Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 60
6 FERÐALÖG Halifax, Kanadaferð 2009 Ferðaskrifstofan Vesturheimur sf. skipuleggur ferðir fyrir eldri borgara til Halifax í Nýja-Skotlandi í Kanada á næsta ári. Flogið verður frá Keflavík til Halifax og þar gist á sama hóteli í sjö nætur. Þaðan verða farnar dags- ferðir á ýmsa merka staði. Frá Halifax – Borgarvirkið fyrir miðju er rétt hjá hótelinu Frekari upplýsingar og skráning er hjá fararstjóra, Jónasi Þór, í síma 861-1046 og á jonas.thor1@gmail.com. *Verð lækkar ef krónan styrkist til muna. Merkir staðir sem skoðaðir verða í borginni: 1. Maritime Museum of the Atlantic - Sjóminjasafn 2. Halifax Citadel National Historic Site - Borgarvirki 3. Pier 21 National Historic Site - Innflytjendasafn 4. Nova Scotia Museum of Natural History - Þjóðminjasafn Skoðunarferðir: Ferðirnar hefjast kl. 9:00 og þeim lýkur á hóteli sama dag undir kvöld. Áætlaðar eru a.m.k. fjórar dagsferðir og ein sigling. Innifalið í verði, kr.157.000 m.v.tvíbýli*, er flug, gisting með morgunverði, allur akstur, skoðunarferðir, aðgangur að söfnum og fararstjórn. Halifax er ekki stór borg en afskaplega notaleg og falleg. Meðalhitinn í ágúst er 22 gráður og 18 í september. Íbúafjöldinn er um 360.000. Íslenskir vesturfarar komu fyrst til Nýja-Skotlands árið 1875. Stjórn fylkisins hafði skipulagt svæði á svonefndum Elgsheiðum (Musquodoboit) sem ætlað var Íslendingum eingöngu. Þarna myndaðist lítil, íslensk nýlenda þar sem nokkrar fjölskyldur og einhleypingar reyndu að draga fram lífið í nokkur ár. – Jóhann Mag- nús Bjarnason lýsir mannlífinu þarna ágætlega í skáldsögu sinni, Eiríki Hanssyni. Heilum degi verður varið til þess að skoða þetta svæði með afkomendum landnámsmanna. Fyrri ferðin verður í ágúst dagana 20.-27.ágúst og sú seinni 17.-24. september. B orgin San Sebastian státar svo sannarlega af einu flottasta bæj- arstæði í Evrópu enda er þessi spænska smáborg oft kölluð „Ríó norðursins“. Þrátt fyrir bæði fegurð og fjör hefur flæði ferðamanna til borgarinn- ar verið mjög mátulegt og heima- menn hafa því sloppið við það sem kalla má „massa-túrisma“ fram til þessa. Engu að síður þykir borg- in spennandi áfangastaður fyrir ferðaglaða. Hún var vinsælasti sumarleyfisstaður kóngafólks hér á árum áður enda má segja að fágun „fína fólksins“ svífi þar enn yfir vötnum í borgarumgjörð- inni. Íbúar borgarinnar, sem kalla sig Donostíu-búa þar sem borgin heitir á basknesku Donostía, eru aðeins um 184 þúsund talsins. San Sebastian stendur á norður- strönd Spánar við Biscaya-flóann sem gengur inn úr Atlantshafi. Aðeins um tuttugu kílómetrar eru að landamærum Frakklands og því er stutt að skreppa yfir til frönsku borgarinnar Biarritz. Borgin skartar bæði tignarleg- um fjallgörðum og flottum sólar- ströndum í miðri borgarmynd- inni. Hún tilheyrir Baskalandi og er höfuðborg Gipuzkoa-héraðs, minnsta héraðs Spánar, en það er einkum þekkt fyrir fagurt, gróið og fjölbreytt fjallalandslag. Oft eru í boði skemmtilegar ferðir upp í krúttlegu fjallaþorpin fyrir ofan borgina þar sem skoða má klaustur og fagrar byggingar auk þess sem upplifa má í sveitasæl- unni forvitnilegt mannlíf, skrítna veitingastaði og fagurt handverk heimamanna í bland við vínsmökk- un svo fátt eitt sé nefnt. Borgin San Sebastian er vel tengd öllum helstu lestar- og rútuleiðum Spán- ar. Hins vegar gefst Íslendingum nú í fyrsta sinn kostur á fjögurra daga ferð á vegum ferðaskrif- stofunnar Vita til þessarar miklu menningarborgar í beinu flugi dag- ana 29. apríl til 4. maí. Flogið verð- ur til Bilbao á Spáni, þar sem m.a. Guggenheim-safnið er að finna, og ekið áfram til San Sebastian í um áttatíu mínútur. Boðið verður upp á íslenska fararstjórn. Mekka matarmenningar Þegar sól tekur að hníga í San Sebastian og menn horfa til þess að þurfa að næra sig eftir „erfiði“ dagsins, þarf alls ekki að örvænta því borgin státar af fjörugu nætur- lífi og fjölda spennandi veitinga- staða. Þar af skarta alls þrettán veitingastaðir Michelin-stjörnum, sem þykir vera mikill gæðastimp- ill í veitingahúsabransanum. Og hvaða sælkeri vill ekki borða á stað, sem fengið hefur Michelin- stjörnu? Meðal annarra staða má nefna veitingastaðina El Arzak og Martín Berasategui, sem báðir eru mjög þekktir á Spáni og hafa þrjár Michelin-stjörnur hvor. Til að kæta bragðlaukana til hins ýtr- asta, er rétt að minna á að panta þarf borð með góðum fyrirvara. Borgin er ekki bara ein helsta sælkeraborg Spánar, hún er talin vera ein helsta sælkeraborg Evr- ópu og því réttnefnd mekka matar- menningar. Flest veitingahúsin er að finna í gamla bænum þar sem næturlífið er líka býsna fjörugt og það þarf varla að koma á óvart að Donostíu-búar sérhæfi sig í fisk- réttum þótt finna megi fjölmargt annað á matseðlunum. Auk fjölbreyttra og flottra veitingastaða eru svokallaðir „pinchos“-barir vinsælir í Baska- héruðum Spánar. Þeim svipar einna helst til tapas-bara og eru að heita má á hverju götuhorni í San Sebastian. Heimamenn sækja þá mjög reglulega til að gæða sér á „pinchos“ og panta sér svo vínglas eða „zurito“ með, sem er sérlega smá bjórkanna. Heilt kvöld getur hæglega farið í það hjá innfædd- um að ferðast á milli „pinchos“- bara til að smakka nýja og nýja rétti í góðum félagsskap. Vín- smökkunar- og matreiðslunám- skeið má finna í borginni fyrir áhugasama og vert er að minn- ast á sérstakt fyrirbrigði sem eru sérstakir karlaklúbbar í San Sebastian sem ganga út á það að karlar hittast gagngert til að elda saman góðan mat og njóta hans í góðum hópi. SÆLKERABORGIN SAN SEBASTIAN Bráðgott er að taka bæði brimbrettið og bragð- laukana með til spænsku smáborgarinnar San Sebastian, sem stendur á fl ottu bæjarstæði við Biscaya-fl óann, rétt við landamæri Frakklands. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að þrettán veitingastaðir borgar- innar skarta Michelin- stjörnum. San Sebastian státar af einu flottasta bæjarstæði Evrópu. Arkitektúr í San Sebastian er glæsilegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.