Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 2
2 21. mars 2009 LAUGARDAGUR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ 0 9 4 2 3 6 Franch, var þetta ekki bara eitthvað úrillur náungi? „Jú, mjög. Og ég alveg úrvinda á eftir.“ Ræningi vopnaður piparúða réðst inn í verslun úrsmiðsmins Franchs Michelsens í fyrradag. LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu fann aðra kannabisverksmiðju í iðnaðarhúsnæði á Esjumelum á Kjalarnesi í gær. Í henni reynd- ust vera um þúsund plöntur, bæði á millistigi í ræktun og græðling- ar. Af þessu er ráðið að ræktunin hafi verið á byrjunarstigi. Karl- maður um fertugt var handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Hann er nú laus úr haldi. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Þessi síðari verksmiðja er í næsta nágrenni við umfangs- mikla kannabisræktun sem fíkniefnalögreglan fann í sama iðnaðarhverfi í fyrrakvöld. Um var að ræða húsnæði á melunum ofan við Vesturlandsveg, norð- an Leiruvegar og Varmadalsveg- ar. Þar tók lögreglan 621 plöntu, fimm kíló af marijúana og svipað magn af kannabislaufum. Tveir voru handteknir og sleppt að lokn- um yfirheyrslum. Ekkert er talið benda til þess, á frumstigum rannsóknar þessara tveggja mála, að þau tengist. Fundur seinni verksmiðjunnar er tilkominn með þeim hætti að fíkniefnalögreglan var að svip- ast um í iðnaðarhverfinu vegna töku fyrri verksmiðjunnar. Þegar farið var að hægjast um ákváðu þeir að líta betur í kringum sig. Ýmis atriði við seinna húsnæðið bentu til þess að þar gæti verið eitthvað í gangi. Því var farið með nokkra fíkneifnaleitarhunda tollgæslunnar sem voru á staðn- um að síðarnefndu verksmiðj- unni. Þeir merktu vel og rækilega þegar þeir komu inn á planið hjá henni. Þá lét lögreglan til skarar skríða. Samkvæmt upplýsi ngum Fréttablaðsins var síðari rækt- unin mun umfangsminni en sú fyrri, enda aðbúnaðurinn á fyrstu stigum uppsetningar. Húsnæð- ið, sem er um 250 fermetrar að grunnfleti, var ekki nýtt nema að einum þriðja undir plönturnar. Hins vegar hefði nýtingin aukist fljótlega miðað við fjölda græð- linga. Þarna, eins og í fyrri verk- smiðjunni, voru á þriðja tug gróð- urhúsalampa og öflugt loftræsti- kerfi. Lögreglan minnir enn á fíkn- efnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. jss@frettabladid.is KANNABISVERKSMIÐJA Plönturnar í síðari verksmiðjunni voru ekki eins langt á veg komnar eins og plönturnar í þeirri fyrri, sem rannsóknarlögreglumaður sá um að vigta og mæla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fíkniefnahundarnir staðfestu ræktunina Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fann aðra kannabisverk- smiðju með um þúsund plöntum og græðlingum á Kjalarnesi í gær. Fíkniefna- hundar tollgæslunnar staðfestu með merkingum að fíkniefni væru innan dyra. HALDLAGÐAR PLÖNTUR - fjöldi kannabisplantna eftir árum. 2005 892 stk. 2006 1209 2007 1141 2008 881 Samtals 4123 2009* 5000 *Til 29. mars NÁTTÚRA Lóa sást einsömul á flugi skammt frá Höfn í Horna- firði í gær. „Ég var í Einarsl- undi þar sem verið er að merkja fugla þegar hún flaug yfir,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson fuglaá- hugamaður frá Höfn. Hann segir að nokkur unaðstilfinning hafi fylgt söngnum. „Hún er nokkuð snemma á ferðinni miðað við síð- astliðin tíu ár. Venjulega eru þær fyrstu að koma svona frá 20 til 31. mars.“ Hann vill þó engu spá um hvenær hún verði komin um allt land en þess verður þó ekki lengi að bíða segir hann. En það er ekki nóg með að lóan sé kominn, skógarþrösturinn var einnig á ferðinni í fyrradag. - jse Vorboðinn við Austurland: Ein lóa á flugi yfir Hornafirði STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, fjármálaráðherra og formað- ur vinstri grænna, kallaði eftir áframhaldandi samstarfi við Samfylkinguna í setningarræðu sinni á sjötta landsfundi flokks- ins í gær. Hann segir samstarfið gott og telur meirihluta þjóðar- innar styðja stjórnina til áfram- haldandi samstarfs. Steingrímur gerði efnahags- hrunið og ábyrgð stjórnmála- flokka í því sambandi að aðalefni setningarræðu sinnar. Sagði hann ábyrgð Sjálfstæðisflokksins þar ríka. Hins vegar hefðu VG verið eina stjórnmálaaflið sem benti á þá vá sem var fyrir dyrum. Hann sagði niðurstöðu alþing- iskosninganna árið 2007 von- brigði þrátt fyrir ágæta útkomu flokksins, og vísaði þar til að ekki tókst að fella ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. - shá Landsfundur Vinstri-grænna: Áframhaldandi stjórnarmynstur