Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 30
30 21. mars 2009 LAUGARDAGUR herbergi en halda þó áfram að koma að Eyjaslóð upp á félagsskapinn. „Það gleður að sjá þegar menn minnka drykkjuna og hætta henni jafnvel. Ég hef séð hluti og lært sem ég hafði ekki búist við. Ég vildi ekki vera án þessa og mun starfa þarna áfram. Það er afskaplega gott fólk þarna með mér sem vill reyna að hjálpa. Sjálfboða- liðarnir eru þarna boðnir og búnir til að elda og sinna þessum mönnum og þeir segja sjálfir að í raun séum við þeirra nánustu aðstandendur. Og ég veit að við erum það. Þeir eru búnir að brenna allar brýr að baki sér margir og það er enginn nema við.“ M örgum þykir það eiga að vera fjarri íslenskum veru- leika að hér á landi séu til menn sem eigi hvorki heimili né aðstandendur. Slíkt er þó raunin og hver einstaklingur sem kemur í Dag- setur Hjálpræðishersins að Eyjaslóð á sína sögu. Margir eru eða hafa verið í óreglu, hafa lent í veikindum eða öðru sem hefur leitt til þess að fjöl- skylda viðkomandi hefur gefist upp og lokað á samskipti. Bergdís Þóra, sem vinnur sem sjálfboðaliði einu sinni í viku á setrinu, segist líta svo á að þar sem hún sjálf hafi verið heppin í lífinu og hafi hvorki lent í óreglu eða öðrum áföllum, sé það skylda henn- ar að hjálpa þeim sem hafa ekki verið jafn heppnir. Það er eitt og hálft ár síðan Hjálpræðisherinn opnaði þetta athvarf en þangað koma um 30-40 heimilislausir á dag og þiggja mat, félagsskap og ekki síst umhyggju. Úti- gangsmenn eru ekki jafn áberandi á götum úti, að sögn lögreglu, eftir að setrið tók til starfa. Starfið er greini- lega að skila sér. Heimili fyrir götufólk er hugarfóstur yfirforingjans Bergdís byrjar á að segja að það sé Dagsetrið allt sem eigi þessi verðlaun. Hún sjálf sé lítið fyrir að standa fyrir framan, meira fyrir að vera á bak við. „Þetta heimili að Eyjaslóð fyrir heim- ilislausa er eitthvað sem Anne Marie Reinholtsen, yfirforingi Hjálpræðis- hersins á Íslandi, kom í verk og þetta er hennar hugarfóstur. Hún spurði mig hvort ég væri til í að gera eitt- hvað fyrir fæturna á fólkinu þar og ætlaðist aldrei til þess að ég gerði það frítt, hélt hún fengi kannski styrk frá borginni. Auðvitað vissum við báðar að það yrði aldrei af slíku og ég sagði henni að ég myndi bara gera þetta. Peningar í þessu samhengi skipta ekki máli.“ Aðgangur að hvíld, baði og mat Heimilið er opnað klukkan eitt hvern dag og er opið í fimm tíma, til klukk- an sex. „Þeir fá að borða, við spjöll- um og það eru hvíldarherbergi þarna. Ég segi „þeir“ því þótt það sé stöku kvenmaður sem dúkkar upp þá eru þetta nú samt karlmenn í meirihluta. Í hvíldarherberginu er gítar og þar mega þeir syngja og spila. Einnig er sófi og sjónvarp og vídeó til afnota sem þeir nota mikið og eru svona að kúra fyrir framan sjónvarpið. Ef þeir vilja hvílast og vera alveg út af fyrir sig er það líka hægt inni í herbergi. Eða þá að mennirnir fara í bað, sem þeir gera orðið mjög mikið og alltaf meira og meira.“ Og svo er það fót- snyrtingin á þriðjudögum sem þeir eru einnig alveg farnir að gera ráð fyrir. Í dag að minnsta kosti. Voru tortryggnir fyrst Í byrjun var það nefnilega svo að karlmönnunum þótti Bergdís held- ur undarleg að bjóða þeim, skítugum og illa förnum, upp á fótsnyrtingu. „Ég þurfti svona að veiða þá svolítið. „Bara að prófa, bara að prófa,“ sagði ég. Þeim fannst ég galin. „Af hverju ertu eiginlega að þessu? Hvað er að þér?“ spurðu þeir mig. Ég vissi eigin- lega ekki hverju ég ætti að svara. Átti ég að segja þeim að mér þætti þetta gaman? Sem mér fannst. Þeir horfðu auðvitað á mig í forundran fyrst og sögðu mér að þeir væru ekki vitlaus- ir.“ Bergdís hlær að þessum vandræð- um. „Ég skildi vel að þeir væru tregir til í byrjun.“ Snyrtifræðin dúkkaði ekki upp í framtíðarplönum Bergdísar fyrr en hún var orðin 36 ára og dreif sig þá í nám. Þar áður hafði hún unnið ýmis störf; í banka, verslunum, snyrtivöru- búðum en fékk skyndilega áhuga á snyrtifræðinni. Hún vann fyrst um sinn hjá snyrti- stofunni Helenu fögru en opnaði svo eigin stofu í Grafarholti, þar sem hún býr einnig. Fastakúnnar snyrtistof- unnar eru vanir því að eftir hádegi á þriðjudögum sé hún ekki á stofunni og það er enginn sem gerir ráð fyrir öðru. „Leið mín lá svo til Hjálpræð- ishersins í gegnum manninn minn, Hjört Arnar Óskarsson, en hann er búinn að vera rafvirki hjá Hjálp- ræðishernum í nærri tuttugu ár. Ég hafði samt ekki komið nærri starfinu þegar hann sagði við mig einn daginn: Eigum við að fara á Alfa-námskeið?