Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 12
12 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Óskar Bergsson svarar Sigrúnu Elsu Smáradóttur Í grein í Fréttablaðinu í gær endurtekur Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrðingar sínar um að Reykjavíkurborg hafi gert óhagstæða samninga við Samtök iðnaðarins um verð- bætur vegna verksamninga. Því er rang- lega haldið fram að Reykjavíkurborg greiði allan kostnað vegna ófyrirséðra verðhækk- ana og rúmlega það miðað við þær forsendur sem ganga hefði mátt út frá þegar tilboðin voru unnin. Fullyrðingum um að samningur Reykjavíkur- borgar við Samtök iðnaðarins hafi leitt til óhag- stæðrar niðurstöðu er vísað á bug. Það er mat þeirra embættismanna sem önnuðust samnings- gerðina fyrir hönd Reykjavíkurborgar að tilvitn- aður samningur við Samtök iðnaðarins hafi verið borginni hagfelldur. Reykjavíkurborg gerði ráð fyrir 4% verðbólgu í fjárhagsáætlun ársins 2008 og á þeim grundvelli er samkomulagið gert. Áætlanir framkvæmda- og eignasviðs miðað við þær verðbólguforsendur sem nú eru til staðar benda til að ef eitthvað er verði kostnaður Reykjavíkurborgar eitt- hvað lægri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Með samningunum forðuðu Reykja- víkurborg og OR því að samningar um dýrar og mikilvægar framkvæmdir kæm- ust í uppnám og enduðu fyrir dómstólum með tilheyrandi hættu á að framkvæmdir stöðvuðust í einhverjum verkum. Sigrún Elsa og Samfylkingin ætti að líta sér nær og beina spjótum sínum að flokksbróður sínum og ráðherra samgöngumála. Fyrirtæki á vegum rík- isins eins og Vegagerðin hafa leitt sambærilega samninga um verðbætur til fyrirtækja. Í saman- burði við þá samninga náði Reykjavíkurborg hag- stæðari samningum og standast fullyrðingar Sam- fylkingarinnar alls ekki. Höfundur er formaður borgarráðs. Sáttaleiðin valin ÓSKAR BERGSSON Eins og málum er nú komið er sagt að verðbréfamiðlar- ar forðist að koma undir bert loft fyrr en degi sé mjög farið að halla, og þá fari þeir helst með veggjum með flóttalegu augna- ráði. En rannsóknarblaðamönnum blaðsins „Libération„, sem ekk- ert er ómögulegt, tókst þó fyrir nokkru að hafa uppi á einum miðl- ara sem var ánægður með lífið og tilveruna og síst á þeim buxun- um að fara í felur, og fannst þeim það svo merkilegt að þeir tóku við hann viðtal á baksíðu. Hann bar nafnið Marc Fiorentino og var það sennilega ekki síst undirrót gleði hans, að hann var þá nýbú- inn að gefa út skáldsögu sem var í eins miklum tengslum við atburði líðandi stundar og frekast gat því hún fjallaði einmitt um líf, starf og örlög miðlara. Einhvern veginn fékk ég þá hugmynd að þessi saga héti „Miðlari deyr“, en það er sennilega til marks um hve mjög ég er úti að aka í öllum þessum málum, því þegar ég fann hana í bókabúð nokkru síðar kom í ljós að hún hét að sjálfsögðu „Miðlari deyr aldrei“. Þessi skáldsaga er reyndar ekki fyrsta bók höfundar, hann hafði áður skrifað bók fyrir son sinn sem nefndist eins og búast mátti við „Þú verður ríkur, drengur minn“. Það verður þó að segjast eins og er, að sagan er léttmeti, en í rauninni liggur það í hlut- arins eðli, annað væri mótsögn. Hún er dagbók aðalpersónunn- ar, miðlarans „Sam Ventura“ frá 24. mars til 30. maí 2008. Hann var áður framarlega í flokki gull- insveina, hann keypti og seldi alls kyns verðbréf með þeim árangri að hann græddi milljón- ir og aftur milljónir og var á for- síðum blaða, þar sem hvert orð sem honum hraut af vörum um markaðinn var túlkað sem djúp- hugult véfréttarmál. Í starfi með sér hafði hann tvær konur, Sunee hina taílensku og Evu hina líb- önsku, sem voru álíka útsmognar og hann sjálfur en tóku ekki sama pólinn í hæðina. Þegar Sunee fannst að hún væri búin að græða nóg, dró hún sig í hlé úr viðskipt- unum og settist að á Korsíku; Eva fékk hins vegar aldrei nóg, en einu sinni fór hún svo mjög yfir strikið að Sam Ventura varð alvarlega hræddur og sagði skilið við hana. Eftir það varð hann þó sjálfur fyrir miklu