Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 4
4 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
CLEVERNESSHOME
Upplýsingar í síma 618 9080 og
clevernesshome@clevernesshome.is
Vegna aukinnar eftirspurnar erlendra
ferðamanna óskum við eftir fleiri
sumarhúsum til leigu.
SUMARHÚSAEIGENDUR
HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra segist opinn
fyrir hugmyndum Róberts Wess-
man um að fyrirtæki hans, „Salt
Investments“, flytji sjúklinga hing-
að til lands í samstarfi við banda-
rísku heilbrigðisstofnunina Mayo
Clinic. Hann segist þó gjalda var-
hug við og spyr hvers athafnamenn
ætlist til af hinu opinbera í tilvik-
um sem þessu.
„Ég vil, fyrir hönd skattborgara
og sem ábyrgðarmaður fyrir heil-
brigðiskerfinu hérna, fá vissu fyrir
því að hér sé ekki á ferðinni hug-
mynd sem byggist á því að fyrir-
tæki ætli að fleyta rjómann en láta
okkur um kostnaðinn. Þetta eru
spurningar sem ég á eftir að fá svör
við. Hvað hangir á spýtunni.“
Hann segir Róbert hafa komið
að máli við sig en þeir eigi eftir
að funda frek-
ar þar sem hann
býst við að fá
svör við þess-
um spurningum
sínum. Róbert
sagði frá þess-
um hugmyndum
í Morgunblað-
inu í gær og þar
kemur fram að
samstarf „Salt
Investments“ og Mayo Clinic gæti
skapað um 300 störf. Það gengur
meðal annars út á það að rannsaka
samfélagshópa með það að mark-
miði að koma í veg fyrir sjúkdóma.
Vill Róbert þessu samhliða koma
upp sjúkraþjálfun, endurhæfingu
og atferlismeðferð fyrir offitusjúk-
linga. Hann lýsti yfir áhuga á að
leigja skurðstofuaðstöðu í Reykja-
nesbæ. „Það er ekkert sem stend-
ur í vegi fyrir því að fyrirtækið
hefji rannsóknir svo lengi sem vís-
indasiðanefnd fellst á það,“ segir
Ögmundur. „En það þarf að svara
mörgum spurningum í þessu til-
felli, þetta er ekki eins einfalt og
það kann að hljóma. Þetta er ekki
spurning um að leigja eina eða
tvær skurðstofur. Þetta er spurning
um heilbrigðisþjónustu sem verð-
ur að byggja á öryggi. Slíkt fyrir-
tæki þarf því að hafa bakhjarl í
heilbrigðiskerfinu ef eitthvað fer
úrskeiðis. Og ég spyr; hver yrði til-
kostnaðurinn við það og skuldbind-
ingarnar? Ég minni þá jafnframt á
að menn eru ekkert of sælir af sínu
hlutskipti á Landspítalanum hafi
menn hugsað sér hann sem þenn-
an bakhjarl.“ Ekki náðist í Róbert
Wessman. jse@frettabladid.is
Vill fá að vita hvað
hangir á spýtunni
Heilbrigðisráðherra spyr til hvers „Salt Investments“ ætlist af hinu opinbera áður
en hann blessar hugmyndir þess og Mayo Clinic um innflutning á sjúklingum.
RÓBERT WESSMAN
ÖGMUNDUR JÓNASSON Heilbrigðisráðherra segist opinn fyrir atvinnuskapandi hugmyndum en vill þó fá að vita hvað hangir á
spýtunni hjá athafnamönnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL Hinn fyrsta
apríl næstkomandi munu hin
skammlífu dagdeildargjöld heyra
sögunni til. Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra tilkynnti á
ríkistjórnarfundi í morgun að þessi
gjöld sem sett voru á í ársbyrjun
verði þá afnumin.
„Mér þykja þessi gjöld alveg
óverjandi,“ segir Ögmundur. „Þau
lenda á nýrnasjúkum, sem þurfa í
blóðskilun, á geðsjúkum sem þurfa
mjög á dagdeildarþjónustu að
halda og svo á fólki sem er í stífri
endurhæfingu eftir alvarleg slys
eða meiriháttar sjúkdóma.“ Kostn-
aðurinn við að afnema gjaldið er
um tíu milljónir króna á árinu.
Áður hefur Ögmundur afnumið
nýja tekjustofna og hækkanir sem
Guðlaugur Þór Þórðarson forveri
hans hafði komið á og verður ríkið
þar af 360 milljónum króna.
„Ég er ekki á móti niðurskurði
það er mikill misskilningur ég
vil hins vegar standa allt öðruvísi
að honum en forveri minn. Þetta
er allt spurning um forgangs-
atriði og mér finnst það algjörlega
óverjandi að þessir hópar séu látn-
ir taka skellinn,“ segir Ögmund-
ur aðspurður um hvernig eigi þá
að skera niður og hvort ákvörðun
hans setji ekki enn meiri pressu á
niðurskurð á Landsspítalanum.
Hann minnir á að aðgerðir hans
við að beina lyfjaneyslu í ódýrari
lyf, sem hann gerði með nýlegri
reglugerð, spari ríkinu um millj-
arð. - jse
Dagdeildargjöldin verða afnumin um næstu mánaðamót:
Óverjandi gjöld segir ráðherra
LANDBÚNAÐARMÁL Sigurður
Jóhannesson, formaður Lands-
sambands sláturleyfishafa, segir
að ESB-aðild myndi marka enda-
lok íslensks landbúnaðar.
