Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 6
6 21. mars 2009 LAUGARDAGUR RÚSSLAND, AP Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fleiri af stærstu „kanónum“ Bandaríkjamanna í utanríkismálum frá liðnum árum hafa síðustu daga átt fundi með Dmítrí Medvedev forseta og fleiri af æðstu ráðamönnum Rússa í Kreml. Til fundanna var efnt af hálfu Bandaríkjamanna í tilraun til að bæta samskipti ríkisstjórnanna í Moskvu og Washington. Medvedev, sem mun eiga sinn fyrsta fund með hinum nýja banda- ríska starfsbróður sínum, Barack Obama, um komandi mánaðamót, lét hafa eftir sér að þeir fundir sem hann hefði átt að undanförnu með starfandi og fyrrverandi fulltrúum Bandaríkjastjórnar „endurspegl- uðu markmið beggja þjóða að bæta samskipti sín“. Þó er ekki lengra síðan en fyrr í þessari viku, sem rússneski varn- armálaráðherrann, Anatolí Ser- djúkov, sakaði Bandaríkjamenn um að byggja upp hernaðarmátt sinn nærri landamærum Rúss- lands og seilast þar eftir jarðefna- auðlindum. Það eru ummæli af þessum toga sem hafa skapað andrúmsloft sem sumir hafa viljað líkja við „nýtt kalt stríð“ en þeirri óheillaþróun er ríkisstjórn Obama nú að reyna að snúa við. Serdjúkov lét þessi ummæli reyndar falla með Medvedev sér við hlið á fundi með háttsettum herforingjum í Moskvu fyrr í vik- unni. Þau endurspegla djúpstæða tortryggni Rússa vegna umsvifa Bandaríkjamanna á fyrrverandi áhrifasvæði Sovétríkjanna. Med- vedev lýsti því yfir á sama fundi, að stækkun NATO, ásamt alþjóð- legri hryðjuverkastarfsemi og hér- aðsbundnum átökum, þýddi að það væri algjört forgangsatriði fyrir Rússa að láta verða af gagngerri endurnýjun hernaðarmáttar lands- ins. Lykilatriði í þeirri uppbygg- ingu væri efling kjarnorkuvopna- búrsins. Medvedev hét því að fylgja þessu eftir þrátt fyrir minni fjár- ráð rússneska ríkisins vegna fall- andi heimsmarkaðsverðs á olíu og gasi og heimskreppunnar. Hins vegar sagði Medvedev síðar í vikunni að hann sæi góða mögu- leika á að takast mætti að leysa þann ágreining sem ríkt hefur um áform Bandaríkjamanna um upp- byggingu eldflaugavarna í núver- andi NATO en fyrrverandi Var- sjárbandalagslöndum í austanverðri Mið-Evrópu. audunn@frettabladid.is ÞUNGAVIGTARMENN Henry Kissinger og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, brostu sínu blíðasta er þeir heilsuðust í Moskvu á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vinna að því að bæta samskiptin við Rússa Nokkrir mestu þungavigtarmenn bandarískra utanríkismála sátu í gær á rökstól- um við Dmítrí Medvedev Rússlandsforseta. Erindið er að reyna að bæta samskipti Rússa og Bandaríkjamanna fyrir væntanlegan fyrsta fund forsetanna tveggja. VINNUMARKAÐUR S t j ó r n H B Granda hefur ákveðið að standa við launahækkanir, sem áttu að taka gildi 1. mars, en aðilar vinnu- markaðarins höfðu áður ákveðið að fresta þeim fram í júní. Fyrir- tækið mun því hækka taxtalaun um 13.500 krónur og laun annarra um 3,5 prósent og gildir það frá síðustu mánaðamótum. Sex æðstu stjórnendur fyrirtækisins hækka ekki í launum. Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, átti í gær fundi með forystumönnum Eflingar og starfsmönnum fyrirtækisins í Reykjavík og Akranesi þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun. Hann sagði að ákvörðuninni hefði verið tekið með lófaklappi bæði í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að þetta sé „gríðarlega jákvæður endir á erfiðu máli. Ég fagna þess- ari ákvörðun stjórnar HB Granda innilega. Þetta er fyrsta fyrir- tækið sem tekur þá ákvörðun að koma með áður umsamdar launa- hækkanir þannig að þetta er mik- ill sigur fyrir allt og alla,“ segir hann. Stjórnendur HB Granda harma þá neikvæðu umræðu sem hefur verið um fyrirtækið undanfarna daga. Það er von þeirra að „þessi ákvörðun skapi frið um rekstur fyrirtækisins sem er mikilvægur fyrir starfsfólkið og