Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 12
12 21. mars 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 58 Velta: 194 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 241 +2,98% 633+4,61% MESTA HÆKKUN ÖSSUR +11,77% MAREL +6,07% FØROYA BANKI +0,89% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -1,89% BAKKAVÖR -0,69% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 260,00 -1,89% ... Bakkavör 1,43 -0,69% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 113,00 +0,89% ... Icelandair Group 7,00 +0,00% ... Marel Food Systems 48,90 +6,07% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 95,00 +11,77% Raunveruleg hætta er á að hér á landi taki við tímabil stöðnunar sem jafnvel kunni að vara árum saman, segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs Íslands. Hann óttast einföld- un og ósanngirni sem undanfarið hafi orðið vart í umræðu um arð- greiðslur fyrirtækja. „Það er mikilvægt að við horf- um á hlutina í samhengi. Ef ekki verður til staðar fjárfesting í atvinnurekstri þá mun það hafa gríðarlega neikvæð áhrif á allt atvinnulíf, efnahagslíf og hag heimilanna. Það er raunveruleg hætta á því að hér verði skortur á fjármagni til atvinnurekstrar, bæði vegna neikvæðra viðhorfa sem nú ríkja í samfélaginu til atvinnureksturs og vegna þess að ekki er augljóst að erlent fjár- magn muni leita hingað í ríkum mæli á næstu misserum. Afleið- ingin er mjög skýr. Stöðnun, jafn- vel svo árum skiptir,“ segir Finn- ur. Að mati Finns er brýnt að feta nú slóðina í átt til samstarfs. For- senda þess sé að allir gæti hófs í ríkara mæli en hingað til. „Launa- fólk hefur tekið á sig veruleg- ar byrðar með kaupmáttar- skerðingu síð- ustu mánaða. En ekki má gleyma að það hafa þeir sem standa að atvinnurekstri líka gert. Fæst fyrirtæki greiða hluthöf- um arð því fæst hafa af einhverju að taka.“ Skort á arðgreiðslum segir Finnur ekki óeðlilegan í ríkjandi árferði og hluta af þeirri áhættu sem fjárfestar taki með- vitað með því að verja fjármunum í atvinnurekstur. Um leið bend- ir hann á að í þeim fáu tilvikum sem arður hafi verið greiddur sé ávöxtun fjárfesta langt undir þeirri ríkistryggðu ávöxtun sem hægt sé að fá af innlánum. „Allar aðstæður og umhverfi atvinnureksturs í dag eru því frekar letjandi en hvetjandi til slíkrar fjárfestingar. Það þarf samstillt átak til að færa það til betri vegar,“ segir Finnur. - óká Raunveruleg hætta á áralangri stöðnun HJÁ HB GRANDA Hart hefur verið deilt á arðgreiðslu HB Granda til hluthafa á sama tíma og starfsfólk fyrirtækisins hefur tekið á sig launaskerðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FINNUR ODDSSON Fjármálaeftirlitið (FME) hefur frestað yfirfærslu innlána Straums – Burðaráss til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða, að því er fram kemur í tilkynningu. „Um er að ræða flókið verkefni sem er tímafrekara en ætlað var. Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita rýmri tímafrest til að ljúka yfirfærslu innlána og útgáfu skulda- og tryggingarskjala,“ segir þar og áréttað er mikilvægi þess að hafa samráð við hluteigandi aðila til að vel takist til. Fram kemur að yfirfærsla innlána og útgáfa skulda- og trygging- arskjala skuli fara fram eigi síðar en klukkan níu árdegis föstudag- inn 3. apríl næstkomandi. - óká FME frestar yfirfærslu lána Háskólinn í Reykjavík, SAS Institute og PricewaterhouseCoopers hf. bjóða þér að sitja málþing föstudaginn 27. mars, kl. 8:00 – 12:00. STJÓRNUNARREIKNINGSSKIL: ERU ÞAU Í LAMASESSI HJÁ ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM? Kynntar verða glænýjar niðurstöður rannsókna á stjórnunarreikningsskilum á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn er gerð á Íslandi og því mikill fengur fyrir endurskoðendur, stjórnendur fyrirtækja og aðra áhugasama að sitja þingið. 8:00 – 8:30 Léttur morgunverður 8:30 – 9:15 Stjórnunarreikningsskil í íslenskum fyrirtækjum: Staða og þróun Dr. Páll Ríkharðsson dósent við Háskólann í Reykjavík og viðskiptaráðgjafi hjá SAS Institute 9:15 – 10:00 Icelandic Management Accounting in an International Perspective Dr. Carsten Rohde prófessor í reikningshaldi við Copenhagen Business School 10:00 – 10:30 Kaffihlé 10:30 – 11:15 Mikilvægi innra eftirlits fyrir stjórnendareikningsskil Ólafur Kristinsson endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers hf. og Jón Óskar Hallgrímsson hagfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers hf. 11:15 – 12:00 Stjórnendaupplýsingar og ársreikningar: Er grundvallarmunur þarna á? Stefán Svavarsson endurskoðandi og dósent í hlutastarfi við Háskólann í Reykjavík Fundarstjóri er Guðfinna Bjarnadóttir Aðgangur er ókeypis og öllum opinn Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofa 101 Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skraning@ru.is Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið. Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar Virðing · Vægi · Verðmæti Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúru- verndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er 15. apríl 2009. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að 25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is. Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki. NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.