Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Jón Baldur Þorbjörnsson er nýkom-
inn heim úr fyrstu Iceland Trophy
Winter-ferðinni þar sem ekið var
um Suðurland og inn á hálendið á
sérútbúnum Land Rover-jeppum.
Segja má að ferðin sé smækkuð
útgáfa af Camel Trophy-keppn-
inni, sem haldin var víða um heim
á árunum 1980 til 2000, að því leyti
að ferðamenn aka sjálfir um ævin-
týralegar slóðir á Land Rover.
„Þetta var fimm daga ferð um
suðurhálendið þar sem reyndi
mikið á aksturshæfileika þátttak-
enda auk þess sem þeir þurftu að
bjarga sér við krefjandi aðstæð-
ur. Við keyrðum yfir Langjökul
upp að Kili, um Línuveg að Land-
mannalaugum og Heklu svo dæmi
séu tekin og var þetta að vonum
mikil upplifun fyrir þátttakend-
ur sem voru frá Sviss, Hollandi,
Þýskalandi og Bretlandi,“ segir
Jón Baldur, sem rekur ferðaskrif-
stofuna Ísafold Travel sem hafði
umsjón með ferðinni.
„Þetta er skemmtileg nýj-
ung í ferðaþjónustu á Íslandi en
ferðamenn hafa hingað til ekki
getað leigt sér breytta jeppa til
að spreyta sig á. Um er að ræða
virka ferðaþjónustu þar sem ferða-
menn hafa sjálfir fyrir hlutunum
og koma sér á milli staða,“ segir
Jón Baldur en honum þykir sér-
staklega mikilvægt að bjóða upp
á nýjungar í ferðaþjónustu nú á
erfiðum tímum til að laða erlenda
ferðamenn að landinu.
„Það eru engir nýgræðingar sem
leggja upp í svona ferð og þurfa
þátttakendur að kunna eitthvað
fyrir sér. Við leggjum þó mikið
upp úr öllum öryggisatriðum og
erum bæði með mann með öflug-
an bíl sem fer fyrir hópnum og
eftir reku.“
Jeppunum, sem eru tíu talsins,
var öllum breytt hjá fyrirtækinu
SS Gíslasyni sem sérhæfir sig í
breytingum á Land Rover. Þeir
voru allir gerðir eins úr garði
og sérhannaðir fyrir íslenskar
aðstæður. Í sumar býður Ísafold
Travel upp á sams konar ferð sem
kallast Iceland Trophy Summer
Edition. Sú ferð verður tíu daga
löng og nær yfir stærra svæði. Sjá
nánar á www.isafoldtravel.is
vera@frettabladid.is
Á Land Rover um landið
Jón Baldur Þorbjörnsson hefur margra ára reynslu af leiðsögumannastörfum og hefur ferðast um landið
þvert og endilangt. Hann er nýkominn heim úr ánægjulegri en krefjandi jeppaferð um suðurhálendið.
Jón Baldur Þorbjörnsson (til hægri), leiðsögumaður og eftirreka í ferðinni, ásamt bróður sínum, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni, sem
var fararstjóri og fór fyrir bílalestinni. MYND/ÚR EINKASAFNI
SKÓHILLA sem hægt er að sitja á er mjög
góður kostur í forstofuna. Mörgum finnst erfitt
að standa þegar þeir fara í skóna og þá þarf
ekki að eyða plássi í stóla.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
12V 3,6A 12V 0,8A
Tilboð í mars
10% afsláttur af þessum tveimur tækjum
ER RAFGEYMIRINN TÓMUR?
HLEÐSLUTÆKI