þjóðarbúið“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að ákvörð- un stjórnar HB Granda hafi engin áhrif á önnur fyrirtæki eða starfs- menn þeirra. Ákvörðun stjórnar HB Granda sé „algjörlega sjálf- stætt mál“. - ghs HB Grandi stendur við launahækkanirnar sem hafði verið frestað fram í júní: Allir nema sex fá hækkun LÖGREGLUMÁL Starfsmaður Vallaskóla á Selfossi brást hratt og rétt við þegar hann kom í veg fyrir að hópur pilta misþyrmdi yngri unglingspilti í fyrradag. Starfsmaðurinn veitti því athygli er sautján ára piltur kom í skólann og gaf sig á tal við sextán ára nemanda skólans. Sá eldri fékk hinn til að koma með sér út af skólalóðinni. Þá bar þar skyndilega að nokkra pilta. Skipti engum togum að þeir réðust á nemandann. Starfsmaður skólans sem hafði fylgst með fór þegar á milli og kom í veg fyrir frekari árás á nemandann, sem slapp með minniháttar meiðsli. Að sögn lögreglunnar á Selfossi sýndi skólinn hár- rétt viðbrögð með því að tilkynna atvikið strax til lögreglu, sem fór þegar af stað til að leita árásar- mannanna, sem voru fjórir á aldrinum 16 til 19 ára. Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar. Árásarmennirnir voru skömmu síðar handteknir á heimilum sínum og færðir til yfirheyrslu á lögreglu- stöð. Því til viðbótar voru nokkur vitni yfirheyrð. Piltarnir fjórir játuðu að hafa lagt leið sína að skól- anum í þeim tilgangi að ráðast á nemandann. Einn úr hópnum taldi sig þurfa að koma fram hefndum gagn- vart honum. Lögreglan vill þakka og hrósa skóla- stjórnendum fyrir að hafa tilkynnt atvikið strax til lögreglu sem varð til þess að hraða og auðvelda mjög rannsókn málsins. - jss VALLASKÓLI Starfsmaður skólans kom í veg fyrir að nokkrir piltar misþyrmdu nemanda þar. Hárrétt viðbrögð starfsmanns í grunnskólanum Vallaskóla á Selfossi: Kom í veg fyrir árás á nemanda EKKI ÁHRIF Á AÐRA Fulltrúar Eflingar, Sigurður Bessason og Þráinn Hallgrímsson, hittu Eggert B. Guðmundsson, forstjóra HB Granda, og Vilhjálm Egilsson, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÁRMÁL Lokadagur almenns frests fyrir skattframtöl ein- staklinga er á mánudaginn, 23. mars. Landinn þarf því að grúfa sig niður í pappíra um fjármál sín um helgina hið síðasta. Mögulegt er að vinna sér tíma með að sækja um frest til skýrsluskila á skattur.is. Ef hjón eiga í hlut er nóg að sækja um frest fyrir annað hjóna. Sami frestur gildir þá fyrir þau bæði. Sama gildir um samskattað sam- búðarfólk. Ekki þarf að sækja um frest fyrir börn yngri en 16 ára, hann fylgir fresti forráðenda. - shá Skil á skattskýrslu: Lokadagur á mánudaginn Meltingarfærasýkingar Þrír greindust með nóróveirusýkingu í febrúar, sem er fækkun frá fyrra mán- uði. Tveir voru með astróveirusýkingu, tveir með adenóveiru og einn með rótaveiru, að því er kemur fram í Far- sóttafréttum Landlæknisembættisins. HEILBRIGÐISMÁL Fékk byssukúlu í pósti Anders Borg, fjármálaráðherra Sví- þjóðar, fékk byssukúlu í pósti í fyrra- dag. Ekki er ljóst hvort kúlunni fylgdi skrifleg hótun. Kúlan kann að hafa verið send frá sænska þinginu eða úr stjórnarráðinu þar sem bréfið hafði komist framhjá öryggisvörðunum. SVÍÞJÓÐ EFNAHAGSMÁL Nýja Kaupþing yfir- tók í gær rekstur Pennans. Gert er ráð fyrir því að rekstur Penn- ans hér á landi verði að mestu óbreyttur, en erlendur rekstur verði aðskilinn, samkvæmt upp- lýsingum frá Kaupþingi. Eigendur Pennans áttu í við- ræðum við Kaupþing um end- urskipulag fyrirtækisins und- anfarna mánuði, með það að markmiði að treysta undirstöður rekstrarins. Þeim viðræðum lykt- aði með yfirtöku. - bj Kaupþing yfirtekur Pennann: Verslanir verða opnar áfram Ert þú sátt(ur) við þá ákvörðun Seðlabankans að lækka stýri- vexti í 17 prósent? Já 31,2% Nei 68,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú gert upp hug þinn fyr- ir alþingiskosningarnar í apríl? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.