Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 18. mars 2009 17 Hinrik Hænir var í miklum metum meðal íslenskra ljóða- unnenda og skálda allar götur frá því að hann tók að birta ljóð- mæli sín á þriðja áratug 19. aldar. Næstu öld var hann mikið þýdd- ur af fjölda íslenskra skálda og á ekkert skáld jafnmargar þýðing- ar og hann ef frá er talinn Shake- speare. Er mikil synd að ekki skuli hafa verið safnað saman í ljóðmæli þeim þýðingum, helst í tvítyngdri útgáfu, stærsta safnið sem kom út með þýðingum kvæða hans árið 1919 sem er falleg lítil bók. Nú bætist heldur betur í þýð- ingar á verkum Hænis, eins og Fjölnismenn kölluðu hann, því Einar Thoroddsen, læknir og lífskúnstn er, hefur þýtt mik- inn ljóðabálk skáldsins frá 1843: Deutschland: Ein Wintermär- chen. Hænir bjó lungann úr ævi sinni í París. Hann fæddist 1797, gaf sína fyrstu bók út 1821 og fluttist frá Þýskalandi til Parísar 1831 og bjó þar til dauðadags 1856. Um bálkinn segir Einar Thor- oddsen: „Árið 1843 í nóvember fór Heine til Þýzkalands en hafði verið í útlegð í París í 13 ár. Hann kom inn í landið í Aachen fullur eftirvæntingar og endaði í Ham- borg eftir miklar „pælingar“, pól- itískar, trúarlegar, menningarleg- ar og aðrar sem nöfnum tjáir að nefna. Hann sá að þjóðin hefur ekki breyst neitt að ráði, „mör- landinn“ er sá sami og mjög oft verður hann fyrir vonbrigðum. Heine skrifaði bálkinn í mars 1844 og vildi helst ekki breyta miklu eftir það, því að stundum er betra að segja hlutina „hráa“ en að byrja að fága. Bálkurinn er í 27 köflum og bragarhátturinn ekki alltaf alveg sá sami, en í þýðing- unni er reynt að nota stuðla, segir Einar, „höfuðstafi og allt það“ fyrir utan að í henni koma fyrir hlutir sem gerðust eftir 1844 og Heine vissi ekkert um enda þótt hann hafi oft verið forspár.“ Einar ætlar að lesa þýðingu sína í heild í kvöld í Gamla bíói - Íslensku óperunni og hefur lestur- inn kl. 20. Miðasala við inngang- inn. - pbb Læknir þýðir ljóðabálk eftir Hæni BÓKMENNTIR Einar Thoroddsen læknir hefur þýtt mikinn ljóðabálk eftir Hæni, uppáhald Fjölnismanna og Hannesar Hafstein meðal annarra. Í kvöld verða tónleikar í Nor- ræna húsinu. Þar eru á ferð þau Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Einar Jóhannesson, klarinett, og Valgerður Andrésdóttir, píanó, eða Trio Varioso, eins og þau kalla sig. Með þessum tónleikum hefst tónleikaröð Félags íslenskra tón- listarmanna í samvinnu við Nor- ræna húsið. Trio Varioso mun í kvöld flytja blandaða efnisskrá með ljóðasöng og tónverkum eftir íslensk og dönsk tónskáld fyrir hlé, Hafliða Hallgrímsson, Atla Heimi Sveinsson, Peter Heise og Niels W. Gade. Eftir hlé mun frönsk og þýsk sveitastemning vera ríkjandi en þá verða flutt verk eftir Schubert, Chausson og Pierne. Á tónleikun- um verða frumflutt tvö lög eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hefur skrifað fyrir tríóið, Þröstur í tré við sjúkrahús og Skógarhind. Tónleikarnir hefjast kl. 20. - pbb Tónleikaröð í Norræna húsinu TÓNLIST Ingibjörg Guðjónsdóttir sópr- ansöngkona, Einar með klarinettið og Valgerður við píanóið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 18. mars 2009 ➜ Tónleikar 12.30 Tríó Hak flytja verk eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur, Tómas R. Einarsson og Sigurð Flosason á háskólatónleikum í Hátíðarsal Háskóla Íslands, aðal- byggingu. 20.00 Félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir tónleikaröð í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í kvöld mun Trio Varioso flytja blandaða efnisskrá með ljóðasöng og tónverkum eftir Schubert, Chausson, Atla Heimi Sveinsson og fleiri. ➜ Leiklist 16.00 Forsýning verður á leikverkinu „Ég heiti Rachel Corrie“ eftir Alan Rickman og Kath- erine Viner. Þóra Karítas Árnadóttir flytur verkið í Borgarleikhúsinu við Listabraut. ➜ Fyrirlestrar 16.30 Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri og þýðandi, flytur erindi um þýðingar á leikritum og skáldritum í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. ➜ Dans Nemendur úr Dansskóla Birnu Björns verða með þrjár sýningar í Borgarleik- húsinu við Listabraut þar sem þau sýna Hipp hopp, jazzballet, Broadwaydans og margt fleira. Sýningarnar verða kl. 17, 18.30 og 19.30. ➜ Sýningar Á Skörinni í Handverki og hönnun við Aðalstræti 10, hefur Katrín Jóhannes- dóttir opnað sýningi á prjónuðum kjól- um, peysum og fylgihlutum. Opið alla virka daga kl. 9-18, fim. til kl. 22 og um helgar kl. 12-17. ➜ Söngleikir 20.00 Verðandi, leikfélag Fjölbrauta- skólans við Garða- bæ, sýnir söngleik- inn Chicago í Urða- brunni, Hátíðarsal FG við Skólabraut. ➜ Ljósmyndasýningar Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi stendur yfir sýning Blaðaljósmyndarafé- lags Íslands auk þess sem opnuð hefur verið sýning ljósmyndarans Jim Smart. Opið alla daga nema mán. kl. 11-17. ➜ Myndlist Guðmunda Hulda Jóhannesdóttir (Munda) hefur opnað sýningu á vatns- lita- og akrýlmyndum á Café Mílanó í Faxafeni. Opið mán.-fim. kl. 9-23.30, fös. kl. 9-22, lau. kl. 9-18 og sun. kl. 12-18. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is styrkir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.