Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 24
24 21. mars 2009 LAUGARDAGUR Þ ú hefur sagt að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi gert mistök í aðdraganda bankahrunsins og verði að axla ábyrgð á því. Hvaða mistök voru það og hvernig axlar hann ábyrgð? „Ég tel að í grunninn hafi verið gerð tvenns konar mistök. Í fyrsta lagi höfum við á síðastliðnum fimm árum tekið ákvarðanir sem samanlagt urðu of þensluhvetjandi. Það sem veldur eru virkjanaframkvæmdir, aukið aðgengi að lánsfé, einkavæðing á bankakerfinu, skattalækkanir, launahækkanir hjá hinu opinbera og fjölgun opinberra starfa. Allt fór þetta í gegnum þröngar leiðsl- ur hagkerfisins á sama tíma þar til þær sprungu. Afleiðingin var sú að Seðla- bankinn greip til vaxtahækkana, of seint að mínu mati, og það bjó til vítahring. Krónan varð allt of sterk, sem leiddi til aukinnar einkaneyslu og svo framvegis. Þetta voru mistök númer eitt. Að valda of mikilli þenslu og kalla yfir okkur allt of sterka krónu í kjölfarið. Seinni mistökin tengjast einkavæð- ingarferlinu og regluverkinu sem fylgdi. Lögð var á það áhersla á sínum tíma að hámarka virði félaganna fyrir ríkið. Þess vegna var lagt upp með að fá sterka kjölfestufjárfesta. Ég held að það sé komið á daginn að það hefði verið skynsamlegra að vera með strang- ari reglur um eignarhald, til dæmis að enginn færi með meira en tuttugu pró- senta eignarhald í fyrirtæki, og setja stóru eigendunum þrengri skorður um athafnafrelsi á íslenskum viðskipta- markaði. Ég tel líka að heimildir eigend- anna til viðskipta við eigin banka hafa verið alltof rúmar. Þá er augljóst að við hefðum átt að veita meiri pólitískan og fjárhagslegan stuðning við eftirlitsað- ila á fjármálamarkaði. Fjármálaeftirlit- ið óx áreiðanlega ekki í neinu samræmi við stærð bankakerfisins. Það þarf líka að auka gagnsæi í ákvörðunum Fjár- málaeftirlitsins, til dæmis með því að gera niðurstöður þess opinberar. Þetta er að mínu mati þeir tveir meg- inþættir: annars vegar þenslan og hins vegar regluverkið í tengslum við einka- væðingu bankakerfisins og eftirlit með starfsemi þess. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að við byggjum í grunn- inn á alþjóðlegu regluverki og það hefur reynst ótraust fyrir aðra líka. Þetta er ekki í alla staði séríslenskt vandamál.“ En hvernig ætti Sjálfstæðisflokkurinn þá að axla sína pólitísku ábyrgð? „Í pólitík axla menn ábyrgð með því að gefa frá sér völd. Með því að ganga úr ríkisstjórn og leggja til þjóðstjórn gekkst flokkurinn við því að forsend- ur fyrir því að hann stjórnaði landinu í samstarfi við Samfylkinguna voru ekki lengur til staðar. Mér finnst langbest að axla ábyrgð í pólitík með því að ræða mistökin og fallast á að þau hafi átt sér stað. Það er langhreinlegasta leiðin. Það sem er ekki síður mikilvægt er að gera grein fyrir hvernig er hægt að læra af mistökunum og tefla fram hugmynd- um sem varða framtíðina. Það er okkar verkefni.“ Ríkisstjórnin fyrrverandi var gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í kjölfar efnahags- hrunsins. Áfellist þú forystu flokksins fyrir skort á röggsemi? „Þegar svona hamfarir verða í efna- hagslífinu, eins og urðu hér á haust- dögum, geta menn í viðleitni sinni til að bregðast rétt við stundum tekið rangar ákvarðanir. En við þær aðstæður er oft betra að taka ákvarðanir en ekki, koma hlutunum á hreyfingu og reyna að vinna sig út úr þeim. Ég held að það sé engin ástæða til að áfellast ríkisstjórnina fyrrverandi fyrir sínar aðgerðir. Miklu frekar að hún hafi brugðist í að miðla upplýsingum og gera grein fyrir sínum verkum. