Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 16
MARKAÐURINN 18. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca -12,5% -33,3% Bakkavör -16,2% -41,8% Eimskipafélagið 0,0% -40,0% Föroya Bank 3,9% -12,4% Icelandair -3,5% -17,3% Marel -11,2% -38,9% SPRON 0,0% 0,0% Össur 0,4% -26,5% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 221 Úrvalsvísitalan OMXI6 566 G E N G I S Þ R Ó U N Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabank- arnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlut- verki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóð- irnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabank- ans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sér- stakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 millj- arðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðs- ins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráð- herra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreig- enda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíð- arsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikil- vægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helm- ing, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbygg- ingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskipta- bankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið. FRAMTÍÐARSÝN SPARISJÓÐANNA KYNNT Gísli Jafetsson og Guðjón Guðmundsson segja mikilvægt að tryggja tilvist sparisjóða landsins. MARKAÐURINN/GVA Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum Sparisjóðir landsins vilja að tilvist þeirra verði tryggð. Stefnt er á uppbyggingu útibúanets um allt land. H e i ð a r M á r Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Novator, á tíðum nefnd- ur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, stjórnarfor- manns Straums og meirihluta- eiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur mjög dregið úr verk- efnum Heiðars þótt hann sinni einstaka stórverkum, svo sem í tengslum við finnska íþrótta- vörurisann Amer Sports. Heiðar, sem hefur verið ötull talsmaður fyrir einhliða upptöku evru eftir bankahrunið í október í félagi við Ársæl Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, starfar nú hjá vogunarsjóðnum Clarium. Bandaríski frumkvöðullinn Peter Thiel setti Clarium á lagg- irnar fyrir sjö árum í kjölfar sölu á netgreiðsluþjónustunni PayPal, sem hann stofnaði ásamt öðrum, en seldi uppboðsvefnum eBay. Thiel hefur komið að fjárfest- ingum í fjölda sprotafyrirtækja síðan þá sem orðið hafa risar, svo sem í LinkedIn og Facebook. Thiel flytur senn búferlum til Sviss og mun Heiðar starfa þar, samkvæmt heimildum Markað- arins. - jab HEIÐAR MÁR GUÐJÓNSSON Heiðar að mestu skilinn við Novator „Það hefur verið mikið álag á okkur og því hefur tafist að sekta fyrirtæki vegna vanrækslu á árs- reikningaskilum,“ segir Guð- mundur Guðbjarnason, forstöðu- maður Ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra. Í fyrrasumar tóku í gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi. Tefj- ist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Ársreikningaskrá sendi í byrj- un síðasta árs áminningu til van- skilafyrirtækja vegna málsins og skiluðu fjögur þúsund fyrirtæki ársreikningi í kjölfarið. Um mitt ár í fyrra sátu rúm tvö þúsund fyrirtæki eftir í trassahópnum. Reiknað er með að heildarsekt- ir vegna vanskila geti numið allt að hálfum milljarði króna vegna ársins 2006. Guðmundur segir að nú um stundir sé verið að kalla eftir reikningum fyrir árið þar á undan en allmörg fyrirtæki hafi fengið boð um að þau verði sektuð vegna vanskila. Fjöldi fyrirtækjanna liggur ekki fyrir. „Ég var mun bjartsýnni á það í fyrra að sektir myndu ganga eftir. Við förum í þetta af krafti með vorinu,“ segir Guðmundur. - jab GUÐMUNDUR GUÐBJARNASON Ársreikningaskrá er um þessar mundir að kalla eftir reikningum vegna ársins 2007. Rúmlega tvö þúsund fyrirtæki fá sekt vegna vanskila á reikningum ársins 2006. MARKAÐURINN/ANTON Sektargreiðslur tefjast Nokkur þúsund fyrirtæki eiga yfir höfði sér að verða sektuð um kvartmilljón vegna vanrækslu. „Það er víða erfitt,“ segir Martin Södergård, framkvæmdastjóri hraðsendingafyrirtækisins DHL á Norðurlöndunum. Hann var staddur hér á landi á dögunum. Fyrirtækið er eitt fjögurra umsvifamestu fyrirtækja í heimi á sviði hraðsendinga með starfsemi í 220 löndum. Það skynjar því vel hvernig kruml- ur kreppunnar hafa herpt að efnahagslífi þjóðanna víða um heim. Inntur eftir því vildi fram- kvæmdastjórinn ekki gefa upp með hvaða hætti fyrirtæk- ið hafi fundið sjálft fyrir efna- hagskreppunni. Samdrátturinn sé þó upp á tveggja stafa tölu. „Þótt við höfum dregið mjög úr rekstrarkostnaði er passað upp á að það komi ekki niður á þjónust- unni. Þá myndum við ekki starfa lengi,“ segir Södergård. DHL hefur gengið í gegnum margt á fjörutíu árum. Fram- kvæmdastjórinn segir fáa hins vegar hafa séð jafn hraða niðu- sveiflu og nú. Sjálfur hafi hann tuttugu ára reynslu í bransan- um. „Við tókum eftir því að hrað- sendingum hafði fækkað mjög mikið hér í apríl í fyrra. En þetta er ótrúlegt,“ segir hann. - jab STJÓRNENDUR Christopher Piganoil, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra DHL á Íslandi um mánaðamótin, ásamt Martin Södergård, framkvæmdastjóra DHL á Norðurlöndunum. MARKAÐURINN/VALLI Hraðsendingum fækkar í kreppu Elstu menn hafa ekki séð jafnhraða niðursveiflu og nú hefur verið. Verðbólguvísitalan hækkar um 0,3 prósent í mars gangi eftir spá Greiningar Íslandsbanka. „Reynist spá okkar á rökum reist mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 17,6 prósentum í 16,2 prósent, en verðbólga fór hæst í 18,6 prósent í janúar síðastliðn- um,“ segir í umfjöllun bankans. „Áhrif gengishruns krónu á haustmánuðum í fyrra eru nú að fjara út, og raunar eru þegar farin að sjást merki um jákvæð áhrif gengisstyrkingar síðustu mán- aða,“ segir þar. Á móti komi enn áhrif af útsölulokum. - óká Spá verðbólgu í 16,2 prósent

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.