Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 14
14 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir
má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
LUC BESSON LEIKSTJÓRI
ER FIMMTUGUR.
„Það er alltaf litli mað-
urinn sem breytir ein-
hverju. Það gera ekki
stjórnmálamennirnir eða
stóru karlarnir. Hverjir
rifu til dæmis Berlínar-
múrinn? Það var fólkið á
götunni. Sérfræðingana
grunaði það ekki daginn
áður.“
Luc Besson er franskur leikstjóri og kvikmyndaframleið-
andi og stofnaði hann EuroCorp-kvikmyndafyrirtækið.
timamot@frettabladid.is
„Á morgun er tækifæri til að henda kynþáttafordómum í
ruslið, og ef allir setjast niður, líta í eigin barm og velta fyrir
sér hvort þeir hafi fordóma og hvaðan þeir koma, hljóta þeir
að komast að þeirri niðurstöðu að fordómar byggja alltaf á
vanþekkingu,“ segir Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mannréttindastofu Íslands, í tilefni Evrópu-
viku gegn kynþáttamisrétti, sem lýkur á sunnudag.
„Við höfum undanfarin ár haldið utan um átakið og ánægju-
legt hvað sífellt fleiri aðilar og samtök koma að því og fleiri
staðir bjóða upp á dagskrá í tengslum við vikuna. Á morgun
verða því fjölmenningarlegir viðburðir klukkan 16.30 í Smára-
lind, í Neista á Ísafirði, á Glerártorgi á Akureyri og í Reykja-
nesbæ, en í ljósi efnahagsþrenginga viljum við stuðla að al-
mennu umburðarlyndi í samfélagi okkar, þar sem allir eiga
jöfn tækifæri.“
Guðrún segir birtingarmynd kynþáttamisréttis mismun-
andi eftir löndum og menningarsvæðum. „Á Íslandi glímir fólk
meira við dulda fordóma en það að kynþáttahatri sé lýst yfir
opinberlega. Löggjöf á Íslandi er mjög takmörkuð hvað þetta
varðar og hefur aðeins einn dómur fallið þar sem veist hefur
verið opinberlega að öðrum á grundvelli kynþátta. Kerfið er
því óvirkt þegar kemur að því að vernda fólk gegn kynþátta-
misrétti, þrátt fyrir að ákvæði um slíkt sé í almennum hegn-
ingarlögum,“ segir Guðrún og útskýrir að með duldum fordóm-
um sé til dæmis átt við að fólk af erlendum uppruna eigi erf-
iðara með að sækja þjónustu til jafns við aðra, þeir hafi minni
atvinnutækifæri og komist jafnvel ekki inn á skemmtistaði.
Guðrún segir Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti hverfast
um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21. mars, en Allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mót-
mælenda sem myrtir voru 21. mars 1960, þegar þeir mótmæltu
aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.
„Evrópuvikan miðar að upprætingu mismunar, fordóma og
þjóðernishyggju í álfunni og stuðlar að umburðarlyndu Evr-
ópusamfélagi þar sem allir eru jafnir. Yfirskriftin í ár er fjöl-
breytni og leggjum við áherslu á að Ísland er fjölmenningar-
samfélag, þar sem allir eiga að hafa jöfn tækifæri, óháð út-
liti og uppruna. Mig grunar að Íslendingar átti sig ekki á því
enn að við erum hluti af fjölmenningarsamfélagi. Við þurf-
um að vera duglegri að opna faðminn fyrir þessum þúsundum
manna sem hér hafa sest að, langar að taka þátt í samfélaginu
og verða hluti af íslenskri menningu og þjóð.“
thordis@frettabladid.is
EVRÓPUVIKA: GEGN KYNÞÁTTAMISRÉTTI
Alla fordóma
beint í ruslið
BURT MEÐ KYNÞÁTTAFORDÓMA Guðrún Dögg Guðmundsdóttir er
framkvæmdastjóri Mannréttindastofu Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Okkar ástkæra,
Ester Magnúsdóttir
frá Hellissandi, Melalind 8, Kópavogi,
lést mánudaginn 16. mars á Vífilsstöðum. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. mars kl.
13.00.
