Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 58
● heimili&hönnun
Þú sefur betur í rúmi frá Lúr
10:00 – 18:00m á nf ö s
Opnunartímar:
11:00 – 16:00l a u
LÚR - BETRI HVÍLD
hö
nn
un
: w
w
w
.o
rig
am
i-a
rt
.n
et
Ef þú vilt þægindi og góða hvíld eru rúmin frá Passion
góður kostur fyrir þig. Passion framleiðir afar vönduð rúm
og eru þau tvímælalaust með bestu rúmakaupunum í dag.
Dýnan bíður upp á tvo stífleika sem þú getur alltaf breytt
á einfaldan hátt.
Hægt er að velja um sjö tegundir fóta og fimm mismun-
andi áklæði á rúmin. Þá er hægt að velja þrjár tegundir af
yfirdýnu, latex-, þrýstijöfnunar- eða svampdýnu.
Passion rúmin koma í ýmsum stærðum.
Þráðlaus fjarstýring með barnalæsingu fylgir Passion rúmu-
num og kraftmiklir en hljóðlátir rafmagnsmótorar
gera það að verkum að Passion rúmið færist mjúklega
og hljóðlega í hvaða stöðu sem þú velur.
Frábærir hvíldarsófar, stólar og tungusófar í miklu úrvali
á frábæru verði, þrír litir í boði, alklæddir leðri.
Hægt er að velja um vinstri eða hægri tungu,
margar stærðir. Einnig góðir vinnustólar sem
stuðla að réttri líkamsstöðu við vinnuna.
Passion Box
Hægt er að velja úr fjölmörgum útgáfum af fótum og áklæði fyrir rúmin frá Passion
Passion Continental
Passion Slide Back
Passion, Góður lúr - gulli betri
Þægindin í fyrirrúmi
ÓREGLULEG SKÝ Ljósið Kumulus eftir sænska hönnuðinn Peter Nilsson varð til þegar hann
nam hönnun við Växjö-háskólann í Svíþjóð. Þar var honum falið að skapa hlut sem hefði enga fyrir-
framskilgreinda lögun. Úr varð ljós sem Peter lýsir sem hrærigraut úr gleri. Ljósið sér hann fyrir sér í
miðju herbergi eða öðru rými og líkir hann því við óreglulegt ský. Ljósið fæst hjá Belysningsbolaget
í Svíþjóð. Sjá nánar á http://www.belysningsbolaget.se/
S tigarnir gerast vart glæsilegri en þessi, sem prýðir hús nokkurt
í Kuala Lumpur og er hannaður af
hönnunarfyrirtækinu Jouin Manku
í París. Húsið, sem er innréttað af
fyrirtækinu í samstarfi við arkitekta
YTL Design Group, er engin smá-
smíði eða 3.000 fermetrar, sem rúma
níu svefnherbergi, eldhús, bókasafn,
leikherbergi, skrifstofu, borðstofu,
sundlaug, tvö gestaherbergi, 21
baðherbergi og kapellu svo fátt eitt
sé nefnt. Enda hýsir það hvorki meira
né minna en þrjár kynslóðir.
Engin
smásmíði
Stiginn er stór og flókinn að gerð.
● BLÚNDUDÚKUR VERÐ-
UR AÐ HJÓLAKÖRFU Með
vorinu verður aftur hægt að ferð-
ast um á reiðhjóli. Til að hjólið
nýtist sem best sem samgöngu-
tæki er nauðsynlegt að hafa á því
góða körfu.
Hjólakarfan Carrie eftir vöru-
hönnuðinn Marie Louise Gustafs-
son er skemmtilega sumarleg
og er framleidd í þremur litum:
svörtu, hvítu og grænu. Karfan
getur nýst á hjólið en einnig sem
innkaupakarfa en axlaról fylgir
töskunni. Karfan á einnig að geta
nýst sem lítið borð í lautarferð.
Hún kemur í flötum pakka og er
svo smellt saman framan á hjólið.
Hönnuðurinn segir munstur
körfunnar sprottið út frá blúndu-
dúkum ömmu sinnar sem hún
útfærði í plast.
Nánar á www.designhouses-
tockholm.com.
hönnun
21. MARS 2009 LAUGARDAGUR4