Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 88
60 21. mars 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HESTAR Spennan magnast í ein- staklingskeppninni í Meistara- deild VÍS en Sigurður Sigurð- arson er aðeins tveim stigum á eftir Eyjólfi Þorsteinssyni eftir gæðingafimina. Hana sigraði Jakob Sigurðsson á Auð frá Lundum en þeir félagar sigruðu með yfirburðum og hlutu einkunnina 8,25. Valdimar Bergstað á Leikni frá Vakurstöðum varð annar með 7,63 og Sigurður varð þriðji með 7,45 en hann keppti á Suðra frá Holtsmúla. Eyjólfur Þorsteinsson er á toppi einstaklingskeppninnar með 29 stig en Sigurður 27. Í liða- keppninni er lið Málningar efst með 168 stig. - hbg Jakob Sigurðsson vann gæðingafimina: Sigurður dregur á Eyjólf > Nóg að gerast í körfunni Körfuboltaunnendur njóta sín eflaust vel þessa dagana í körfuboltaveislunni. Þeir fá meira fyrir sinn snúð um helgina. Í dag hefst úrslitarimma Hauka og KR í Iceland Express-deild kvenna. Fyrsti leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. Annað kvöld byrja svo undanúrslitin hjá körlunum þegar KR tekur á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í DHL-höllinni. Hin undanúrslitarimman hjá Grindavík og Snæfelli hefst svo á mánudagskvöldið í Grindavík. HANDBOLTI Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hjá Haukum hefur geng- ið frá tveggja ára samn- ingi við svissnesku meistar- ana í Amitica Zürich. „Það er loksins allt frágengið en þetta hefur tekið smá tíma. Mér líst mjög vel á þetta og hlakka til að fara í atvinnumennsk- una,“ sagði Kári Kristján kátur við Fréttablaðið í gær. Honum er ætlað að fylla skarð Norð- mannsins Franks Löke sem er að fara til GOG að öllu óbreyttu. „Það er víst eitthvað pen- ingavesen hjá GOG en ef hann fer ekki verður hann bara á bekknum hjá okkur næstu tvö ár,“ sagði Kári léttur. Kári er ekki eini Hauka- maðurinn sem er á faralds- fæti þessa dagana. Skyttan Sigurberg- ur Sveinsson ætlar sér einnig í atvinnu- mennsku næsta sumar. Hann stað- festi við Frétta- blaðið í gær að hann færi til æfinga hjá þýska úrvalsdeild- arfélaginu Minden þegar deildinni lýkur hér heima. Með liðinu leika Gylfi Gylfason og Ingimundur Kristján Ingimundarson. - hbg Kári semur í Sviss og Sigurbergur kíkir á Minden: Eftirsóttir Haukastrákar TIL SVISS Kári Kristján er búinn að semja við sviss- nesku meistarana. FÓTBOLTI Liverpool og Chelsea drógust saman í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu en það er fimmta árið í röð sem þessi lið mætast í keppninni. „Vonandi mun það ekki skipta máli að síðari leikurinn er á úti- velli,“ sagði Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, eftir drátt- inn. „Við verðum að hugsa fyrst og fremst um leikinn á Anfield þar sem við munum njóta stuðn- ings áhorfendanna. Vonandi tekst okkur að ná góðum úrslitum þar fyrir síðari leikinn.“ Þessi lið mættust í undanúrslit- um keppninnar í fyrra. Þá fór fyrri leikurinn fram á Anfield þar sem leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1. Chelsea vann svo síðari leikinn á heimavelli, 3-2, í framlengdum leik þar sem John Arne Riise skoraði sjálfsmark. „Við megum ekki gera sömu mistökin og við gerðum í fyrri leiknum í undanúrslitunum í fyrra,“ sagði Benitez. „Þetta verða erfiðir leikir en við höfum verið að spila vel og höfum trú á því að við getum unnið. Chelsea er með gott lið. Þessi lið þekkjast mjög vel og þetta er spennandi dráttur.“ Manchester United og Porto hafa einnig mæst nýlega í keppninni en síðarnefnda liðið vann United árið 2004. „Þetta er góður dráttur fyrir okkur,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. „Við höfum mætt Porto áður og berum virðingu fyrir öllum portúgölskum liðum.