Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 35

Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 35
MasterCard Mundu ferðaávísunina! – helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Platanus *** með morgunmat. [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MARS 2009 Þ að er hreint ekki skrýtið að ungir Íslendingar skuli flykkjast til Berlínar, hvort sem það er í frí eða til þess að freista þess að búa þar í nokkur ár. Berlín er næstum orðin nýlenda ungra lista- manna enda er hún enn með ódýrari borgum í Evrópu. Það er óneitanlega eitthvað ferskt og spennandi í loftinu í þýsku höfuðborginni. Berlín, sem lengi hefur verið tengd við listir og neðanjarðarkúltúr, hefur öðlast sjálfstraust sitt á ný og heldur upp á það í sumar að tuttugu ár verða liðin frá falli múrsins. Hin tuttugu breyt- ingarár Berlínar eru einmitt þemað í borginni nú í ár og boðið verður upp á ótal viðburði af þessu tilefni. Berlín hefur ávallt verið nátengd listum og þess má geta að einar mikilvægustu kvik- mynda- og tónlistarhátíðir eru haldnar í borg- inni. Raftónlistarsenan í Berlín er heims- fræg og avant-garde hljómsveitir eins og hin goðsagnakennda Einsturzende Neubauten eru nátengdar borginni. Listasenan blómstr- ar og listamannahverfi eru fjölmörg og barir, skemmtistaðir og veitingastaðir á hverju horni. Næturlífið í Berlín stendur alltaf langt fram á hábjartan daginn. Hvar á að vera? Hverfin sem er mest spennandi að eyða tíma í eru óneitanlega Mitte, Friedrichshain, Prenz- lauer Berg og Kreuzberg. Mitte er hin gamla miðja Berlínarborgar þar sem áin Spree rennur í gegn og var óumdeilanlegur miðbær borgar- innar fram að annarri heimsstyrjöld. Undan- 48 STUNDIR Í BERLÍN Hvar á að versla, borða, drekka og skemmta sér í svölustu borg Evrópu? Anna Margrét Björnsson fann hina fullkomnu uppskrift. FRAMHALD Á BLS. 4 Sælkeraborgin San Sebastian Spænska borgin við Biscaya-flóann SÍÐA 6 Á skíði um páskana Bestu skíðasvæðin innanlands SÍÐA 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.