“ Alfa er tíu vikna biblíunámskeið sem haldin eru á vegum margra kristi- legra stofnana, þar á meðal þjóðkirkj- unnar og Hjálpræðishersins. Áætlað er að yfir fimm milljónir manna, í 130 löndum, hafi sótt námskeiðin. Berg- dís segir að tillagan hafi komið sér á óvart og hún hafi hugsað – af hverju ekki? Fór á biblíunámskeið Fyrir Bergdísi var Alfa-námskeið- ið hálfgerð „fermingarfræðsla“ að hennar sögn. „Ég vissi lítið og þarna var maður fræddur um kristna trú í þægilegu umhverfi og fékk að spyrja að öllu sem manni datt í hug – maður spurði bara eins og barn. Ég hafði verið frekar leitandi en á stöðum eins og í spíritisma sem gáfu mér lítið. Þar sem maðurinn minn starf- aði hjá Hjálpræðishernum fórum við á námskeið sem herinn hélt. Í kjölfarið fórum við svo að taka meiri og meiri þátt í starfi Hjálpræðishersins og það gaf okkur mikið. Bæði var það gaman og mikill kærleikur sem manni er gef- inn og fær að veita.“ Fullir muna þeir samt að mæta í fótsnyrtingu Bergdís segir að þótt starfið sé gef- andi taki það líka á tilfinningarnar. „Við tengjumst auðvitað. Manni er farið að þykja vænt um þessa menn og ég finn og veit að þeim þykir vænt um okkur. Oft koma þeir drukknir og þeim er ekki vísað á dyr fyrir það, enda eru þeir auðvitað oft heimilis- lausir vegna drykkjunnar. Þetta eru menn sem fjölskyldan vill ekki leng- ur. Þeir vita hins vegar að þeir mega ekki koma með áfengi inn og virða það. Stundum hafa einhverjir æst sig en allir vita að þá er bara kallað á lög- regluna.“ Bergdís segir að lögregl- an komi stundum líka í eftirlitsferð og hafi þá á orði, svolítið hissa, hve notalegt sé hjá þeim og rólegt á Dag- setrinu. „Þetta er líka svolítið merki- legt. Maður er kannski búinn að vera að smyrja þá með sveppakremi einu sinni í viku og segir þeim bara að koma aftur eftir viku og þeir gera það – þótt þeir séu alveg á skallanum. Og bara að sjá fæturna gróa og hlúa að: Það er gefandi. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það en það er gott að fá að sjá eitthvað dafna – fyrir alla.“ Erfitt að vita af þeim á götunum Á daginn er bifreið sem sækir fólk sem vill komast að Eyjaslóð fyrir utan hótel Hjálpræðishersins við Kirkjustræti enda Eyjaslóð svolítið út úr fyrir fótgangandi. Klukkan sex er svo keyrt með alla til baka niður í bæ aftur. „Við þvoum af fólkinu fötin og allir fá nesti með sér þegar farið er út klukkan sex. Þá er bara smurt ofan í menn. Ég hef nokkrum sinnum hjálp- að til við að keyra í bæinn þegar litla rútan er full. Það er erfitt. Þá fer ég heim en veit ekkert hvert mennirnir eru að fara sem ég hef verið með um daginn. Kannski er kalt og rigning.“ Bergdís segist vera með sex til sjö í fótsnyrtingu á dag. Hún baðar fyrst fæturna upp úr furunálabaði. „Allir eru mjög hrifnir af fótabaðinu og lýsa því í smáatrið- um hvernig unaðurinn fer um líkam- ann. Það er mikið spjallað og manni er sagt frá hinu og þessu. Mér er nákvæmlega sama hvað hver þeirra hefur gert og hvort einhverjir hafa setið inni. Mér kemur það ekkert við. Ég er bara hér til að hjálpa þeim með fæturna á þeim, það er það sem ég kann. Nei, mér býður aldrei við illa förnum fótum. Furunálabaðið bjarg- ar nú líka miklu.“ Minni drykkja hjá þeim sem sótt hafa setrið Nokkrir sem sóttu setrið fyrir nokkr- um mánuðum eru hættir í drykkju, hafa jafnvel keypt sér bíl og leigja Mér er sama hver fortíð þeirra er Einu sinni í viku er lokað á snyrtistofunni sem Bergdís Þóra Jónsdóttir rekur alla jafna. Því síðdegi eyðir Bergdís í að hlúa að fótum útigangsmanna, smyr þá og græðir á Dagsetri Hjálpræðishersins. Fyrir þessi störf útnefndi Fréttablaðið hana Hvunndags- hetju Samfélagsverðlaunanna í ár. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Bergdísi sem segir það forréttindi að sinna götufólki. HVUNNDAGSHETJAN BERGDÍS ÞÓRA „Ég hef séð hluti og lært sem ég hafði ekki búist við. Ég vildi ekki vera án þessa og mun starfa þarna áfram. Það er afskaplega gott fólk þarna með mér sem vill reyna að hjálpa.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEIMILISLAUSIR KOMA EINU SINNI Í VIKU TIL BERGDÍSAR „Ég er bara hér til að hjálpa þeim með fæturna á þeim, það er það sem ég kann. Nei, mér býður aldrei við illa förnum fótum. Furunálabaðið bjargar nú líka miklu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þeim fannst ég galin. „Afhverju ertu eig- inlega að þessu? Hvað er að þér?“ spurðu þeir mig. Ég vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að svara. Átti ég að segja þeim að mér þætti þetta gaman? Sem mér fannst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.