastjóri segja ómögulegt og óskynsamlegt að hraða útboðum. KRISTJÁN L. MÖLLER EINAR K. GUÐFINNSSON VEGAGERÐ Í REYÐARFIRÐI Þingmaður vill hraða útboðum enda er mikil eftirspurn frá verktökum. Það sést á því að tilboð eru gjarnan aðeins 60 prósent af kostnaðaráætl- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Veiðiskip hafa nú hætt loðnuleit en hafrannsóknar- skipin komu úr sinni síðustu loðnu- leit fyrir tveimur vikum svo ljóst má þykja að enginn loðnukvóti verði gefinn út, segir Björn Jóns- son hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Það er í fyrsta sinn síðan veturinn 1982 til 1983. Á sama tíma er mikið af loðnu rétt fyrir utan fjöruna í Vest- mannaeyjum og jafnvel má sjá mikið af henni í fjörunni sjálfri. Í vetur hafa menn í fyrsta sinn veitt gulldeplu en töluvert minna fæst fyrir hana en loðnu. Til dæmis flutti Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum út um 15 þúsund tonn af loðnu í fyrra og nam útflutnings- verðmæti hennar um 2,5 milljörð- um á verðlagi ársins í ár. Í ár flutti hún álíka mikið út af gulldeplu en útflutningsverðmæti hennar nam einungis um 370 milljónum. Auk þess sem mikið er af loðnu utan við fjörur Vestmannaeyja segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, að trillusjómenn hafi orðið hennar mikið varir og óttast hann að ekki hafi tekist að mæla göngurnar nógu vel. „Ég er enginn talsmaður ofveiða,“ segir hann. „En ég óttast að menn nái ekki að mæla loðnuna eftir að hún er farin í gönguástand vestur með suðurströndinni með sömu vissu og þegar hún er mæld í djúpinu fyrir austan land.“ - jse Tekjur af gulldeplu nema einungis 15 prósentum af tekjum af loðnu: Engin loðna nema við fjöruna HVERSU MIKIÐ FANNST AF LOÐNU? Það mældust um 385 þúsund tonn. Kerfið er þannig að kvóti er gefinn fyrir jafnmiklu og finnst umfram 400 þúsund tonn. Á HB Grandi að greiða starfs- fólki sínu launauppbót vegna góðrar rekstrarafkomu árið 2008? Já 90,3% Nei 9,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með fréttum af réttar- höldum yfir níðingnum Josef Fritzl í Austurríki? Segðu skoðun þína á Vísir.is FINNLAND Finnsk og þýsk stjórnvöld takast nú á um það hvað eigi að gera í máli finnskrar konu sem hefur haldið til á einum af flugvöllunum í Berlín í þrjá mán- uði. Þýsk stjórnvöld hafa sent konuna á heimili fyrir heimilislausa en finnskir sérfræðingar telja að hún þurfi aðstoð sérfræðinga þegar í stað. Konan flaug frá Helsinki til Berlínar í desember og stöðvaði ferð sína á flugvellinum Tegel þar sem hún hefur haldið til síðan. Eftir þriggja mánaða dvöl þar taldi lögreglan nóg komið og hótaði að flytja hana svo langt í burtu að hún myndi ekki rata til baka, hefur Hufvudstadsbladet eftir konunni. Finnskum presti í Berlín hafði tekist að fá konuna lagða inn á geðdeild meðan hún biði eftir að vera send heim til Finnlands. Þegar læknirinn Patrick Währn fór til Berlínar að sækja hana fékk hann kaldar mót- tökur. Þýskir kollegar hans bentu á að finnsk lög giltu ekki í Þýskalandi og því gæti hann ekki fengið hana nauðuga með heim. Samkvæmt þýskum lögum er hvorki hægt að neyða sjúkling í meðhöndlun eða gefa honum lyf gegn vilja hans. Þýsku læknarnir sendu konuna því á heim- ili fyrir heimilislausa en finnski læknirinn er mjög ósáttur við það. Hann telur að verið sé að vísa henni á götuna og hefur því óskað eftir aðstoð finnska dóms- málaráðherrans Tuija Brax við að ná sjúklingnum aftur heim til Finnlands. - ghs FRÁ HELSINKI Í DESEMBER Finnsk kona flaug frá Helsinki til Berlínar í Þýskalandi í desember. Hún settist að á flugvelli þar í þrjá mánuði. Finnsk og þýsk stjórnvöld takast á um geðsjúkan ferðamann í Berlín: Bjó á flugvelli í þrjá mánuði SJÁVARÚTVEGSMÁL Samtök atvinnu- lífsins, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fisk- vinnslustöðva hvetja til þess að matvælalöggjöf ESB verði inn- leidd á Íslandi. Verði það ekki gert getur það leitt til þess að aðgangur íslenskra sjávarafurða að mörkuðum innan ESB verði takmarkaður. „Mikilvægt er að Alþingi samþykki að innleiða matvæla- löggjöfina áður en það lýkur störfum á næstu vikum þar sem miklir viðskiptahagsmunir þjóð- arinnar eru í húfi“, segir í sam- eiginlegri tilkynningu samband- anna. - shá Samtök vilja ESB-löggjöf: Matvælalöggjöf ákaflega brýn KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.