“ Þá hafa Arsenal og Villarreal einnig mæst áður – í undanúr- slitunum árið 2006 þar sem Ars- enal vann 1-0 samanlagðan sigur. „Við höfum komist að því að það er mjög erfitt að slá spænsk lið úr keppni,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Eini leikurinn sem er ekki með ensku liði er viðureign Bayern München og Barcelona en engu síður er um stórviðureign að ræða. „Það er frábær og mikil áskorun fyrir okkur að mæta besta liði í Evrópu,“ sagði Jürgen Klinsmann, knattspyrnustjóri Bayern. „Bar- celona mun reynast okkur erfitt en það er allt hægt í fótbolta. Við höfum trú á okkur og okkar getu.“ eirikur@frettabladid.is Megum ekki gera sömu mistökin Ensku liðin Liverpool og Chelsea drógust saman í Meistaradeild Evrópu fimmta árið í röð en dregið var í fjórðungs- og undanúrslit keppninnar í gær. MEISTARADEILDIN 8 liða úrslit: Villareal - Arsenal Man. Utd - Porto L‘pool - Chelsea Barcelona - Bayern Sigurvegarar leikjanna í sömu línu mætast í undanúrslitum. Íslenska landsliðið í handknattleik tekur á móti Eistlendingum að Ásvöllum klukkan 16.00 á sunnudag. Leikurinn er liður í undan- keppni EM 2010 þar sem íslenska liðið stendur ákaflega vel að vígi. Strákarnir okkar eru búnir með tvo erfiðustu útileikina, gegn Norð- mönnum og Makedóníumönnum, og uppskáru þrjú stig úr þeim leikjum. Makedóníumenn gerðu þess utan jafntefli í Eistlandi sem gæti reynst þeim dýrt. „Leikurinn í Makedóníu var náttúrlega bara frábær og við megum ekki eyðileggja það sem við unnum þar á sunnudaginn. Það bara má alls ekki,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „Ég legg mikla áherslu á að það sé ekkert gefið fyrirfram og menn gæti að sér. Eistlendingarnir eru sýnd veiði en ekki gefin. Lið sem nær í stig á móti Makedóníu er lið sem getur bitið frá sér. Það þarf enginn að efast um það,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn gaf strákunum sínum frí í gær enda voru þeir þreyttir eftir langt ferðalag frá Makedóníu. Var lagt af stað um miðja nótt og millilent í Búdapest og Frankfurt áður en lent var á Íslandi. Guðmundur mun síðan taka myndbandsfund í dag og í kjölfarið tveggja tíma æfingu sem verður sú síðasta fyrir leikinn. „Þessi undirbúningur verður að duga. Það var ekki annað hægt en að gefa strákunum frí eftir erfitt ferðalag,“ sagði Guðmundur, en hverjir eru styrkleikar eistneska liðsins? „Eistlendingarnir eru með geysilega öflugar skyttur báðum megin. Það þarf að stíga út í þessa stráka því þeir geta verið illviðráðanlegir fái þeir að skjóta að vild. Liðið spilar þess utan taktískan bolta. Þetta lið er miklu sterkara en Belgía, sem við höfum einnig mætt, og Norðmenn lentu í miklum vandræð- um með þá. Við gerum því ráð fyrir mótspyrnu.“ Það verða litlar breytingar á hópn- um. Vignir Svavarsson kemur inn fyrir Kára Kristján Kristjánsson en Vignir var í leikbanni í Makedóníu. Arnór Atlason var í speglun í gær og spilar ekki. Svo er óvissa með Snorra Stein sökum meiðsla. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: VARAR MENN VIÐ VANMATI Á EISTLENDINGUM Á SUNNUDAGINN Eistlendingar eru sýnd veiði en ekki gefin SJÁUMST AFTUR AÐ ÁRI John Terry og Yossi Benayoun í leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ísland mætir Færeyjum í vináttulandsleik klukkan 14.00 á morgun en leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi. Þessi lið mættust á sama stað í fyrra og þá vann Ísland 3-0 sigur. Liðið er nú, líkt og þá, skipað að mestu leyti ungum leikmönnum sem leika með íslenskum liðum. Miðasala hefst klukkan 12.00 í Kórnum. Þúsund krónur kostar fyrir sautján ára og eldri en frítt fyrir sextán ára og yngri. - esá Spilað við Færeyjar á morgun: Annar sigur? Á ÆFINGU Ólafur Jóhannesson, þjálfari, ræðir við leikmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.