Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. mars 2009
Frjálsi 3Frjálsi 2Frjálsi 1Trygginga-
deild
Frjálsi 3Frjálsi 2Frjálsi 1Frjálsi
Áhætta
– 4,9%
12,3%
10,1%
8,5%
23,6%
12,3%
Trygginga-
deild
8,5%
– 7,6%– 7,4%
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Meginniðurstöður ársreiknings 2008
í milljónum króna
Efnahagsreikningur 31.12.2008
Eignir
Verðbréf með breytilegum tekjum 31.864
Verðbréf með föstum tekjum 31.336
Veðlán 835
Verðtryggður innlánsreikningur 1.358
Húseignir og lóðir 15
Fjárfestingar alls 65.407
Kröfur 281
Aðrar eignir 3.549
Eignir samtals 69.237
Skuldir (1.185)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 68.052
Yfirlit um breytingar á hreinni eign
til greiðslu lífeyris fyrir árið 2008
Iðgjöld 5.520
Lífeyrir (1.249)
Fjárfestingartekjur (1.920)
Fjárfestingargjöld (229)
Rekstrarkostnaður (99)
Hækkun á hreinni eign á árinu 2.024
Hrein eign frá fyrra ári 66.028
Hrein eign til greiðslu lífeyris 68.052
Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu
tryggingafræðings 31.12.2008
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -3.966
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum (%) -22,5%
Eignir umfram heildarskuldbindingar -2.385
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum (%) -4,8%
Kennitölur
Eignir í ísl. kr (%) 72,9%
Eignir í erl. mynt (%) 27,1%
1) Fjöldi virkra sjóðfélaga 10.605
Fjöldi sjóðfélaga í árslok 41.856
2) Fjöldi lífeyrisþega 1.175
1) Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddu iðgjald á árinu.
2) Meðalfjöldi lífeyrisþega sem fengu greiddan lífeyri á árinu.
Ávöxtun 2008 Meðalávöxtun síðustu 5 ára
Góð ávöxtun miðað við erfiðar
aðstæður á fjármálamörkuðum
Frjálsi lífeyrissjóðurinn fór ekki varhluta af erfiðleikum á fjármála-
mörkuðum árið 2008. Aðgerðir í Eignastýringu Kaupþings, sem er
rekstraraðili sjóðsins, höfðu þó miðað að því að minnka markvisst
áhættu t.a.m. með því að auka vægi ríkisskuldabréfa og selja hluta-
bréf. Þannig tókst að draga verulega úr neikvæðum áhrifum á eigna-
safn Frjálsa lífeyrissjóðsins sem endurspeglast í ávöxtun sjóðsins
árið 2008.
Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun sjóðsins þarf ekki að skerða
réttindi eða lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins.
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 28. apríl nk. kl.
17.15 í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19. Dagskrá verður
auglýst síðar.
Áhrif yfirtöku Straums á Frjálsa lífeyrissjóðinn
Vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi 9. mars sl. hafa hluta-
bréf félagsins verið afskrifuð í eignasafni sjóðsins. Óvissa er um hve
stór hluti skuldabréfanna mun greiðast upp. Eins og sjá má í með-
fylgjandi töflu var eignarhlutur sjóðsins í Straumi lítill og hefur því
óveruleg áhrif á Frjálsa lífeyrissjóðinn.
Verðbréf Straums sem hlutfall af heildareignum
Frjálsa lífeyrissjóðsins 6. mars 2009.
Hlutabréf Skuldabréf
Frjálsi 1 0,3% 0,6%
Frjálsi 2 0,2% 1,0%
Frjálsi 3 0% 0%
Frjálsi Áhætta 0,2% 0%
Tryggingadeild 0,5% 0,1%SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til
að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið
er á móti efni á netfanginu greinar@
frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar
sem finna má nánari leiðbeiningar.
Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
UMRÆÐAN
Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar
um kjör fatlaðra
Á fundi mínum með fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands og
Landssamtakanna Þroskahjálpar
í síðustu viku ræddum við nýjar
reglur um styrki og uppbætur til
hreyfihamlaðra
einstaklinga
vegna bifreiða.
Í þeim eru ýmis
nýmæli.
Fjárhæðir
styrkja og upp-
bóta vegna bif-
reiðakaupa
hreyfihamlaðra
einstaklinga
hækka um 20%.
Hækkunin er löngu tímabær því
þessar fjárhæðir höfðu ekki hækkað
í níu ár. Þannig nemur fjárhæð upp-
bótar til bifreiðakaupa nú 300.000
kr. og ef um er að ræða fyrstu bif-
reið er fjárhæðin 600.000 kr. Fjár-
hæðir styrkja til bifreiðakaupa til
þeirra sem eru verulega hreyfi-
hamlaðir hækka úr 1.000.000 kr. í
1.200.000 kr. Það er afleitt að góð-
æri liðinna ára hafi ekki verið nýtt
til svo sjálfsagðra úrbóta fyrir fatl-
aða. Vissulega hefði verið æskilegt
að hækka bætur og styrki meira, en
eins og aðstæður eru nú í samfélag-
inu var það ekki mögulegt.
Annað mikilvægt skref er að
ýmis skilyrði fyrir uppbótum og
styrkjum eru rýmkuð. Áður var
það skilyrði fyrir veitingu 50-60%
styrks af heildarkaupverði sérút-
búinna og dýrra bifreiða að hinn
hreyfihamlaði stundaði launaða
vinnu eða skóla. Þetta skilyrði er
nú afnumið á þeim forsendum að
bifreiðin eigi að nýtast fólki í dag-
legu lífi. Jafnframt er fellt út eldra
skilyrði um að hinn hreyfihamlaði
aki sjálfur og í staðinn heimilað að
annar heimilismaður aki bifreið-
inni. Auk þessa er sá tími sem líða
skal að lágmarki milli styrkveit-
inga til bifreiðakaupa sérútbúinna
bifreiða styttur úr sex árum í fimm.
Hámarksstyrkur til bifreiðakaupa
er nú 5.000.000 króna.
Í nýrri reglugerð er hugtakið
hreyfihömlun skilgreint í fyrsta
sinn. Jafnframt hefur verið gerð sú
breyting að Tryggingastofnun ríkis-
ins er nú gert að greiða út uppbætur
og styrki vegna bifreiðakaupa mán-
aðarlega á sama hátt og tíðkast með
aðrar bætur í stað þess að greiða þá
út ársfjórðungslega. Þetta mun gera
það að verkum að bið eftir greiðsl-
um styttist til muna.
Með þessum breytingum er stig-
ið mikilvægt skref í þá átt að efla
stuðning við ferðamöguleika hreyfi-
hamlaðra þó margt megi enn bæta.
Ég tel nauðsynlegt að huga að frek-
ari endurskoðun ferðareglnanna
svo fleiri hreyfihamlaðir geti notið
þess frelsis sem fæst með því að
geta ferðast óhindrað á milli staða,
hvort sem það er í eigin bifreið eða
á annan hátt. Í slíkri vinnu mun ég
leggja mikla áherslu á að eiga gott
samstarf við hagsmunasamtök
öryrkja, fatlaðra og þá aðra sem
hlut eiga að máli.
Höfundur er félags- og trygginga-
málaráðherra.
Hærri styrkir
eftir 9 ára bið
ÁSTA RAGNHEIÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
Með þessum breytingum er
stigið mikilvægt skref í þá átt
að efla stuðning við ferða-
möguleika hreyfihamlaðra þó
margt megi enn bæta.