Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 29

Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 18. mars 2009 7 Þótt fræðimenn og fjölmiðlar vilji ekki tala um það, þá er nokkurra ára tímabil verðhjöðn- unar á næsta leiti. Nánast allir í heiminum eru að búa sig undir þetta eða verjast þessu nema við Íslendingar. Bjartsýnismenn segja að aðgerðir Obama séu að virka þar sem peningaprentunin er að skila sér út í verðlagið í Bandaríkj- unum og hlutabréf hækka, þegar þetta er skrifað. Fleiri og meira sannfærandi rök lúta að því að um sé að ræða sápu- kúlu sem á brátt eftir að springa. ARM og Alt-a íbúðarveðlánavöndl- anir eru komnir í vanskil í Banda- ríkjunum upp á 1,7 billjón (1.700 milljarða!) dala en þeir voru seldir víðsvegar um heiminn. Það eru um 700 billjónir dala í hlutafleiðum og tryggingum í hagkerfi heimsins og AIG sýnir sig sem óseðjandi svart- hol á bandarískt almannafé. Gen- eral Motors og Chrysler verða án nokkurs vafa færðir í gjaldþrota- skipti með ófyrirséðum afleiðing- um fyrir iðnað í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, þ.m.t. áliðnað á Íslandi. Talið er að fjármálakerfi Evr- ópu þurfi 25 billjónir dala til að endurfjármagna sig á næstu fjór- um árum, og eru ábyrgir menn að segja að fjármálakerfi heimsins sé í raun hrunið. Líklegt er að S- Evrópa reyni að slíta sig úr evr- ubandalaginu á meðan A- Evrópa reynir að komast inn í það. Evran er of há fyrir S-Evrópu og A-Evr- ópa er tæknilega gjaldþrota. Þetta gerist á meðan lánadrottnar A- Evrópu eru flestir frá N-Evrópu, eins og Austuríki, Belgíu, Svíþjóð og jafnvel Noregi. Nú er svo komið að skuldir ríkja eru svo ofboðslegar að fjölda- gjaldþrot heilu ríkjanna og stór- fyrirtækja eru nær óhjákvæmi- leg og skilar það sér í gríðarlegu atvinnuleysi. Atvinnuleysi kallar á stórminnkaða eftirspurn sem svo leiðir til verðhjöðnunar. Þetta er vítahringurinn sem innsiglar nokkra ára verðhjöðnunartímabil á hnattrænum skala. Viðbrögðin við verðhjöðnun eru aðallega prentun gjaldmiðla og lækkun stýrivaxta. Við Íslend- ingar eigum eftir að gera hvort tveggja, en umræður eru á meðal hagrýna um annan valkost. Vanga- veltur eru um að koma á neikvæð- um nafnvöxtum á bankainnlán og tímastimplaða seðla. Þetta þýðir að bankar taka þóknun fyrir að hýsa fjármuni almennings, og seðlar missa verðmæti sitt ef þeim er ekki eytt innan tiltekins tíma. Þetta er býsna róttæk aðgerð, en gæti verið óhjákvæmileg. Það besta við þessa aðgerð er að hún kemur ekki niður á þeim sem lítinn pening eiga eða hafa lág laun. Þetta úrræði neyðir aðeins þá sem töluverðan eða mik- inn pening eiga inni á bókum til að fjárfesta í hagkerfinu; í hlutabréf- um eða öðrum eignum sem væn- legar eru til ávöxtunar. Þannig má knýja hjól atvinnulífsins áfram og atvinnusköpun. Það er ekki vænlegt að þeir sem eiga enga peninga séu að eyða þeim, það liggur í orðanna hljóð- an. Hins vegar er hagkerfið og atvinnulífið botnfrosið vegna þess að þeir sem eiga peninga eru ekki að fjárfesta eða eyða. Ég vil hér með varpa þessarri vangaveltu til hagrýna þjóðarinnar því umræða verður að skapast um komandi ár, sem eiga eftir að verða mögur í meira lagi. Efnahagsmál Þetta þýðir að bankar taka þóknun fyrir að hýsa fjár- muni almennings, og seðlar missa verðmæti sitt ef þeim er ekki eytt innan tiltekins tíma. Þetta er býsna róttæk aðgerð, en gæti verið óhjákvæmileg. Neikvæðir nafnvextir og tímastimplaðir seðlar GUNNAR KRISTINN ÞÓRÐARSON guðfræðingur Nú þarf hnípin þjóð að rýna í ókomna tíð og finna hinn sanna tón. Góðu heilli reynir margur sitt til þess en stundum er erfitt að verjast brosi þegar helstu söngfuglar Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks kvaka í klökkum kór um hvernig leysa skuli hrím- hvítt land úr klakaböndum. Ekki minnkar skaupið þegar hæstvirt- ur iðnaðarráðherra, Össur Skarp- héðinsson, stígur dillandi dans undir ljúfum tónunum. En hverju ætli englakórinn syngi nú lof og dýrð? Jú, 360 þúsund tonna álveri í Helguvík! Grábölvað er atvinnuleysið en ekki skyldi gleyma af hverju það er sprottið: Bankahruni í boði útrásarvíkinga og ráðamanna, flestra úr Framsókn og Sjálfstæð- isflokki! Ræturnar lágu í skamm- sýni, græðgi og veruleikafirr- ingu. Er þá ekki tími til kominn að læra af biturri reynslu og líta langt fram á veg af raunsæi og hyggjuviti? En hvað stendur til? Jú, að veita álveri milljarða íviln- anir frá sköttum og skyldum og færa því ómælda orku á vildar- kjörum. Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur, eftirspurn fer þverr- andi og birgðir hlaðast upp. Ekki hefur Century Aluminum, móð- urfélag Norðuráls, farið varhluta af því enda lokað álveri í Ravens- wood í Vestur-Virginíu og rifað seglin í Hawesville í Kentucky. Flest er á huldu um hvort Cent- ury Aluminum hefur bolmagn til að reisa og reka 360 þúsund tonna álver í Helguvík. Ekki bætir úr skák að orkuöflun er í uppnámi enda þarf víst 625 megavött til. 250 eiga að koma frá Hitaveitu Suðurnesja, 175 frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til þess dugir ekki minna en að stækka Reykjanes- virkjun og Hellisheiðarvirkjun og virkja í Eldvörpum, við Krýsu- vík, í Hverahlíð og hugsanlega við Gráuhnúka. Ei að síður skortir að minnsta kosti 200 megavött, jafn- vel meira meðan sveitarfélagið Ölfus fellst ekki á að þaðan verði lögð lína til að flytja orku frá Hell- isheiði áleiðis til Suðurnesja. Synd er að segja að ráðamenn heillist af framtíðarsýn um eld- fjallagarð og fólkvang á Reykja- nesskaga og síst fyrirséð hvort leggja þurfi fleiri náttúruperlur í sölurnar fyrir draumahöllina í Helguvík. Allt eins er hætt við því um ókomin ár að orka úr ónýttum lindum Suður- og Suðvesturlands sogist í eiturspúandi gímald fyrir lítið fé. Hvað yrði þá eftir í nýstár- legri, fjölbreyttari, vistvænni og ábatasamari umsvif? Hvað um að eiga orku í gagnaver, sólarkís- ilvinnslu, frekari aflþynnufram- leiðslu eða annan viðlíka atvinnu- rekstur? Hvað um að knýja fleiri samgöngutæki með innlendri orku til að losa minni koltvísýring og spara dýrmætan gjaldeyri? Sæt- legur sírenusöngur leiddi þjóðar- skútuna í hafvillu og haugasjó. Á nú enn og aftur að ljá þeim eyra sem helst heilluðust og hæst gólu til að magna þann seið? Ætli þeirra tónaflóð reynist þá nokkuð minna en svanasöngurinn? Svanasöngurinn? Ótrúlegur vanskilningur Það er undarlegt að fylgjast með umræðum á Alþingi þessa daga, og reyndar ekki í fyrsta sinn. Sérstaka athygli vekur andstaða formanns Sjálf- stæðisflokksins við frumvarp allra annarra flokka um stjórn- arskrárbreytingar – og þá einkum við ákvæði um stjórn- lagaþing – þjóðfund – til að endurskoða stjórnarskána frá rótum. Í málflutningi hans kemur fram, að sú andstaða byggist einkum á tvennu. Ann- ars vegar vex honum í augum kostnaður við slíkt þinghald, og svo finnst honum fráleitt að taka af alþingismönnum – þjóðkjörn- um fulltrúum eins og hann segir – réttinn til að enduskoða sjálfir stjórnarskrána. Í þessari andstöðu birtist svo ótrúlegur vanskilningur, að helst minnir á alkóhólista í afneitun. Maður skyldi ætla að hann hefði heyrt eitthvað af almennri umræðu á þessum vetri, en svo virðist ekki vera. Eða þá að hann er að því leyti líkur forvera sínum í formanns- stóli að taka ekkert mark á skoð- anakönnunum eða áliti annarra, hversu margir sem þeir eru, ef það fer í bága við eigin skoðan- ir. Það eru víst ekki nema 60% þjóðarinnar sem eru beinlín- is fylgjandi stjórnlagaþingi. Af hverju skyldi það vera? Það er vegna þess að þjóðin treyst- ir ekki lengur Alþingi sem er ofurselt flokksræði (og allra síst honum sjálfum) til breyt- inga á þeim grundvallarlögum sem þeir lúta og munu vænt- anlega takmarka vald þeirra sjálfra. Rétt eins og formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki sjálfur hreinsað til eftir óstjórn sína og flokks síns og það efna- hagshrun sem hann ber ábyrgð á, – þannig geta alþingismenn ekki breytt lögum um sjálfa sig. Enginn getur verið eftirlits- maður eða yfirmaður sjálfs sín. Þetta hefur formaður Sjálfstæð- isflokksins ekki skilið, og þess vegna er stjórnmálaferill hans á enda. Við þetta má svo bæta, að Alþingi hefur reynst ófært um að breyta stjórnarskránni, þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Vissulega mun það kosta sitt að halda stjórnlagaþing og breyta stjórnarskránni. Það kostar sitt að hreinsa til eftir óstjórn og spillingu stjórnmála- manna. Sá kostnaður er þó ekki mikill borinn saman við þann sem þjóðin þarf að taka á sig nú eftir viðskilnað síðustu ríkis- stjórnar. Eftir slíkt hrun þarf að byrja nýtt líf með nýju lýðveldi og nýrri framtíðarsýn. Það verð- ur ekki gert með neinum fálm- kenndum smábreytingum. Það verður einungis gert með því að semja nýju lýðveldi algerlega nýja stjórnarskrá með skýrri grundvallarstefnu sem byggist á frelsi, jafnrétti og bræðralagi. EINAR SIGMARSSON íslenskufræðingur Auglýsingasími – Mest lesið NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK rithöfundur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.