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið pólitískt vanmat á einhvers konar uppgjöri strax. Það hefði verið til þess fallið að auka tiltrú fólks á stjórnvöld- um að gera breytingar á ríkisstjórn- inni strax eftir hrun. Ég viðurkenni að ég hafði ekki sterka sannfæringu fyrir þessu þegar atburðirnir voru að gerast en þegar maður lítur til baka hefði þetta verið skynsamur leikur. Þetta er eitt af því sem maður tekur með sér í sinn póli- tíska reynslubanka.“ Finnst þér nóg hafa verið gert til að rannsaka bankahrunið og draga þá til ábyrgðar sem hana bera? „Ég vil ítarlega rannsókn á atburða- rásinni og að þeir sem unnið hafa eitt- hvað til saka verði dregnir til ábyrgðar. Þingið setti á laggirnar sérstaka rann- sóknarnefnd sem hefur víðtækari heim- ildir en nokkur sambærileg nefnd hefur fengið til að rannsaka hrunið í heild sinni. Búast má við niðurstöðu úr þeirri rannsókn í haust. Í öðru lagi komum við á fót embætti sérstaks saksóknara og í þriðja lagi er Fjármálaeftirlitið með sínar reglubundnu skyldur. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að rannsaka hrunið, aðdraganda þess og möguleg lagabrot. Og tryggja verður að vandað verði til verka, þannig að kom- ist verði að ígrundaðri niðurstöðu. Ég tel allar líkur á að þær ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar nægi til þess.“ Hvernig meturðu líkur Sjálfstæðis- flokksins í komandi kosningum, hvað væri ásættanleg niðurstaða fyrir hann? „Það er ljóst að flokkurinn hefur tapað fylgi. Það er ekki óeðlilegt í ljósi und- angenginna atburða. Við munum leggja upp í þessa baráttu með skýra framtíð- arsýn en erum um leið tilbúnir að ræða okkar verk opinskátt. Þegar ég lít um öxl yfir þetta átján ára tímabil finnst mér afar margt standa upp úr, sem við getum verið stolt af við uppbygg- ingu þessa samfélags; innviðir þess eru traustir, atvinnuvegirnir öflugir, mennta- og heilbrigðiskerfið framúr- skarandi. Þess vegna höfum við trausta viðspyrnu til að fást við vandann í dag. Við viljum benda á það sem vel hefur verið gert og líka ræða það sem afvega hefur farið og gera grein fyrir því hvaða lærdóm við getum dregið af því. En fyrst og fremst vil ég að kosningarnar í vor snúist um framtíðina. Við munum sækja fram í þessum kosningum í þeim tilgangi að komast í ríkisstjórn til þess að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir framtíð þessa lands, sumar þeirra verða erfiðar og jafnvel óvinsælar, en nú þarf að ganga hreint til verks. Til þess erum við í stjórnmál- um.“ Getur Sjálfstæðisflokkurinn unnið aftur með Samfylkingunni eftir það sem á undan er gengið? „Mér finnst ekki skynsamlegt að gera upp á milli valkosta á þessum tíma- punkti. Það er auðvitað augljóst að það stjórnarsamstarf sprakk með hvelli. Sjálfstæðisflokkurinn er að endurnýja sig, bæði forystu og framboðslista, og stefnumálin verða mótuð á fjölmenn- um landsfundi í næstu viku. Við munum tefla fram skýrri og kraftmikilli stefnu fyrir kosningar í vor, sem verður lögð í dóm kjósenda.