skakkafalli. Styrkur hans var sá að hann hafði mjög næmt skyn á tímabundnar fjármálabólur og sá þegar líkur voru á að þær væru að springa, en það var hins vegar veikleiki hans, að hann átti í mestu erfið- leikum með tímasetninguna, að sjá nákvæmlega fyrir hvenær það myndi gerast. Haustið 1999 veðjar hann á að bólan mikla á Netinu fari bráðum að springa og leggur allt undir, en það dregst á langinn og 8. nóvember springur hann sjálfur á limminu og verður að selja. Bólan endar að vísu með hvelli en fimm mánuðum of seint; þá er hann búinn að tapa öllu. Í mörg ár hefur hann hægt um sig, en þegar komið er fram í mars 2009 er hann orðinn alveg viðþols- laus; miðlarinn deyr sem sé aldrei og nú verður hann að fara að braska á ný. Hann fær milljón að láni hjá Sunee og veðjar nú á það að olíuverðið sem hækkar í sífellu sé bóla sem muni springa innan tíðar. Dagbókin er svo nákvæm lýsing á því sem gerist næstu daga og vikur og sýnir líf hans þann tíma. En ekki er hægt að segja að það sé glæsilegt. Enginn vafi leikur á að miðlarinn er helt- ekinn af einni saman spilafíkn, hann situr daginn inn og daginn út fyrir framan skerminn, horfir í sífellu á tölur renna hjá, hugs- ar ekki um annað en tölur, veltir fyrir sér tölum og spáir í tölur: hvað er gróðinn orðinn mikill, eða þá tapið? Hann berst að vísu mikið á, því er lýst nákvæmlega á einni síðunni hvernig miðlari á að vera klæddur, hvaða litur og hvaða rán- dýrt merki þarf að vera á hverri flík; hann fer á dýra veitingastaði þar sem þjónarnir ávarpa hann með nafni, og einu sinni bregður hann sér í stutt helgarfrí á hótel á frönsku Rivíerunni, þar sem vistin kostar 4000 evrur fyrir ein- staklinginn. En hann virðist ekki hafa neina ánægju af þessu, eyðsl- an er einungis kraftbirting fyrir ríkidæmið, og það eitt skiptir máli – tala peninganna. Einu sinni hefur hann skipti við rándýra skyndikonu, en morguninn eftir er því alveg stolið úr honum hvort hann lá konuna eða ekki. En braskið gengur ekki sem best, bólan springur ekki og olíu- verðið rambar stöðugt upp á við. Sam Ventura fer að gruna að brögð séu í tafli, einhver sé að rugla markaðinn og kemst að því að hugboðið er rétt: Eva er sem sé aftur komin á kreik, í samkrulli við sjálfan Hugo Chavez, og valda þau hækkuninni. Sam Ventura virðist vera á sama feigðarflan- inu og níu árum áður og ákveður nú að draga sig endanlega í hlé. En á allra síðustu stundu bjarg- ast allt, Sam Ventura stendur uppi krýndur peningagrösum og ætlar að halda ótrauður áfram: miðlari deyr aldrei. Eftir viðtalinu að dæma er höf- undur í meira lagi líkur þeirri persónu sem hann hefur skap- að. Kreppan hefur engin áhrif til lengdar, segir hann, nú eru menn þegar farnir að undirbúa næstu fjármálabólu og næsta hrun, sem einhverjir hans líkar munu vafa- laust græða ómælt á, lífið er bóla, krass, bóla, krass, bóla krass. Bóla, krass, bóla, krass EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Miðlarinn deyr aldrei Lykilorðið lýðskrum Nú er runninn upp sá tími í kosninga- baráttunni þar sem stjórnmálaflokk- arnir leggja flokkslínuna í byrjun hverr- ar viku, sem flokksmenn sjá svo um að hamra á næstu daga á bloggsíðum og í lesendabréfum. Tónninn sem Samfylkingin hefur til dæmis ákveðið að slá þessa dagana er nokkuð einróma háðsglósur í garð Framsókn- arflokksins og þeirra sem taka undir tillögur hans um 20 prósent niðurfellingu skulda og afgreiða þær sem innantómt lýðskrum. Öllu má þó ofgera og er ofnotkun orðsins lýðskrums orðin slík að það er orðið hálfgert lýðskrum að grípa til orðsins lýðskrums. Steinunn Valdís Óskarsdóttir snýr hins vegar á orð- sifjafræðina og talar um populisma – populisma dauðans, hvorki meira nér minna. Og þar við situr Eflaust má færa gild rök fyrir því hvers vegna tillögur Framsóknar ganga trauðla upp. Lítið fer hins vegar fyrir móttillögum. Stjórnmálamenn sem telja það eitt nægja að hía á tillögur annarra en leggja ekkert annað til málanna, virðast ekki grundvalla innlegg sitt í pólitíkina á því hvað þeir