FORMAÐUR VG Megi vorið verða heitt, rautt og grænt, sagði Steingrímur J. Sigfússon í niðurlagi ræðu sinnar. EFNAHAGSMÁL Ísland gæti siglt út úr kreppunni á undan mörg- um öðrum þjóðum þar sem til- tektin hófst snemma hér á landi. Þetta sagði Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra í erindi sínu á aðalfundi Sam- taka verslun- ar og þjónustu (SVÞ) í gær. Margt bendir til þess að Ísland hafi betri burði til að takast á við harðan skell fjármálakreppunnar en mörg önnur lönd sem hafi lent í viðlíka kreppum, sagði Gylfi. Hann segir stjórnvöld geta lært af reynslu annarra, þau skref sem þurfi að stíga liggi fyrir. - bj Viðskiptaráðherra á fundi SVÞ: Gætum komist út úr kreppu á undan öðrum GYLFI MAGNÚSSON STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir segir að í svörum við fyrirspurn- um sem hún lagði fram á Alþingi á árunum 2001 til 2007, hafi efna- hagsástandið vísvitandi verið fegr- að. Það eigi einnig við um skýrslur eftirlitsstofnana, svo sem Seðla- bankans. Þetta segir Jóhanna í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag. „Ég spurði hvort stefnt gæti í hrun bankakerfisins vegna stærðar þess, hvort endurskoða þyrfti innistæðutryggingar, um hættuna vegna krosseignatengsla, kaup bankanna í óskyldum fyrirtækjum og óeðli legar lánveitingar ti l stjórnenda bankanna, svo dæmi séu tekin. Svörin voru öll á einn veg: Viðskiptaráðherra vísaði í eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankann, um að allt væri í besta lagi.“ Alveg ljóst sé að menn hafi fegrað ástandið í þessum svörum. Hún segir andvaraleysið í aðdraganda hrunsins hafa verið of mikið. Eftirlitsstofnanir hafi hins vegar ekki leitt stjórnvöld á réttar brautir með afstöðu sinni. „Ég tel að ef sannleikurinn hefði komið í ljós í þessum fyrirspurnum hefðu menn getað gripið fyrr inn í.“ Jóhanna segir mjög farsælt sitji félagshyggjustjórn eftir kosning- ar og hún telji lýkur á að stjórn- in sitji áfram fái hún meirihluta. „Já, ég held að innan flokkanna sé meirihlutavilji fyrir því. Fái stjórnin ótvíræðan meirihluta liggur það beinast við. Ég held að það sé nauðsynlegt eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokks- ins að hann vermi áfram stjórn- arandstöðubekkina. Stjórnarseta flokksins lagði grunn að mörgum þeim hremmingum sem íslenskt samfélag gengur nú í gegnum.“ kóp / Sjá síðu 22 JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Telur að meirihluti flokksmanna vilji áframhald- andi stjórnarsamstarf við Vinstri græna, fáist skýrt umboð í kosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Forsætisráðherra segir ástandið hafa verið fegrað í svörum á þingi við fyrirspurnum hennar: Menn fegruðu sannleikann vísvitandi SKIPULAGSMÁL Emil Örn Kristjánsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í hverfisráði Grafarvogs, segir alveg ljóst að vilji íbúa hafi staðið til þess að á vatnstanki við Hallsteinshöfða yrði komið upp útsýnispalli. Tankurinn var rifinn fyrir skemmstu og sagði Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur, að það hefði verið gert vegna slysahættu. „Ég undra mig á þessum skýringum, því það hefur ekki farið á milli mála að íbúar hafa óskað eftir útsýnispalli og annarri aðstöðu þarna. Vel má vera að tankurinn hafi verið illa farinn, ég hef ekk- ert séð um það. Það er hins vegar skrýtið að ekkert sé unnið í því að undirbúa óskir íbúanna á meðan þeir eru á fullu að undirbúa niðurrif.“ Dofri Hermannsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í hverfisráðinu, hefur gagnrýnt niðurrifið harð- lega. Hann gefur einnig lítið fyrir skýringar Krist- ínar. „Ef átti að dragar úr hættu á því að börn féllu fram af tankinum hefði verið einfaldara að setja upp handrið, enda var það í samræmi við óskir íbú- anna.“ Emil staðfestir skilning Dofra á málinu, íbúum hafi verið lofað útsýnispalli á tankinum. „Nú er tankurinn horfinn og þýðir ekki að gráta hann, þó það hefði verið lágmark að láta okkur vita. Nú þarf bara að drífa í að koma einhverju upp í staðinn.“ - kóp Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í hverfisráði Grafarvogs sammála: Rif vatnstanks í óþökk íbúa EMIL ÖRN KRISTJÁNSSONDOFRI HERMANNSSON Sprangari slasaðist við fall Drengur á fimmtánda ári slasaðist þegar hann féll milli fjóra og fimm metra niður af klettasyllu í Vest- mannaeyjum þar sem hann var að spranga ásamt félögum sínum. Hann lenti á bakinu og braut tvö rifbein og fékk gat á lunga. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.