Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 12
12 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 58 Velta: 194 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
241 +2,98% 633+4,61%
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR +11,77%
MAREL +6,07%
FØROYA BANKI +0,89%
MESTA LÆKKUN
ATLANTIC PET. -1,89%
BAKKAVÖR -0,69%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00%
... Atlantic Petroleum 260,00 -1,89% ... Bakkavör 1,43 -0,69% ... Eik Banki 91,50 +0,00
... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 113,00 +0,89% ... Icelandair Group 7,00
+0,00% ... Marel Food Systems 48,90 +6,07% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 95,00
+11,77%
Raunveruleg hætta er á að hér á
landi taki við tímabil stöðnunar
sem jafnvel kunni að vara árum
saman, segir Finnur Oddsson,
framkvæmdastjóri Viðskipta-
ráðs Íslands. Hann óttast einföld-
un og ósanngirni sem undanfarið
hafi orðið vart í umræðu um arð-
greiðslur fyrirtækja.
„Það er mikilvægt að við horf-
um á hlutina í samhengi. Ef ekki
verður til staðar fjárfesting í
atvinnurekstri þá mun það hafa
gríðarlega neikvæð áhrif á allt
atvinnulíf, efnahagslíf og hag
heimilanna. Það er raunveruleg
hætta á því að hér verði skortur
á fjármagni til atvinnurekstrar,
bæði vegna neikvæðra viðhorfa
sem nú ríkja í samfélaginu til
atvinnureksturs og vegna þess
að ekki er augljóst að erlent fjár-
magn muni leita hingað í ríkum
mæli á næstu misserum. Afleið-
ingin er mjög skýr. Stöðnun, jafn-
vel svo árum skiptir,“ segir Finn-
ur.
Að mati Finns er brýnt að feta
nú slóðina í átt til samstarfs. For-
senda þess sé að allir gæti hófs í
ríkara mæli en hingað til. „Launa-
fólk hefur tekið
á sig veruleg-
ar byrðar með
kaupmáttar-
skerðingu síð-
ustu mánaða. En
ekki má gleyma
að það hafa þeir
sem standa að
atvinnurekstri
líka gert. Fæst
fyrirtæki
greiða hluthöf-
um arð því fæst hafa af einhverju
að taka.“ Skort á arðgreiðslum
segir Finnur ekki óeðlilegan í
ríkjandi árferði og hluta af þeirri
áhættu sem fjárfestar taki með-
vitað með því að verja fjármunum
í atvinnurekstur. Um leið bend-
ir hann á að í þeim fáu tilvikum
sem arður hafi verið greiddur
sé ávöxtun fjárfesta langt undir
þeirri ríkistryggðu ávöxtun sem
hægt sé að fá af innlánum.
„Allar aðstæður og umhverfi
atvinnureksturs í dag eru því
frekar letjandi en hvetjandi til
slíkrar fjárfestingar. Það þarf
samstillt átak til að færa það til
betri vegar,“ segir Finnur. - óká
Raunveruleg hætta
á áralangri stöðnun
HJÁ HB GRANDA Hart hefur verið deilt á arðgreiðslu HB Granda til hluthafa á sama
tíma og starfsfólk fyrirtækisins hefur tekið á sig launaskerðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FINNUR ODDSSON
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur frestað yfirfærslu innlána Straums
– Burðaráss til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða, að því
er fram kemur í tilkynningu.
„Um er að ræða flókið verkefni sem er tímafrekara en ætlað var.
Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita rýmri tímafrest til að ljúka
yfirfærslu innlána og útgáfu skulda- og tryggingarskjala,“ segir þar
og áréttað er mikilvægi þess að hafa samráð við hluteigandi aðila til
að vel takist til.
Fram kemur að yfirfærsla innlána og útgáfa skulda- og trygging-
arskjala skuli fara fram eigi síðar en klukkan níu árdegis föstudag-
inn 3. apríl næstkomandi. - óká
FME frestar yfirfærslu lána
Háskólinn í Reykjavík, SAS Institute og PricewaterhouseCoopers hf. bjóða þér
að sitja málþing föstudaginn 27. mars, kl. 8:00 – 12:00.
STJÓRNUNARREIKNINGSSKIL:
ERU ÞAU Í LAMASESSI
HJÁ ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM?
Kynntar verða glænýjar niðurstöður rannsókna á stjórnunarreikningsskilum á Íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn er gerð á Íslandi og því mikill fengur fyrir
endurskoðendur, stjórnendur fyrirtækja og aðra áhugasama að sitja þingið.
8:00 – 8:30 Léttur morgunverður
8:30 – 9:15 Stjórnunarreikningsskil í íslenskum fyrirtækjum:
Staða og þróun
Dr. Páll Ríkharðsson dósent við Háskólann í Reykjavík
og viðskiptaráðgjafi hjá SAS Institute
9:15 – 10:00 Icelandic Management Accounting in an International
Perspective
Dr. Carsten Rohde prófessor í reikningshaldi við
Copenhagen Business School
10:00 – 10:30 Kaffihlé
10:30 – 11:15 Mikilvægi innra eftirlits fyrir stjórnendareikningsskil
Ólafur Kristinsson endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers hf. og
Jón Óskar Hallgrímsson hagfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers hf.
11:15 – 12:00 Stjórnendaupplýsingar og ársreikningar:
Er grundvallarmunur þarna á?
Stefán Svavarsson endurskoðandi og dósent í hlutastarfi við
Háskólann í Reykjavík
Fundarstjóri er Guðfinna Bjarnadóttir
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofa 101
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skraning@ru.is
Markmið sjóðsins er að auka almenna
þekkingu á íslenskri náttúru svo að
umgengni okkar og nýting á verðmætum
hennar geti í ríkari mæli einkennst af
virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast
við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru
landsins og efla með því gott hugarfar,
mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við
umhverfið.
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Virðing · Vægi · Verðmæti Markmiði þessu verði náð með því að styrkja
verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar
um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur
verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúru-
verndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er
15. apríl 2009. Heildarúthlutun á þessu ári nemur
allt að 25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og
allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins:
www.natturuverndarsjodur.is.
Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10,
550 Sauðárkróki.
NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR
PÁLMA JÓNSSONAR
STOFNANDA HAGKAUPS