Alexander Alexandersson
Hjördís Alexandersdóttir Guðmundur Jón Jónsson
Bára Alexandersdóttir Þórarinn Hjálmarsson
Erla Alexandersdóttir Sigurður Jón Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
Sveinbjörns
Guðbjarnasonar,
fyrrverandi útibússtjóra, Vesturvangi 22,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar og líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Sigríður Magnúsdóttir
Magnús Sveinbjörnsson Ingibjörg Steina
Eggertsdóttir
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson Dagbjört Lára Helgadóttir
Vilhjálmur Davíð Sveinbjörnsson Elísa Kristinsdóttir
Viðar Freyr Sveinbjörnsson Eva Hauksdóttir
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðrún R. Einarsdóttir
Efstaleiti 14, Reykjavík,
sem andaðist hinn 7. mars sl. á líknardeild LSH
í Kópavogi, verður jarðsungin frá Grensáskirkju,
fimmtudaginn 19. mars kl. 15.00.
Einar Már Sigurðarson Helga M. Steinsson
Rúnar Geir Sigurðsson Amanda J . Scarlett
Sigurður Örn Sigurðarson Ágústína G. Pálmarsdóttir
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Hjartkær móðir mín,
Hulda Einarsdóttir
Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit,
andaðist á dvalarheimilinu Kjarnalundi föstudaginn
13. mars. Útför hennar fer fram frá Kaupangskirkju
laugardaginn 21. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Benediktsson
Okkar ástkæra,
Kristín Kristjánsdóttir
frá Efra-Hóli, Staðarsveit, síðar búsett á
Sauðárkróki,
lést 11. mars sl. á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki. Jarðsett verður á Staðarstað laugardaginn
21. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friðjón Jónsson Hanna Olgeirsdóttir
Elskuleg systir okkar og mágkona,
Sigríður Guðbjörnsdóttir,
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
áður Reynimel 92,
lést fimmtudaginn 12. mars. Útförin fer fram í kyrrþey.
Gyða Guðbjörnsdóttir Stefán Björnsson
Sigurlaug Guðbjörnsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
Hjördís Sigríður
Björnsdóttir
Teigaseli 2, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Björn Sigurðsson
Gunnar Örn Sigurðsson
Sævar Sigurðsson
og fjölskyldur.
Okkar ástkæri
Bessi Guðlaugsson
Hjallaseli 55, áður til heimilis að
Bústaðavegi 65, Reykjavík,
lést mánudaginn 16. mars 2009. Útför hans verður
auglýst síðar.
Rakel Guðlaug Bessadóttir Auður Bessadóttir
Haukur Sævar Bessason Sigurður Bessason
Kári Húnfjörð Bessason Gréta Sigrún Gunnarsdóttir
Vésteinn Hilmar Marinósson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Karen Jónsdóttir
frá Norðfirði,
lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 12 mars.
Margrét Ingimundardóttir
Óskar Sigþór Ingimundarson Hrafnhildur Halldórsdóttir
Jón Þór Ingimundarson Helena Ingvadóttir
Ingi Pétur Ingimundarson Sigrún Pálsdóttir
Unnar Smári Ingimundarson Berglind Viktorsdóttir
Steinar Örn Ingimundarson Jóna Margrét Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu, samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Sigurðar Ólafssonar
Bergstaðastræti 68.
Sérstakar þakkir fá forystumenn Knattspyrnufélagsins
Vals.
Vigdís Sigurðardóttir Björn Lúðvíksson
Hjörtur Sigurðsson Hafdís Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Menntaskólinn í Reykjavík
tapaði fyrir fimm árum síðan
í Spurningakeppni fram-
haldsskólanna í fyrsta skipti
síðan 1992.
Gettu betur er spurninga-
keppni framhaldsskóla á Ís-
landi sem Ríkisútvarpið
stendur fyrir árlega. Undan-
keppni fer fram í útvarpi og
að henni lokinni halda átta lið áfram í útsláttarkeppni í sjónvarp-
inu. Keppnin hefur farið fram árlega síðan árið 1986 og er einn
vinsælasti dagskrárliður Ríkisútvarpsins frá upphafi. Fyrstu árin
sigruðu ýmsir skólar en vorið 1993 hófst sigurganga Menntaskól-
ans í Reykjavík sem stóð fram til ársins 2004 þegar Verzlunarskóli
Íslands bar sigur úr býtum. Menntaskólinn í Reykjavík er sigur-
sælasti skólinn í sögu keppninnar með fjórtán sigra en þar á eftir
kemur Menntaskólinn á Akureyri með þrjá sigra og eru þetta einu
skólarnir sem unnið hafa oftar en einu sinni.
ÞETTA GERÐIST: 18. MARS 2004
Sigurgöngunni lýkur