hafa fram af færa, heldur ætla að rísa til metorða með því að benda á að framlag annarra sé enn minna. Grafalvarlegt mál Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formann Kaupþings, grunar að trún- aðargögnum úr Kaupþingi hafi verið stolið og lekið til Morgunblaðsins, sem hafi notað þau til fréttaflutnings. Það væri brot á bankaleynd. Sigurður hefur því ritað settum forstjóra Fjármálaeftirlitsins bréf og spurt hvað hann hyggist gera í málinu. Fjármála- eftirlitið hefur eflaust hendur í hári þess sem braut bankaleyndina og tekur viðkomandi á beinið. Rétt eins og það gerði við Sólon R. Sigurðsson vorið 2003. Þá fannst Sigurði brot á bankaleynd reyndar ekki meiri goðgá en svo að hann réði Sólon sem bankastjóra KB-banka sama ár. bergsteinn@frettabladid.isÞ að var ekki uppörvandi fyrir áhugafólk um jafnrétti að heyra um hverja nefndina, ráðið og stjórnina á fætur öðru vera skipað af nýjum ráðherrum eða nýjum þing- meirihluta án þess að hugað væri að jafnrétti kynjanna við mannaval. Þeir tveir flokkar sem nú mynda ríkis- stjórn telja sig vera flokka jafnréttis og kvenfrelsis og verða því að standa sig betur. Eftir yfirlýsingar þessara flokka var meiru af þeim vænst en að konur væru kosnar til vara í bankaráð Seðla- bankans, en karlarnir væru valdir sem aðalmenn. Mun jákvæðari voru fréttirnar í gær um að ríkisstjórnin myndi annars vegar beita sér fyrir kynjaðri hagstjórn og hins vegar fyrir aðgerðaráætlun gegn mansali. Þetta voru aðgerðir sem búast má við af ríkisstjórn með kynjavitund. Í aðgerðaráætlun gegn mansali eru ýmis atriði sem ekki hefur náðst sátt um á Alþingi en ótrúlegt verður að teljast að Fram- sóknarflokkurinn standi í vegi fyrir þeim breytingum. Til þess hefur flokkurinn lagt of mikið á sig til að markerast sem flokkur jafnréttis. Meðal þess sem þarf að gera á Alþingi er að breyta almennum hegningarlögum, og gera kaup á vændi refsiverð. Þá þarf að breyta lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtana- hald þannig að starfsemi nektarstaða verði bönnuð. Þessi tvö atriði munu væntanlega vekja mestu athyglina, auk mögulega siðareglna Stjórnarráðsins og opinberra stofnana sem mun setja á bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Nokkuð var rætt um að gera kaup á vændi refsiverð, þegar hætt var að gera sölu vændis refsiverða. Þessu mótmæltu femín- istar, þar sem rökin á bak við það að hætta að hafa söluna ólöglega var að auðvelda það að aðstoða konur í vændi. Hugsunin var sú að ef sala vændis væri refsivert myndu konur í vændi ekki þora að leita sér aðstoðar af ótta við að vera refsað. Nokkrir þingmenn vildu hins vegar ekki gera kaup á vændi refsiverða, þar sem það gæti ekki farið saman að kaup á einhverju væri ólöglegt, en ekki salan. Eins og Stígamót hafa bent á, þegar samtökin hafa hvatt til þess að sænska leiðin yrði valin, líkt og nú á að gera, hefur verið barist fyrir því að uppræta eftirspurn eftir kynlífsþjónustu og beina sjónum sínum því að kaupendum vændis eða annarrar kynlífsþjónustu. Það verður nú gert, ef frumvarpið verður sam- þykkt og ber því að fagna. Aðgerðaráætlunina verður að skoðast sem heild. Það má ekki gleymast að bann við kaupum á vændi og bann við starfsemi nektarstaða er liður í því að sporna gegn mansali. Auk þess felst í aðgerðaráætluninni aðgerðir annars vegar til að aðstoða þolendur mansals, hvort sem það snýr að vernd þolandans, heilbrigðis- þjónustu eða sálgæslu. Hins vegar felast í henni aðgerðir til að efla hlutverk hins opinbera við að greina mansal og koma slíkum málum í réttan farveg hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að jafnréttisfréttir gærdagsins hafi verið gleðilegar, þá gleymast hinar fréttirnar ekki. Jafnréttisfréttirnar sem eru þessari stjórn til vansa, um að ekki finnist hæfar konur til jafns við karlmenn til að sitja í alvarlegum nefndum sem fjalla um peninga og völd. Aðgerðaráætlun gegn mansali: Jákvæðar fréttir og neikvæðar SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.