„Alveg ljóst er að innganga í
Evrópusambandið myndi á fáum
árum orsaka endalok íslensks
landbúnaðar eins og hann er í
dag. Þúsundir starfa myndu tap-
ast og breyting verða á byggð
landsins. Matvælalegt sjálfstæði
þjóðarinnar verður ekki tryggt
nema með öflugum íslenskum
landbúnaði,“ segir í tilkynningu
sem Sigurður ritar undir. Aðal-
fundur sambandsins var haldinn
síðastliðinn fimmtudag. - shá
Sláturleyfishafar álykta:
ESB gengur frá
landbúnaðinum
SLÁTURTÍÐ Sláturleyfishafar telja að ESB
myndi marka endalok landbúnaðar.
LÍFFRÆÐI Hafrannsóknastofnun
lýkur árlegri stofnmælingu
botnfiska, eða svokölluðu tog-
araralli, á Íslandsmiðum um
helgina. Verkefnið hófst í byrj-
un mars. Rannsóknasvæðið
nær yfir allt landgrunnið niður
á 500 metra dýpi – alls tæp-
lega 600 togstöðvar. Þrír tog-
arar taka þátt í verkefninu auk
rannsóknaskipanna Bjarna
Sæmundssonar og Árna Frið-
rikssonar.
Helstu markmið verkefnis-
ins eru að fylgjast með breyt-
ingum á stofnstærðum, aldurs-
samsetningu, fæðu, ástandi og
útbreiðslu helstu fisktegunda
við landið, og hitastigi sjávar.
- shá
Hafrannsóknastofnun:
Togararalli að
ljúka þetta árið
ATVINNUMÁL Starfsmenntaráð
félagsmálaráðuneytisins hefur
úthlutað rúmlega 35 milljónum
króna úr starfsmenntasjóði til 35
verkefna vegna ársins 2009. Að
þessu sinni var lögð áhersla á verk-
efni sem tengjast erfiðri stöðu á
vinnumarkaði og nýtast hópum
sem misst hafa atvinnu eða er hætt
við atvinnumissi.
Þá var opinn flokkur fyrir mik-
ilvæg verkefni sem féllu utan
áherslna.
Meðal þeirra sem fengu styrk
var IÐAN fræðslusetur vegna
verkefnisins „Hannað í málm“. - jss
Starfsmenntaráð:
Rúmar 35 millj-
ónir í verkefni
DANMÖRK, AP Ný kínversk haf-
meyja mun hafa vistaskipti við
Litlu hafmeyjuna, sem setið
hefur á steini við Löngulínu í
Kaupmannahöfn í 96 ár, meðan
á Heimssýn-
ingunni stend-
ur í Sjanghæ í
sumar.
Kínverskir
fjölmiðlar
höfðu í gær
eftir John
Hansen, sýn-
ingarstjóra
Dana, að fjórar
tillögur að kín-
versku hafmeynni hefðu nú bor-
ist í hönnunarkeppni þar eystra,
og von væri á fleirum.
Upprunalega Litla hafmeyj-
an er höfundarverk Edvards
Eriksen, sem var hálfur Íslend-
ingur. Fyrirmyndin að henni er
sótt í ævintýri H.C. Andersens.
- aa
Heimssýningin í Kína:
Litla hafmeyjan
fer í langferð
LITLA HAFMEYJAN
LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Dag-
deildargjöld heyra sögunni til eftir næstu
mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
13°
10°
10°
10°
11°
7°
8°
8°
21°
14°
15°
13°
22°
7°
12°
15°
3°
Á MORGUN
6-15 m/s
Hvassast sunnan til.
MÁNUDAGUR
Víða hægur vindur.
10
11
7
8
4
5
6
8
4
11
9
6
5
5
4
5
6
7
6
4
8
0
3
2 3
2
2 2
1
-1
4
-1
SKÚRIR Í dag verð-
ur heldur þungbúið
og skúrir vestantil
en nokkuð bjart
eystra. Á morgun
verður nokkuð stíf
vestlæg átt um
sunnanvert landið
og slydda eða él á
stöku stað, síst þó
allra austast. Vorið
lætur enn bíða eftir
sér því það kólnar
heldur næstu daga.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
STJÓRNMÁL Fólkið brást en
ekki þau grunngildi sem Sjálf-
stæðisflokkurinn starfar eftir,
segir í endurskoðunarskýrslu
Sjálfstæðisflokksins. Hún kom út
í gær, en áður höfðu drög hennar
verið sett á vefinn.
Í skýrslunni er sagt að efna-
hagsvanda Íslendinga megi vissu-
lega skýra að einhverju leyti með
alþjóðakreppu. Framhjá því verði
þó ekki litið að hann sé heimatil-
búinn að nokkru leyti. Of seint
hafi verið brugðist við mikilli
stækkun bankakerfisins og menn
hafi einblínt um of á að gera
Ísland að alþjóðlegri fjármála-
miðstöð og ekki sést fyrir. - kóp
Skýrsla Sjálfstæðisflokksins:
Grunngildin
eru óbreytt
GENGIÐ 20.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
186,9614
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,44 113,98
163,93 164,73
153,85 154,71
20,645 20,765
17,840 17,946
13,923 14,005
1,1874 1,1944
171,36 172,38
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR