Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 23

Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. mars 2009 1 Boðið verður upp á ferð og fræðslu fyrir einhleypa á Hótel Heklu dag- ana 23. til 26. apríl. ÍT ferðir standa fyrir námskeiðinu í samstarfi við Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur, NLP- kennara og lífsþjálfa. „Þó að þetta sé ferð fyrir einhleypa þá erum við ekki að hugsa um að para saman fólk. Þetta er ekki stefnumótaferð heldur frekar náms- og skemmti- ferð fyrir einhleypa. Þá erum við ýmist að hugsa um fólk sem hefur lent í því að missa maka, hefur skil- ið eða er bara einhleypt og lang- ar að skoða stöðu sína í lífinu,“ segir Harpa Hrönn Stefánsdóttir, afgreiðslustjóri hjá ÍT ferðum. Ferðin kostar 69.900 krónur en innifalið í verðinu eru gisting í þrjár nætur í tveggja manna her- bergi, fullt fæði, námskeið, nám- skeiðsgögn og eitt kvöld með eft- irfylgni. Aukagjald vegna einbýlis er 6.900 krónur fyrir þrjár nætur. „Fræðslan er sniðin fyrir einhleypa og þar verður meðal annars skoð- að hvernig óvæntar breytingar geta haft áhrif á líf okkar og hvernig við og umhverfið bregðumst við,“ segir Harpa Hrönn áhugasöm og bætir við: „Hrefna Birgitta hefur yfir 25 ára reynslu í sínu fagi og hefur haldið fjölda námskeiða um BTM; breytingar, tækifæri og markmið, fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Íslandi og í Noregi. Um þess- ar mundir starfar hún líka fyrir Vinnumálastofnun við að hjálpa fólki að rífa sig upp úr því sem er að gerast núna. Á okkar námskeiði er kennt hvernig má á einfaldan hátt setja sér raunhæf markmið og breyta lífsstefnunni í þá átt sem við óskum.“ Ferðin er hugsuð sem tækifæri fyrir einhleypt fólk til að setja sér markmið í lífinu og kynnast nýju fólki um leið og það upplifir eitt- hvað öðruvísi og spennandi. „Í raun er þetta bara hvatning fyrir fólk að lifa lífinu lifandi og áhersla er lögð á hvernig við veljum að bregðast við aðstæðum,“ segir Harpa Hrönn og nefnir að ein af ástæðunum fyrir því að námskeiðið er haldið á Hótel Heklu sé sú að þá byrji allir á sama reit. „Við vildum ná fólki úr sínu eigin umhverfi og fá það til að fara í meiri einangrun til að einbeita sér að námskeiðinu frá morgni til kvölds. Þá eru allir á nýjum stað og ekkert utanaðkomandi áreiti trufl- ar einbeitinguna og fólk kynnist betur.“ Oft bjóða ferðaskrifstofur upp á pakkaferðir fyrir pör eða hópa en í þessu tilfelli er áherslan lögð á ein- hleypa. „Ákveðið hugrekki þarf til að fara einn í einhverja hópferð en þarna eru allir á sömu forsendum og svipuðum stað í lífinu,“ segir Harpa Hrönn einlæg. Nánari upp- lýsingar um ÍT ferðir og námskeið- ið má finna á itferdir.is og bruen.is. hrefna@frettabladid.is Upplifunin skiptir máli ÍT ferðir eru að fara af stað með spennandi námskeið fyrir einhleypa undir yfirskriftinni Ferð og fræðsla fyrir einhleypa. Námskeiðið er unnið í samvinnu við lífsþjálfa og fer fram á Hótel Heklu í apríl. Harpa Hrönn segir ÍT ferðir sérhæfa sig í öðruvísi ferðum eins og til dæmis íþrótta- og hvataferðum. Ferðin á Hótel Heklu er hugsuð fyrir einstaklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEIÐIKORTIÐ 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 kr. Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Nánari upplýsingar á www.veidikortid.is Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid. MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.