“ Hver eru brýnustu verkefnin að þínu mati? Er eitthvað sem þér finnst borð- leggjandi að þurfi að skera niður? „Brýnustu forgangsmálin eru endur- reisn bankakerfisins, að koma súrefni til atvinnulífsins og koma með mark- vissari aðgerðir til að mæta vanda heim- ilanna. Gerð fjárlaga fyrir árið 2010 er stórmál – hvernig ætlum við að loka því 150 milljarða króna gati sem við leggj- um upp með á þessu ári. En það er líka hægt að horfa á það sem tækifæri til að stokka upp og gera breytingar; nálgast ríkisreksturinn með nýju hugarfari. Við erum með ýmsar tilfærslur í kerf- inu sem við verðum að sætta okkur við að við höfum ekki lengur efni á. Þar má til dæmis nefna barnabætur. Í dag fá allir foreldrar barnabætur óháð tekj- um, í stað þess að þeir njóti greiðsln- anna sem mest þurfa á þeim að halda. Við verðum að takast á við önnur brýn viðfangsefni, en aðeins í þessum mála- flokki getum við sparað mörg hundruð milljónir. Þá má hagræða í ríkisrekstrinum. Ég tel augljóst að stokka upp ráðuneytin og mér væri ekki á móti skapi að þeim yrði fækkað. Í niðurskurðinum eigum við að forgangsraða í þágu þeirra sem þarfn- ast þess mest. Öll viðleitni okkar til að spara í ríkisrekstrinum á að miðast við það. Ákvarðanirnar sem bíða okkar eru stórar og eiga að vera til umræðu í kosn- ingabaráttunni fram undan. Þá tel ég að við eigum að stefna að Býr sig undir átök um Evrópu Bjarni Benediktsson þykir sigurstranglegur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í næstu viku. Í samtali við Bergstein Sigurðsson segir Bjarni að fyrrverandi ríkisstjórn hafi vanmetið þörfina á pólitísku uppgjöri eftir efnahagshrunið. Hann hyggst beita sér fyrir afnámi verðtryggingar en telur evruna með aðild að ESB sterkasta valkostinn í gjaldmiðilsmálum. BJARNI BENEDIKTSSON „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að rannsaka hrunið, aðdraganda þess og möguleg lagabrot, segir Bjarni. „Ég tel allar líkur á að þær ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar nægi til þess.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR afnámi verðtryggingarinnar. Þetta er heilmikið úrlausnarefni en við eigum að gera þessa skuld- bindingu og leita leiða, því þær er hægt að finna. Það þarf að vinna þessa vinnu í samráði og sam- starfi við helstu hagsmunaaðila og ríkið þarf að koma að málum með afgerandi hætti. Þetta er ekki mjög aðkallandi í augnablikinu því verðbólgan er að hverfa, þannig að við höfum svigrúm. En við megum engan tíma missa til að þess að tryggja að til lengri tíma myndist hér húsnæðislánamarkað- ur með óverðtryggðum lánum eins og í löndunum í kringum okkur. Það á ekki að nálgast þetta sem áhlaupsverkefni, það þarf að ígrunda allar mögu- legar afleiðingar, til dæmis áhrif á lífeyrissjóða- kerfið, en ég er mjög ákveðinn í því að við eigum að leggja upp í þessa vegferð. Um leið og við skuld- bindum okkur í þá vinnu, þá finnast leiðirnar.“ Hvað um peningamálin? „Þar erum við komin að grundvallarviðfangsefn- inu, sem er að auka stöðugleikann. Ég er mjög efins um að það sé hægt með krónunni til lengri tíma. Til skemmri tíma eykur veik króna samkeppnishæfni landsins og gefur okkur þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur. En ef við ætlum að búa við frjálsa fjármagnsflutninga, er hætt við að það geti verið sveifluvaldandi að byggja á íslensku krónunni. Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efa- semdarmaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála. Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evr- ópusambandsaðildar. Ég vil að að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknar- verður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf. Meginatriðið er að Sjálfstæðisflokkurinn er lýð- ræðissinnaður flokkur og við eigum að virkja lýð- ræðið til að fá niðurstöðu í þetta mál.“ Býstu við miklum ágreiningi um þetta mál innan Sjálfstæðisflokksins? „Þetta er slíkt grundvallarmál að mér finnst ekki ólíklegt að það verði tekist á um það. Það eru skipt- ar skoðanir á þessu máli innan flokksins. Þeir eru til sem af prinsippástæðum vilja ekki ræða aðild að ESB vegna þeirra afleiðinga sem það hefði á stjórn okkar á fiskveiðiauðlindinni. Á hinum vængnum eru þeir sem telja að innganga í myntbandalag Evrópu sé svo mikilvæg að það megi færa fórn- ir á sviði sjávarútvegsmála. En það er enginn sem gerir lítið úr þeim fórnum sem þarf að færa. Menn greinir á um hversu miklar þær verða og úr því verður aldrei skorið nema gengið verði til aðild- arviðræðna.“ Þú hefur tekið vel í hugmyndir formanns Fram- sóknarflokksins um niðurfellingu 20 prósenta- skulda. Telurðu það raunhæfa leið? „Ég hef sagt að við eigum ekki að útiloka neinar hugmyndir fyrirfram, staðan sé svo alvarleg að rót- tækar aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir fjölda- gjaldþrot og upplausn. Ég er sannfærður um að það eigi eftir að þurfa að fella niður skuldir, hvernig úr því spilast er hins vegar annað mál.“ Þú hættir sem stjórnarformaður BNT í desember. Hvernig er með skuldastöðu þess, hafa bankarnir þurft að afskrifa eitthvað af skuldunum eða er fyrirsjáanlegt að þeir þurfi að gera það? „Nei, bankarnir hafa ekki afskrifað neinar af skuld- um þess félags og við vorum ekki í neinum slíkum viðræðum við bankana þegar ég lét af störfum. Eiginfjárstaða BNT var sterk í upphafi árs 2008. Þau félög sem eru í eignaraðild BNT eru misjafn- lega stödd; N1 hefur gengið vel en þessi félög eru ekki óháð þeim efnahagslegu þrengingum sem dunið hafa á þjóðinni. Ég skal ekki segja hvernig úr spilast með einstaka fjárfestingar eða dótturfélög. Við lögðum af stað í þetta verkefni með sterka eiginfjárstöðu, reksturinn sem slíkur hefur geng- ið vel, en auðvitað hefur efnahagurinn liðið fyrir gríðarlegan fjármagnskostnað og gengisfall. Það voru ekki nein tilefni til að ræða afskriftir þegar ég hætti í stjórninni. Núna er krónan að styrkjast þannig að staðan hefur batnað síðan ég hætti.“ Ef til þess kæmi að ríkisbankarnir þyrftu að afskrifa skuldir BNT, hefði það að þínu mati ein- hver áhrif á stöðu þína í stjórnmálum? „Það liggur ekkert fyrir um að skuldir verði afskrifaðar, en jafnvel þótt svo verði í framtíð- inni tel ég að það muni ekki að hafa áhrif á mína stöðu. Ég er ekki hluthafi í þessum félögum. Hér verður að gæta að því hvers konar hamfarir eru að dynja yfir – gengishrun, verðbólgugos, langvar- andi hátt vaxtastig og hrun á hlutabréfamörkuðum. Það kemst enginn rekstur í gegnum svona ástand án áfalla. Höfum einnig í huga að við yfirfærslu lána til nýju bankanna er lykilatriði að mögulegar afskriftir í framtíðinni verið ekki á kostnað þeirra. Það á sem sagt ekki að vera neitt tap í því fyrir rík- isbankana að fella niður skuldir. Ef það gerist er það vanhugsuð aðgerð því þá höfum við ríkisvætt vanda gömlu bankanna. Þurfi að afskrifa skuldir tel ég eðlilegt að gengið verði á eigið fé eigendanna. Loks vil ég taka fram að ég tel mikilvægt að menn hafi innsýn og reynslu af atvinnustarfsemi til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.